Sagnir - 01.04.1980, Side 14

Sagnir - 01.04.1980, Side 14
 Marx um þróun mannlegs samfé- lags og sögu. Hreyfingin hefur litið svo á, að þráttarhyggja spámanns sins og afbrigði henn— ar, "sóguleg efnishyggja" , væru í senn óskeikular og altækar kenningar. Þessi reginmunur er á kerfi marxista og kenningum vísindanna. Eins og margir gagnrýnendur Marx hafa bent á, eiga lögmál hans eða spádómar því meira skylt við trúarbrögð en eiginleg vísindi. Það er engin tilviljun, að frá ríkjum marxista kemur yfirleitt engin sagnfræði, sem stendur undir nafni. Hitt er svo annað mál, að ”efnishyggju"-skýringar ('eða öllu heldur greiningar á efnalegum skilyrðum einstakl- inga og þjóða eru stundum nyt- samlegar vinnutilgátur, en ekk- ert umfram það„ Tvö tímabil koma einkum upp í hygann, þegar spurt er um sögu og íslensk stjórnmál. Fyrst er það 19. öldin og fyrri hluti 20. aldar. Sjálfstæðis- hreyfingin tók söguna i sína þjónustu eins og þjóðernissinn- ar gerðu reyndar um alla álf- una. Margt í sögutúlkun þessa tíma er okkur framandi (t.d. Dananíðið), en óneitanlega virðist sagan hafa orðið að bitru vopni í sjálfstæðisbar- áttunni. Hitt tímabilið, sem kemur í hugann, eru þrír fyrstu áratugir lýðveldisins. Þeir, sem börðust gegn því, að ís- lendingar tækju þátt í samstarfi vestrænna þjóða, notuðu óspart sögulegar samlíkingar í mál- flutningi sínum. Heimsmynd sjálfstæðisbaráttunnar var dregin um samtíðina. Reynt var að benda á hliðstæður milli utanríkismála lýðveldisins og fjörbrota þjóðveldisins. Ráða- mönnum var líkt við þá einstak- linga Sturlungaaldar, sem að hefðbundinni söguskoðun voru taldir níðingar og landráða- menn. Landið var "selt" og "gefið" til skiptis. Spyrja má: Hver var blekktur? Kaupandinn, seljandinn eða þeir, sem lögðu trúnað á þennan málflutning? Menn geta gert svarið upp við sig sjálfir. MANNKYNSSAGA FYRIR BYRJEISIDUR Undan ferðamannsins fæti valt steinn úr stað. Og steinninn hélt áfram að velta, veistu það? Og sjö þúsund árum síðar kom Sing Sing Hó. Og Sing Sing Hó fékk sér konu, en konan dó. Og sjö þúsund árum síðar kom Ghagga Ghú. Um Ghagga Ghú finnst hvergi nein heimild nú. Og sjö þúsund árum síðar komst þú, komst þú. Steinn Steinarr

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.