Sagnir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Sagnir - 01.04.1986, Qupperneq 15

Sagnir - 01.04.1986, Qupperneq 15
Guðmundur góði er eitt af kunnari fyrirbærum íslandssögunnar. Hann gegndi embætti Hólabisk- ups á öndverðri 13. öld, nánar tiltekið 1203—1237. Hær alla biskupstíð sína átti hann í erjum við veraldlega höfðingja, og beið yfirleitt lægri hlut. Samúð hans með fátæklingum og ölmusumönn- um ávann honum hins vegar mikla hylli alþýðu, enda er hann fyrirferðarmikil þjóðsagnapersóna. Guðmundur var óumdeilanlega fyrirferðarmikil persóna á 13. öld, en menn deila um það hvort barátta hans hafi skipt sköpum í þróun til aukinna áhrifa kirkjuvalds og konungs á 13. öld. Hér er ætlunin að rekja þá sögu og reyna að leggja mat á þátt Guðmundar í auknum áhrifum erlends kirkjuvalds á íslandi. s A 1. Xtök Guömundar og höföingjanna hófust aö marki áriö 1205, fjórum árum eftir aö Guðmundur var valinn í biskupsembætti. Kolbeinn Tumason, höfðingi Skagfiröinga, og Guömund- ur deildu um hvor þeirra ætti aö dæma í fémáli prests nokkurs. Mál- inu „lauk meö því að Kolbeinn lagði það undir dóm biskups, en hélt þó sættina illa“.1 Ári seinna blossuðu deilumar upp aftur og fékk biskup ey- firska höfðingja ásamt Kolbeini á móti sér. Þessu máli lyktaði einnig meö því aö Eyfirðingarnir seldu biskupi sjálfdæmi, en Kolbeinn sættist á aö málum yröi skotiö til erkibiskups.2 Af því varð þó ekki. Áriö 1208 söfnuöu höföingjar liði og fóru til Hóla að heyja féránsdóm í málinu. Þeim leiðangri lauk meö Víöinesbardaga. Þar hrós- aöi biskup sigri, Kolbeinn féll og fylg- ismenn hans flúðu. Viö þetta vildu höfðingjar ekki una, fóru til Hóla áriö 1209 meö liðsafnað og ráku Guðmund af staðnum. Arnór Tumason og Sigurður Ormsson sett- ust þar um kyrrt og tóku við rekstri staðarins.3 Áriö 1211 fór Þórir erki- biskup í Niðarósi aö blanda sér í málið. Hann sendi bréf til íslands og stefndi til sín Guðmundi biskupi og sex höfðingjum. Tveir höfðingjanna hlýddu utanstefnunni svo víst sé. Guðmundur fór utan árið 1214 og kom ekki aftur fyrr en árið 1218.4 Þá setti hann upp skóla á Hólum og jafn- framt safnaðist að honum fjöldi um- komuleysingja og lausalýðs. Arnór Tumason rak biskup þá enn frá staðnum, líklega vegna þess að hann taldi fjármálastjórn hans komna í óefni og einnig hefur hann e. t. v. ótt- ast að biskup væri að koma sér upp velviljaðri og undirgefinni prestastétt með skólahaldinu.5 Saga Guðmund- ar einkenndist næstu árin af flækingi um landið og fylgdi honum oftast flokkur lausalýðs sem var bændum mikill þyrnir í augum. Þetta náði há- marki árið 1222 þegar menn biskups drápu Tuma Sighvatsson; þeir feðgar, Sighvatur og Sturla, hefndu þá fyrir með aðför að Guðmundi og linntu ekki fyrr en þeir höfðu komið honum úr landi. Guðmundur kom enn til baka árið 1226, en friður komst á um 1233, víst mest fyrir áhrif erkibisk- ups. Guðmundur var þá orðinn gam- all og vesall, hafði enda verið á ver- gangi mestan hluta biskupstíðar sinnar. Pólitískar og hugmyndalegar rætur Deilur Guðmundar og höfðingja sner- ust í upphafi um rétt kirkjunnar til að dæma í málum eigin þjóna. Þessi krafa var nýmæli á íslandi, en í góðu samræmi við erlendan tíðaranda: Á seinni hluta 12. aldar var krafan um dómsrétt kirkjunnar í klerka- málum sett fram í páfabréfum til norska erkibiskupsstólsins . . . og í deilum Sverris konungs við kirkj- una á síðustu áratugum 12. aldar var þessi krafa eitt megindeiluefn- ið. Hér sýnist því vitlegast að taka þá afstöðu að á tímum Guðmundar Arasonar hafi norska kirkjan talið sér dómsrétt I klerkamálum og því er sennilegast að Eiríkur erkibisk- up í Niðarósi hafi falið Guðmundi Arasyni í erindisbréfi . . . árið 1203 að fylgja eftir þessu réttindamáli kirkjunnar hér á landi. . .6 Þegar í upphafi bar á undanláts- semi af hálfu höfðingja, öfugt við það sem í fljótu bragði hefði mátt ætla. Kolbeinn Tumason seldi Guðmundi fyrst sjálfdæmi og næst sættust þeir á að leggja mál sín í dóm erkibisk- ups, þótt Kolbeinn hafi naumast get- að vænst þess að dómur hans yrði sér í hag. Helgi Þorláksson telur or- sökina fyrir þessari linkind vera að finna í breyttum aðstæðum í Noregi, þar sem sættir höfðu loks náðst milli veraldlegs valds og kirkjunnar. Hann bendir einnig á að kirkjan hafði nú aukið áhrif sín meðal almennings, svo að nálgaðist trúarvakningu undir lok 12. aldar.7 Þar að auki hafi höfð- ingjarnir sennilega vænst þess að ná einhverri málamiðlun við Guðmund með því að bregðast ekki hart við kröfum hans.8 En hvernig sem því er varið, tóku vandræðin aðra stefnu. Ekki varð af því að erkibiskup skæri úr málum, og harka færðist í leikinn með Víðinesbardaga og falli Kol- beins. Guðmundur færði sér tíma- bundna yfirburöi í nyt og lagði fégjöld á fylgismenn Kolbeins og innheimti með ofbeldi. Þar með var komin upp ný hlið á málunum: „Með því að leggja sektargjöld á bændur og draga þau saman gekk biskup inn á vald- svið héraðshöfðingjans, sérréttindi hans eða frelsi hans.“9 Þetta gátu höfðingjar ekki liðið og þess vegna dró til Hólabardaga 1209. Eftir bardagann dæmdu andstæð- ingar biskups bæði lærðum og leik- um að greiða gjöld fyrir að veita biskupi fulltingi. Þannig var því hafnað, að lærðir menn lytu kirkju- legu dómsvaldi og eftir þetta verður þess ekki vart í frásögn Sturlungu né Guðmundarsagna, að biskup SAGHIR 13
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.