Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 28

Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 28
fcerir safninu gjöf á 40 ára afmœli félagsins. Anna Sig- urðardóllir til vinstri. 2. að gera skrár yfir a) allt sem safnið eignast, b) ýmsar heimildir til sögu íslenskra kvenna, sem eru að finna annars staðar, en safnið á ekki sjálft, c) listaverk kvenna og ýmsa muni og verkfæri við vinnu kvenna, sem eru í íslenskum og erlendum söfnum eða annars staðar, d) nöfn þeirra manna, sem gefa safninu bæk- ur, handrit, bréf og önnur gögn, eða benda á mikilvær.ar heimildir, 3. að greiða fyri’ áhugafólki um sögu íslenskra kvenna eða uir. einstaka þætti hennar og veita því aðstoð við að afla heimilda og miðia þekk- ingu um sögu kvenna, 4. að hvetja fólk til að halda til haga hvers konar heimldum, sem gildi kynnu að hafa, 5. að gefa út fræðslurit og heimildaskrár, þegar ástæða þykir til og fjárhagur leyfir, 6. að hafa samvinnu við önnur kvennasögusöfn, einkum og sér í lagi á norðurlöndum. 7. Skráning og flokkun efnis fer eftir svipuðum reglum og notaðar eru í kvennasögusöfnum á norðurlöndum. 8. Kvennasögusafn íslands er sjálfseignarstofnun þar til öðru vísi verður ákveðið. Anna Sigurðardóttir — Else Mia Einarsdóttir — Svan- laug Baldursdóttir. Heimilislegt safn Kvennasögusafn íslands er til húsa í blokkíbúð að Hjarðarhaga 26, fjórðu hæð til hægri nánar tiltekið. Þegar í forstofunni má sjá verksummerki safnsins því það er á góðri leið með að leggja undir sig alla íbúð- ina hennar Önnu. í forstofunni eru staðsettir skjalaskápar en safnið er að mestu í tveimur rúmgóðum herbergjum. Þar er að finna í hillunum fjölda innlendra og erlendra bóka og tímarita, sem snerta á einhvern hátt kvennasögu. í skjalaskápunum og í margvís- legum öskjum eru handrit, bréf, bæklingar, ljósrit og vélrit um konur á ýmsum tímum, sem safnið hefur eignast. Þá eru í spjald- skránum skráðar bækur safnsins og aðrar um þetta efni, sem finna má annars staðar. Ómögulegt er að telja upp allt sem þarna er að finna. Alltént er efnið orðið geysimikið og ótrúlega fjölbreytt. Til hægðarauka eru á staðnum skrár um allt þetta efni jafnframt því sem forstöðukonan veit þetta allt og er þannig e.t.v. besta spjaldskráin. Auk Önnu starfar bókasafnsfræðingur við skráningu og þarna er ágætis vinnuaðstaða, ritvélar, ljós- riti ásamt öðru nauðsynlegu fyrir starfsmenn og aðra sem þurfa þess með. Að lokum Það er von okkar að lesendur séu nú ein- hverju nær um Kvennasögusafn íslands og að sem flestir taki þátt í markmiði þess, þ.e. að rannsaka sögu kvenna. Það er óskandi að þessi greinarstúfur verði mönnum hvatning til að kanna safnið að eigin raun, því sjón er sögu ríkari. Og við erum reiðubúnir að ábyrgjast að Anna er höfðingi heim að sækja. 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.