Sagnir


Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 111

Sagnir - 01.05.1982, Blaðsíða 111
íslendingar áttu mikið í húfi þar sem við- skiptin við Sovétmenn voru og ekki var álit- legt að styggja stórveldið í austri með of mik- illi andstöðu við það í atkvæðagreiðslum hjá S.Þ.. Stór hluti fiskframleiðslu íslendinga var seldur Sovétmönnum og ekki hefur þótt viðlit að stefna hinum stórfelldu viðskiptum í hættu. Markaðurinn í Englandi var lokaður íslendingum og menn komu í augnablikinu ekki auga á hagstæðari markað en hinn sovéska. I framhaldi af hugleiðingum um samband á milli verslunarhagsmuna íslendinga og af- stöðu þeirra hjá S.Þ. skulum við líta á at- hyglisverða töflu, sem varpar nokkru ljósi á þetta atriði. Tafla V sýnir annars vegar hvernig háttað var verslun Norðurlandanna fimm við Sovétrikin og hins vegar hvernig Norðurlöndin greiddu atkvæði gagnvart Sovétríkjunum hjá S.Þ. á tímabilinu 1946—1963. Hæstu tölur við hvert tímabil sýna annars vegar hlutfallslega mesta verslun við Sovétríkin og hins vegar mesta samstöðu með þeim í atkvæðagreiðslum hjá Sameinuðu þjóðunum. ríkjunum i atkvæðagreiðslum hjá S.Þ. en hin rikin þrjú. Á þriðja tímabilinu, Alliance- formation II (1952—1954), skaust ísland hins vegar upp í fyrsta sætið hvað snerti hlut- fallslega verslun við Sovétríkin. Og það var eins og við manninn mælt: íslendingar sýndu nú meiri samstöðu með Sovétmönnum hjá S.Þ. en hin Norðurlöndin. En eftir þetta tekur heldur betur að skjóta skökku við varðandi verslun íslands við Sovétríkin ann- ars vegar og afstöðu fslendinga til stórveldis- ins í austri á vettvangi Sameinuðu þjóðanna hins vegar. Á tveim síðustu tímabilunum, sem spanna árin 1955—1963, verslaði ísland hlutfallslega meira við Sovétríkin en öll hin Norð- urlöndin að Finnlandi undanskildu. Má geta þess að árin 1955—1960 tóku Sovétmenn við 18,2% af útflutningi íslendinga. Sköruðu þeir að þessu leyti fram úr öllum öðrum þjóðum því til samanburðar má minna á að á þessu tímabilu fóru 13% af útflutningí ís- lendinga til Bandaríkjanna og 10% til Bret- lands.21) Verslun íslendinga við Sovétmenn hafði aldrei verið meiri en á seinni hluta Tafla V. Hlutfallsleg verslun Norðurlandanna við Sovétríkin annars vegar og afstaðan til þeirra hjá S.Þ. hins vegar, eftir tímabilum. Pre- Alliance- Altiance- Bi- Post- alliance formation 1 formation II polar colonial Atkv. Versl. Atkv. Versl. Atkv. Versl. Atkv. Versl. Atkv. Versl. Danmörk . 4 4 2 2 1 1 2 1 2.5 2 Finnland .. 5 5 5 5 ísland .... 1 1 1 1 4 4 1 4 1 4 Noregur ... 3 3 4 3 2 2 3 2 2.5 1 Svíþjóð ... 2 2 3 4 3 3 4 3 4 32°) Ef litið er á þessa töflu í heild má glögg- lega sjá hversu greinileg samsvörun er yfir- leitt milli verslunar einstakra Norðurlanda við Sovétríkin annars vegar og samstöðu landanna með Sovétríkjunum í atkvæða- greiðslum hjá S.Þ. hins vegar. Er til dæmis stingandi hversu mjög þetta fellur hvort að öðru eins og flis við rass á þrem fyrstu tíma- bilunum. En hugum nánar að þætti íslend- inga í þessu efni. Á tveim fyrstu tímabilunum hafði ísland hlutfallslega minni verslun við Sovétríkin en Noregur, Svíþjóð og Danmörk og jafnframt var ísland á þessum tíma andstæðara Sovét- sjötta áratugarins. En nú brá svo við að þrátt fyrir þessi miklu viðskipti voru íslendingar nú andstæðari Sovétmönnum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna en öll hin Norðurlöndin. Hvernig mátti þetta vera? Er tilgáta okkar um samband milli verslunar annars vegar og kosningahegðunar hjá S.Þ. hins vegar fallin um sjálfa sig? Til að geta svarað þessum spurningum verður auðvit'að að leita orsakanna að hinni skyndilegu breytingu á afstöðu íslands til Sovétríkjanna hjá S.Þ.. Hin miklu umskipti urðu árið 1956 er íslendingar tóku mun ein- arðari afstöðu gegn Sovétríkjunum hjá S.Þ. 109
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Sagnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.