Sagnir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Sagnir - 01.04.1986, Qupperneq 38

Sagnir - 01.04.1986, Qupperneq 38
Helmingarfélög hjóna Kóngi hefur því verið kunnugt um að ættir hafi samið sín á milli um annars konar félög milli hjónaefna en þau sem lögbókin sagði til um, en það hljóta að vera hjónafélög Jónsbókar. í Fornbréfasafninu eru líka prent- aðar réttarbætur sem sérstaklega snúast um „félagsgerð hjóna“ eins og það var nefnt, en þær eru ekki með í Jónsbókarútgáfunni 1904 sem oftast er vísað til. Réttarbótin, sem talin er vera frá 1306, gilti bæði á ís- landi og i Noregi.30 Magnús Már Lár- usson bendir á að hún sé merkileg fyrir þá sök að hún leiði í Ijós hvað giftingarmálin hafi snúist um í upphafi 14. aldar. Samningamál og formsat- riði voru það sem máli skipti.31 Af upphafsorðum réttarbótarinnar 1306 sést að óljóst hafi þótt hvaða lög giltu um félög hjóna. Því er reynt að bæta úr og sagt að sá skilmáli sé gildur sem gerður sé á brúðkaupsdegi, hvort heldur sem er „félag eða til- gjöf“. Sé konan gift með frænda ráði, megi hjónin gera með sér helmingar- félag þegar þeim fæðist börn. Skulu allar þeirra eigur leggjast í félagið. Eigi þau óuppkomin börn hvort í sínu lagi, verði að fá samþykki fyrir gerð helmingarfélags hjá þeim skyld- mennum sem næst standa til arfs eft- ir börnin. Það er því skýrt að séð var til þess að ættingjar og erfingjar yrðu ekki hlunnfarnir við stofnun helming- arfélags. Ekki er talið víst að réttarbótin frá 1314 hafi gilt á íslandi.32 í henni er enn fastar að orði kveðið um réttindi erfingjannaen í þeirri frá 1306. Bann- að var að gera helmingarfélag ef ann- að hjóna átti börn í ómegð. Og þótt hjónin ættu börn saman, urðu næstu löglegir erfingjar barnanna að vera viðstaddir gerð helmingarfélagsins og samþykkja það, ef bæði faðir þeirra og móðir féllu frá. Greinilegt er af bréfunum í Forn- bréfasafninu að mið hefur verið tekið af einhverri af réttarbótum Hákonar konungs.33 Form samninganna og til- vísanir benda til að það sé sú frá 1306, og líklegt að hún sé lögð til grundvallar helmingarfélögunum á tímabilinu sem hér um ræðir, eða fram á miðja 16. öld. Dæmin sþanna tímann frá öndveröri 15. öld til uþþ- hafs þeirrar 16., og í einu bréfanna er látið svo um mælt að réttarbót virðu- legs herra Hákonar kóngs hafi „ævin- lega fyrir lög gengið".34 í dómsúr- skurði frá 1559 eru gild lög um hjú- skaparmál talin upp. Þar á meðal er vísað til réttarbótar Hákonar kon- ungs,35 og er það nær samhljóða þeirri frá 1306. Ekki er gott að segja til um hvort helmingarfélögin hafi tekið við af hjónafélögum Jónsbókar, eða hvort bæði formin hafi tíðkast samhliða. Gæti verið að hjónafélögin hafi ekki þótt fýsileg, eða hefur ekkert varð- veist um þau? Því verður ekki svarað hér. Aðeins fá ár liðu frá því Jónsbók var lögtekin og þar til réttarbæturnar komu fram. Dæmin eru þó flest öld- inni eldri eða meira. Samanburður á hjónafélögunum og helmingarfé- lögunum getur etv. sagt eitthvað um hræringarnar í samfélaginu á þess- um tíma. En hver var munurinn? Helmingar- félögin voru nátengd hagsmunum erfingjanna. Öðru máli gegndi um hjónafélögin. Það var á valdi karlsins hvort af hjónafélagi yrði og hvorki háð samþykki erfingjanna né konunnar.36 Með réttarbótunum urðu helmingar- félagssamningar ættanna lagalega viðurkenndir og nákvæmlega fyrir- skrifað hvernig þeir ættu að fara fram. Tvær lögformlegar leiðir til að stofna félög með hjónum urðu færar í stað einnar. Áður höfðu ættir að vísu get- að samið sín á milli um helmingarfé- lög, eins og dæmin úr Sturlungu sýna. Áhrif erfingjanna voru líka tryggð yfir helmingarfélögunum sem hjón gerðu með sér sjálf. Af flestum samningunum að dæma, stóð það nokkuð í valdi giftingarmanns kon- unnar hvort hún yrði „málakona" eða „helmingarkona" 37 Þegar Finnbogi lögmaður og Sumarliði Eiríksson giftu börn sín, Guðríði og Svein, segir þó í bréfinu að þeir hafi ákveðið helm- ingarfélagið.38 Þarna er ekki að sjá sem konurnar sjálfar ráði miklu um. í þeim fáu dæmum sem eru í Forn- bréfasafninu um helmingarfélög sem gerð eru á búskaþarárunum kemur fátt fram um samningana. í alþingis- dómi um helmingarfélag Þorvarðar Loftssonar og Margrétar Vigfúsdóttur er staðfest að þau hafi farið áð lögum. Þau hafi þegar eignast skilgetin börn og jafnframt er vísað í landslög um að engin kona megi synja karli sínum um félag.39 Ákvörðunarréttur kvenna um eignafyrirkomulag í eigin hjóna- bandi breyttist því ekkert lagalega með tilkomu helmingarfélaganna. Erfingjarnir fengu hins vegar at- kvæðisrétt. Ráðstöfunarréttur hjóna yfir eign- unum verður með nokkuð öðru sniði í helmingarfélögum en hjónafélögum, þó svo að ekkert komi fram um með- ferð eignanna í réttarbót Hákonar um helmingarfélög. Eiginmaður varð lög- ráðandi eiginkonu sinnar við giftingu samkvæmt Jónsbók, og réð öllum hennar eignum hvort sem það var séreignarsamningur eða hjónafélag. Konan hafði aðeins þann varnagla að hann mátti ekki flytja fé hennar af landi brott gegn vilja hennar, né fyrir- gera því.40 Eiríkur konungur Magnús- son setti réttarbót við Jónsbók um eignir hjóna árið 1294 og sagði þar ma.: Eigi skal bóndi selja eignir hús- freyju sinnar eða þær sem þau eiga bæði saman utan samþykkis hennar, nema full nauðsyn gangi til og þá með skynsamra manna ráði.41 Þetta ákvæði hefur líklega haft tölu- verð áhrif á eignameðferð hjóna í helmingarfélagi. Þar áttu þau allar eigur sameiginlega, en ekki sitt hvora séreignina innan félagsins og aðeins búsaukninguna sameiginlega eins og gert var ráð fyrir í hjónafélögunum. Samningar gátu gengið til baka ef ekki var hægt að sanna samþykki konunnar. Um 1420 lét Þorleifur Árnason td. ógilda sölu á hálfri jörð sem Vatnsfjarðar-Kristín, eiginkona hans, átti að erfa eftir móður sína. Faðir hennar hafði selt jörðina án samþykkis konu sinnar og dæmt var á grundvelli helmingarfélagssamn- ings þeirra.42 í dómnum er vísað til réttarbótar Hákonar konungs og efn- islega rakin fyrrnefnd réttarbót Eiríks. Það bendir til að tengsl hafi verið milli þessara ákvæða í raun. Þarna sést einnig hvernig einskonar miðjuskiþt- ing hefur verið á jörðum, sem helm- ingarfélög voru gerð um. Við arfa- skipti er oft talað um að einhver hafi erft „alla hálfa jörðina".43 Hvernig Ing- unn og Steindór leiðréttu „fjárskakk- ann“, sem getið var í upphafsorðum greinarinnar, er dæmi um þessa skiptingu. Má segja að konur í helm- 36 SAGHIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.