Sagnir


Sagnir - 01.04.1986, Side 65

Sagnir - 01.04.1986, Side 65
Drepsóttir Jarðeigandi og leiguliði. Hér erjörð handsöluð lil leigu með suofelldum orðum: .Ek byggerþier iord mína er heiler aa... lil slikrar leigu sem ai Jornu hefer uerii. " Samkuœmi orðanna hljóðan hafu landskuldir ekki enn lœkkað i kjölfar Plágunnar miklu. en myndin er úr Jónsbókarhandrili frá þuí um 1400. Pestin í Noregi og á íslandi Það er freistandi að bera saman áhrif pestarinnar í Noregi 1349-51 og Plágunnar miklu á íslandi 1402-04. Norskur læknir, Lars Walloe, held- ur því fram í grein, sem hann ritaði í Historisk Tidsskrift 1982, að 40-50% Norðmanna hafi dáið í Svartadauða og pestin hafi síðan orðið landlæg í Noregi eins og öðrum löndum Evr- ópu. Það hafi þýtt, að faraldur hafi blossað upp um það bil tíu sinnum á öld til jafnaðar og þaö eitt hafi dugað til þess að halda fólksfjölda niðri í Noregi fram undir 1700.17 Walloe hef- ur raunar verið gagnrýndur óvægi- lega í Noregi fyrir að einblína á pest sem einu orsök þess, að það tók Norðmenn margar aldir að ná aftur þeirri höfðatölu, sem var fyrir Svarta- dauða. Þar hafi fleira komið til, t. d. loftslagsbreytingar, félagslegar að- stæður og breytt verslunarskilyrði.18 Noregur mun hafa verið orðinn of- setiö land þegar á fyrri hluta 14. aldar og yfirbygging á landbúnaði mikil. Loftslagsbreyting, sem varð um svip- að leyti, kom því mjög hart niður og pestin rak smiðshöggið á. Stjórnarfar í gamla norska ríkinu byggðist að miklu leyti á lágaðlinum, sem annað- ist stjórnsýsluna, en hann átti allt sitt undir landbúnaði. Þegar fólkið hrundi niður í pestinni og jarðirnar fóru í eyði, lækkuðu landskuldirnar og þar með tekjur þeirra, sem eftir lifðu af þessum aðli. Þeir færðust þar með niður í stétt venjulegra bænda og urðu að strita sjálfir á búum sínum í stað þess að hirða afraksturinn af vinnu leiguliða eins og áður. Danskur aðall tók smám saman við stjórnsýsl- unni og miðstöð hennar fluttist til Kaupmannahafnar. Lífskjör alþýðu manna bötnuðu aftur á móti, því að nægilegt landrými var fyrir þá, sem lifðu af pestina.19 En Norðmönnum fjölgaði mjög hægt eftir Svartadauða og þeir voru ekki búnir að ná sömu höfðatölu og fyrir pestina fyrr en um 1700 eins og greint var frá hér að framan, þótt talið sé, að Noregur hefði getað brauðfætt mun fleira fólk.20 Á íslandi ýtti fyrrnefnd loftslags- breyting, ásamt auknum skreiðar- markaði í Evrópu, undir breytingar á atvinnuháttum og þar eð pest gat ekki orðið landlæg hér af líffræðilegum or- sökum, fjölgaði þjóðinni tiltölulega fljótt upp í það, sem verið hafði fyrir 1402. Afleiðingar mannfallsins í pest- inni urðu því ekki eins geigvænlegar hér á landi og í Noregi, þegar til lengri tíma er litið. En landið bar ekki nema takmarkaðan fjölda fólks meðan landbúnaður var aðalatvinnuvegur- inn og þjóðinni gat ekki fjölgað fram yfir það. Öfugt við það, sem varð í Noregi, voru langflestir höfðingjar áfram inn- lendir og íslendingar voru býsna sjálf- stæðir gagnvart konungsveldinu danska, allt þar til floti þess var orðinn það sterkur, að konungur gat farið aö beita hervaldi. Niðurstaðan virðist því vera, að pestin hélt fólksfjölda í skefjum í Nor- SAQMIR 63
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.