Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Page 69

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira. - 01.12.1929, Page 69
Stefnir] Prá Alþingi 1929. 259 gerðinni og verkafólki þessarar framleiðslu, þegar síldveiði og síld- aratvinna b^egst«. Hér ekki neitt sniðið utan af sósíalismanum, enda hafa þeir haft á orði, að sjá svo um, að arðurinn rynni til verka- manna. í neðri deild voru gerðar mjög víðtækar breytingartillögur af þrem mönnum, sem eru þaulkunnugir þessum atvinnurekstri, þeim Jó- hanni Jósefssyni, Ólafi Thors og Jóni A. Jónssyni, en þær voru all- ar strádrepnar. Svo var fors stjórn- armanna mikið, að þeir fóru út meðan fyrstu ræður voru haldnar og skáru svo niður umræður. Meiri styrjöld stóð um annað »sildarmál«, en það var frv. stjórn- arinnar um stofnun síldarbrœðslu- stöðvar samkvæmt lögum frá síð- asta þingi. í þessu frumvarpi stjórn- arinnar var gert ráð fyrir hreinum ríkisrekstri og allt hundsað, sem talað hafði verið um, að láta sam- vinnufélag sildarframleiðenda reka þetta fyrirtæki. í öllu þessu frum- varpi var gengið sem fastast á rétt síldarframleiðandanna. T. d. átti að heimta af þeim 5 °/0 »afborgun« af stofnkostnaði, án þess að þeir ætti að eignast nokkuð í þeim hlut, sem þeir voru að borga. Jafnframt áttu þeir að borga 5 °/0 fyrningargjald og 5 °/0 í varasjóð, en enginn vissi af hverju þessi »5 °/0« áttu að reikn- ast. Þó tók út yfir ósanngirnina í 7. gr. frumvarpsins. Þar er fram- leiðöndunum, sem eiga að láta verk- smiðjunni í té allt efni til að vinna úr og eiga allt undir rekstrinum, ekki ætluð nein afskifti eða hlut- deild í skipun stjórnar verksmiðj- unnar, en aftur á móti á óviðkom- andi aðili eins og Síldareinkasalan að skipa einn mann í stjórn. Þessi dæmalausa rangsleitni fékkst ekki með neinu móti leiðrétt. Aftur á móti rausnuðust nokkrir menn úr stjórnarflokknum í neðri deild til þess, að fylgja fram þeirri breyting, að heimilt skyldi að selja sam- vinnufélagi verksmiðjuna með á- kveðnum skilyrðum. En garparnír runnu frá öllu saman, þegar sósía- listar efri deildar fleyguðu málið og gerðu þessa heimild að markleysu. Var það nákvæm stæling á sams- konar auðmýking í sama máli á næsta þingi á undan. Ýmis mál. Þá skal nú enn stytta frásagnir allar, og aðeins drepa lauslega á nokkur mál enn. Flestirmuna sjálfsagt eftir ömmu- frumvarpinu sæla, sem Sveinn í Firði bar fram að tilhlutun dóms- málaráðherrans á þingi 1928. Fékk það nafn sitt af þvaðursögum, 17*

x

Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stefnir: tímarit um þjóðmál og fleira.
https://timarit.is/publication/1024

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.