Sagnir - 01.04.1987, Side 69

Sagnir - 01.04.1987, Side 69
nægar vörubirgðir til sölu jafnt vetur sem sumar. Hann skyldi bera fjórðung kostnaðar og njóta arðs í sama hlutfalli af verslun og út- gerð.30 Verslunarrekstur Surbecks var sérlega illa þokkaður af Eyjamönn- um. Kærðu þeir til höfuðsmanns árið 1583 yfir dýrtíð og höftum, sem þróuðust í skjóli konungsversl- unarinnar. Háu verðlagi á inn- fluttri vöru, miðað við annars staðar á landinu, en fiskverði haldið niðri. Konungsfulltrúi búinn að taka ýmsar hefð- bundnar nytjar undan eyja- jörðunum og þeim bannað að róa á eigin vegum. Telja þeir sig svo hart leikna að haldist þessar álögur og harðræði, sjái þeir ekki annað en að Vest- mannaeyjar fari nær í eyði.31 Mestöll viðskipti eyjamanna voru lánsverslun, eins og venja var í landinu, en þeir fengu eingöngu að versla í svonefndu einkaupi (smá- sölu), en ekki hundraðskaupi (heild- sölu) og olli þetta hærra vöruverði en annars hefði orðið.32 Yfirgangur kaupmannanna var með ólíkindum. Sést það m.a. á dómi frá árinu 1628, þegar dæmdur var af aukahlutur sem settur hafði verið á konungsbátana „án alls réttar og löglegrar skyldu.”33 Tómur, eins og aukahluturinn var nefndur, átti að koma upp í útgerð- Tilvísanir 1 íslenzktfombréfasafn IV (Kh. 1897), 324-325; Björn Þorsteinsson: Enska öldin í sögu íslendinga (Rv. 1970), 55. 2 Björn Þorsteinsson: „Hvers vegna ekkert atvinnuskipt þéttbýli á Is- landi á miðöldum?” Landnámlngólfs. Nýtt safn til sögu þess. 2 (Rv. 1985), 132. 3 Páll Eggert Ólason: Menn og menntir III (Rv. 1924), 72. 4 ísl. fombréfasafn X (Rv. 1911-21), 711-712. 5 JónJ.Aöils.EinokunarverzlunDanaá íslandi 1602-1787 (Rv. 1919), 11; Sigfús M. Johnsen: Saga Vestmanna- eyja II )Rv. 1946), 167. 6 ísl.fombréfasafn VI (Rv. 1900-1904), 702-705. 7 Jón J. Aðils, 28. 8 ísl.fombréfasafnXl(Rv. 1915-1925), 180-182. arkostnað konungsbátanna. Við- gekkst hann þó ennþá tæpum 30 árum seinna.34 Ekki var framkvæmdum í þágu byggðarlagsins fyrir að fara. Kaup- mannsþjónar höfðu yfir góðum húsakynnum að ráða fyrir sig og verslunina, en annað var látið dankast. Báta þurfti þó að endur- nýja, en ekki fóru Danir í ævintýra- legri útgerð en með tólfæringa. Hafa þeir gert sig ánægða meðan afraksturinn, sem vitaskuld fór allur beint í eyðsluhít lénsherranna, var viðunanlegur. Til var þó maður sem ekki lét dönsku kaupmennina kúga sig. Var það séra Ormur Ófeigsson annar Eyjaprestanna. Þótti prestur sýna kaupmönnum hina mestu fyrirlitn- ingu og kærðu þeir hann, árið 1607. Var hann sakaður um margs konar óhæfu í embætti, launverslun og skuldseigju við verslunina. Gekk hann svo langt í að sýna vanþóknun á kaupmönnum, að hann vék sér eitt sinn að matreiðslumanni þeirra við vinnu sína og tók út „sine hemme- lige ting” og pissaði á hann.3S Varla er hægt að mæla yfirgangi prests- ins bót, en ósjálfrátt hvarflar að manni að fleiri hefðu mátt vera virkari í baráttunni gegn kúgun hinna dönsku. Að lokum Það var engin tilviljun að verslun- arkandídatar konungs fengu að 9 Gísli Gunnarsson: Monopoly Trade and Economic Stagnation: Studies in the Foreign Trade of Iceland 1602- 1787 (Lund 1983), 154. 10 Páll Eggert Ólason, 72. 11 Páll Eggert Ólason, 72. 12 Páll Eggert Ólason, 5-33. 13 JönJ. Aðils, 31-39. 14 ísl. fombréfasafn, XII (Rv. 1923- 1932), 476-477. 15 ísl.fombréfasafn XII, 350. 16 ísl.fombréfasafn XII, 476-477. 17 ísl. fombréfasafn XIII (Rv. 1933- 1939), 593. 18 ísl. fombréfasafn XIV (Rv. 1944- 1949), 79-80. 19 ísl.fombréfasafn XV (Rv. 1947-1950), 389-390 og 395-398. 20 Sigfús M. Johnsen, 183-184. spreyta sig í Vestmannaeyjum eftir ófarirnar með landið allt. Þarna voru til staðar náttúruauðlindir og samfélag sem allt átti undir léns- herra að sækja. Einangrun Eyjanna hefur vafa- laust haft sitt að segja um afskipta- leysi íslenskra ráðamanna sem virðast ekki hafa séð neitt athuga- vert við vetursetu og valdníðslu hinna útlendu kaupmannsþjóna á staðnum. Hefir þeim ef til vill þótt skömminni skárra að hafa þar kon- ungsmenn en Englendinga, enda sýnilega lítil hætta á óæskilegum framförum í sjávarútvegi á staðn- um. Þeir hafa jafnvel ekki talið Eyjarnar innan afskiptasvæðis síns þar sem þær voru í eigu konungs- valdsins. Að öllum líkindum hafa lands- menn ekki gert sér grein fyrir því að þarna var rekin tilraunastöð, sem þjálfaði danska einokunar- kaupmenn í því að kanna og reyna hvað langt væri hægt að ganga á hlut þeirra. Eyjarnar var nokkuð auðvelt að verja fyrir óviðkomandi ágangi og koma í veg fyrir að þeir sem sóttu hinn eftirsótta sjávarafla á miðin færðu hann ekki í „réttan” stað. Þeir höfðu því æfinguna þegar hinni illræmdu kaupsvæðaverslun var komið á í landinu. Að fenginni reynslu í Vestmannaeyjum, hafa kaupmenn talið að þetta væri hentugur og arðbær háttur til að reka íslandsverslun. 21 Sigfús M. Johnsen, 83-84. 22 Jón J. Aðils, 47-49. 23 Páll Eggert Ólason, 121-124; Sigfús M. Johnsen, 185-189. 24 Sigfús M. Johnsen, 190. 25 Páll Eggert Ólason, 124-125. 26 Gísli Gunnarsson, 53-54. 27 Jón J. Aðils, 261. 28 Jón J. Aðils, 121. 29 Gísli Gunnarsson, 55-56; Jón J. Aðils, 132. 30 ísl.fombréfasafn XV, 389-390. 31 Alþingisbœkuríslands 11(1582-1589), 32-34. 32 Jón J. Aðils, 121. 33 AlþingisbœkurV (1620-1639), 166. 34 Alþingisbœkur VI (1640-1662), 310- 311. 35 AlþingisbækurIV (1606-1619), 60-67. SAGNIR 67

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.