Sagnir - 01.04.1987, Qupperneq 10

Sagnir - 01.04.1987, Qupperneq 10
VARNARAÐGERÐIR WSBmZ-M Á seinni helmingi 18. aldar ríkti vel- megun í Danmörku undir stjórn hins upplýsta einveldis, en velmeg- un er jafnan forsenda þess að mann- úðarstefna skjóti rótum. Dönsk stjórnvöld tóku því að íhuga hvað verða mætti fátækari hlutum ríkis- ins til framdráttar. Viljinn til að stuðla að framförum íslands kemur fram í tilraun til uppbyggi'gar iðnaðar (Innréttingarnar), tilraun til að efla sjávarútveg (konungsút- gerðin) og tilskipunum sem hvöttu til framfara í landbúnaði. Þar má nefna „þúfnatilskipunina” frá 1776, en með henni voru bændur skyld- aðir til að slétta tún, hlaða garða og rækta kál og kartöflur. Útsæðið var gefið og verðlaunum heitið fyrir góða frammistöðu. Öll þessi fram- faraviðleitni gekk þó brösulega, svo ekki sé meira sagt, og hættan á hungursneyð vofði því enn yfir ís- lendingum. Vilji stjórnvalda Við þetta varð ekki lengur unað. Hungrið skyldi gert útlægt úr ríki Danakonungs. Að því miða konung- legar tilskipanir um tilhögun ein- okunarverslunarinnar frá árunum 1763, 1776 og 1779. Þær áttu að tryggja eftirfarandi: — Að fátæklingar gætu fengið lánaðar nauðsynjar í harðæri. — Að kaupmenn og sýslumenn kæmu sér saman um að tak- marka útflutning á matvælum eftir aðstæðum. — Að á harðindatímum gæfu ís- lenskir embættismenn kaup- mönnum skýrslur um þarfir fá- tæklinga sem farið yrði eftir við lánveitingar.17 Með þessu átti að afstýra, eða að minnsta kosti draga úr mannfalli í harðæri. Við fyrstu sýn virðist að þessar ráðstafanir hefðu átt að koma að miklu gagni. Vilji stjórnvalda sýnist hafa verið framkvæmanlegur þar sem flutninga- og dreifingarkerfið var þegar fyrir hendi. Með sam- ræmdum aðgerðum áttu embættis- menn og kaupmenn að geta stór- aukið fæðuframboðið með því að stöðva fiskútflutning og skipta um- framforðanum milli fátækra. Um framkvæmdina fór þó margt öðruvísi en ætlað var. Kerfið var þungt í vöfum og reyndist ekki, jafnvel í „venjulegu” harðæri, fært um að seðja hungur fátækra. Móðu- harðindin settu því stjórnvöld í stóran vanda, því þau voru annað og meira en venjulegt harðæri. Gras jarðarinnar Fyrst fellur grasið, svo skepnurnar, hesturinn fyrst, svo sauðurinn, svo kýrin, svo húsgangurinn, svo bónd- inn, svo konan, svo barnið, svo hundur- inn, svo kötturinn ... (Ú r Skugga-Sveini) Hefði eldgosið í Lakagígum orðið tveim mánuðum fyrr - eða síðar, hefðu afleiðingar þess orðið smá- vægilegar, miðað við það sem varð. Um miðjan júní olli gjóskan frá eld- inum þeim skaða sem ekki varð bættur. „Gras jarðarinnar, sem þá var í lystilegasta vexti, tók nú að fölna og falla.”18 Gjóskan barst víða og eitraði gras og spillti heyjum, einkum í Skafta- fellssýslum og á Norðurlandi. Mjólkurnyt dróst þegar saman og fé tók að falla af völdum eitursjúk- dóma. Norðlendingar máttu síst við þessu áfalli, því þar var þá kuldi og grasleysi fyrir. Það var þá öllum hulið ... Móðuharðindin hafa verið kölluð ægilegust af íslands plágum, og víst er að fáir atburðir sögunnar hafa orðið fólki jafn djúpstætt og lang- varandi íhugunarefni. Þó er það í- myndunaraflinu næstum um megn, tvöhundruð árum síðar, að draga upp mynd af þúsundum íslendinga, dauðvona af hungri. HUgur nútíma- mannsins vill helst hafna þessari sýn; hann leitar þess í stað að leið út úr vandanum - og finnur hana. Lausnin blasir við! Þegar ljóst var að hverju stefndi áttu íslenskir bændur að gera skjótar ráðstafanir til að afstýra hungursneyð. Þeir áttu að smala og slátra fé sínu um mitt sumar 1783 og birgja sig upp af mat til tveggja ára. Aðgerðarleysi þeirra varð aðeins til þess að skepn- urnar féllu úr hor, engum til gagns og þúsundir tonna af mat fóru for- görðum. Veigamesta ástæðan fyrir því að þessi leið var ekki farin mun vera hugarfarsleg. Að skera niður var að varpa frá sér sjálfum lífsgrundvell- inum, og trúnni á forsjá guðs um leið. Val bænda stóð jafnan milli þess að dæma sjálfa sig til fátæktar eða taka áhættu og setja á guð og gaddinn. Síðari kosturinn var lands- vani frá fornu fari. Til að bregða út af þeim vana hefði þurft sjaldgæfa hugkvæmni og dirfsku. Enginn var duglegri né úrræðabetri að afla matbjargar en Jón Steingrímsson. Jafnvel hann sá þó ekki hagkvæmni þess að slátra fé um mitt sumar - fyrr en eftirá. Það var þá öllum hulið, sem best var, að skera það niður sér til bjargar, meðan hold var á því og til þess náðist.19 Áður en yfir lauk fengu fleiri að reyna að það er auðvelt að vera vitur eftirá. 8 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.