Sagnir


Sagnir - 01.04.1986, Síða 10

Sagnir - 01.04.1986, Síða 10
Hverjir tóku þátt í hernaði . . . Hermenn í vígahug. Mynd á helgiskríni frá Valdres í Noregi. frá upphafi 13. aldar. Fylgdarmenn voru oft af góðum ættum og dvöldust gjarnan á heimili höfðingjans eða voru þar jafnvel heimilisfastir. A. m. k. virðast „heima- menn“ Þórðar kakala hafa verið ein- hvers konar fylgdarmenn því að í Flóabardaga voru á skipi hans „heimamenn hans ok mannval, er honum þótti knáligast. Á hvert skip setti hann heimamenn sína, þá er hann trúði vel.“8 Hver höfðingi lagði kapp á að koma sér upp sveit manna sem ýmist dvöldust hjá honum eða á búum sín- um (ef þeir áttu einhver) en voru alltaf tiltækir ef á þurfti að halda. Slíkar sveitir gætu vel hafa talið nokkra tugi manna. Þegar Þórður kakali fór í her- för til Vatnsdals árið 1243 hafði hann 54 menn sem hafa sennilega flestir verið einhvers konar fylgdarmenn þótt ólíklegt sé að þeir hafi allir fylgt honum að staðaldri.9 í Skagafirði virðast flestir fylgdarmenn aftur á móti vera heimilisfastir hjá höfðingja sínum en þá um leið eitthvað færri en hjá Þórði.10 Erfitt er þó aö fullyrða um það með vissu en hitt er Ijóst að skipulag fylgdarmannasveita gat ver- ið með ýmsum hætti (sbr. að sumir fylgdarmanna Þórðar voru kallaðir „gestir'j. Mestu máli skiptir þó að fylgdar- menn og aðrir nánir stuðningsmenn höfðingja úr stétt betri bænda, voru sá hópur manna sem var mikilvæg- astur í hernaði Sturlungaaldar. Venjulegur vopnabúnaður þessara manna hefur verið sverð eða öxi, spjót, stálhúfa (hjálmur), brynja og skjöldur eða buklari (lítill kringlóttur skjöldur). Þessi búnaður var miklu dýrari en svo að venjulegur bóndi gæti eignast hann. Hinsvegar áttu flestir eða allir höfðingjar vopnabúr svo að þeir gætu vopnbúið menn sína.11 Yfirburðir þessara stríðsmanna sjást einna best af atburði sem átti sér stað árið 1242 en þá kom Þórður kakali með rúmlega 200 menn niður í Árnesþing en Árnesingar söfnuðust saman til varnar í Skálholti og höfðu um 700 manna her.12 Þrátt fyrir mik- inn liðsmun bjóst Þórður til atlögu sem varð þó ekki af vegna milligöngu biskups og var komið á sáttum þar sem Árnesingar lofuðu að berjast ekki gegn Þórði þar til Gissur kæmi til, en hann var þá erlendis.13 Að vísu má telja það útlátalaust af hálfu Árnesinga að lofa að berjast ekki gegn Þórði en engu að síður er það afar undarlegt að þeir skyldu ekki verja hérað sitt með öðrum hætti. Þar sem þeir höfðu þrefalt meira lið, hefðu þeir að öðru jöfnu átt að eiga alls kostar við Þórð. En Þórður sjálfur hefur metið stöðuna þannig að hann bjóst til bardaga og þóttist eiga ein- hverja möguleika gegn bændum. Af þessu er ekki hægt að draga aðra ályktun en þá að lið Þórðar hafi verið talið mun betra en lið Árnesinga. Ástæöur þess eru reyndar nokkuð augljósar. Árnesingar voru forustu- lausir - Gissur var í útlöndum og staðgengill hans, Hjalti biskupsson, hafði stokkið norður í Skagafjörð.14 Forustuleysið er þó ekki einhlítt til skýringar. Jafn miklu eða meira máli hefur skipt að áður en Hjalti fór norður, hafði hann safnað liði og tók það allt með sér. Ætla verður að i þeim flokki hafi verið allir helstu víga- menn Árnesinga og fylgdarmenn Gissurar og hafi þeir því verið fjarri góðu gamni í Skálholti. Aftur á móti hafði Þórður með sér alla helstu fylgdarmenn sína og aðra stuðnings- menn þá er helst mátti ætla aö hefðu vanist hermennsku. Af fundinum í Skálholti getum við því séð hvert reg- indjúp var staðfest milli þeirra sem lögðu stund á hermennsku og al- mennings. Illa vopnaður almenningur hefur átt lítið erindi í hendur þessara vígamanna og því orðið ófúsari í hernað og höfðingjar kannski ekki sótt eins fast að hafa hann með. í stað þess brugðu þeir oft á það ráð að hafa smærri en betri herflokka, hentugri til skyndiaðgerða og hleypi- fara. Þessirflokkar voru ekki ósvipað- ir sveinaliði síðmiðalda eða gegndu a. m. k. svipuðu hlutverki. Umskiptin á 13. öld voru sem sagt fólgin í því að vel vopnaðar og þjálf- 8 SAGHIR
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Sagnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.