Sagnir - 01.05.1991, Qupperneq 10

Sagnir - 01.05.1991, Qupperneq 10
Bylgja Björnsdóttir Geng ég þá ekki skrefi lengra en mannfræðingarnir, þegar ég fjalla um Guðmund ríka sem sögulega staðreynd? Þar sem Guðmundur ríki er víða nefndur í íslendinga- sögum,11 er hugsanlegt að sagan af þessum volduga höfðingja hafi seint gleymst og gengið kynslóð fram af kynslóð. Hún gæti vel verið sönn, samt sem áður er ekki hægt að fullyrða neitt um það. Höfundar 13. aldar lýsa sam- skiptum Guðmundar við þing- menn sína, og hvernig honum tókst að verða svo voldugur, að seinni tíma sagnfræðingar hafa spurt hvort hann hafi átt fleiri en eitt goðorð. Samskipti Guðmundar við þingmenn sína má fella inn í kerfi mannfræðinga, og mun ég gera það til þess að sýna muninn á honum og síðari tíma höfðingjum. Hvort sem Guðmundur hefur verið til eða ekki, þá er tilgangur minn að sína, að þessi fyrsti valda- samruni sem lýst er í bókum er annars eðlis en sá sem síðar varð. Samruni goðorða á Í2. öld Goðorð hér á landi voru 39 skv. Grágás, fylgismenn goða voru kall- aðir þingmenn hans. Heimildir sem lýsa 12. öld benda til að mönnum hafi verið frjálst að velja sér goða og sömuleiðis mátti goði vísa bónda frá sér. Af þessu má því sjá að goðorð var ekki landfræði- lega afmarkað, heldur náði yfir ákveðinn fjölda heimila. Þó hljóta að hafa verið einhver takmörk fyrir því hvað bóndi gat valið sér fjar- lægan goða. Hlutverk goða var að halda uppi reglu í byggðarlaginu í kringum sig. Goðar héldu þing í heimabyggðum sínum, aðallega til þess að láta dæma í málum manna.12 Samband goða og þing- manna hans var því persónubund- ið. Goðar héldu þingmönnum sínum veislur og gáfu þeim gjafir til að tryggja stuðning þeirra. Goðar ferðuðust einnig mikið um yfirráðasvæði sitt. Það má því segja að hér á landi hafi verið margir smágoðar við völd. En hvenær skyldu goðorð hafa orðið landfræðilega afmörkuð? Gunnar Karlsson álítur að þróun goðavalds í átt til stórhöfðingja- valds örfárra ætta hafi fyrst orðið að einhverju marki í Skagafirði og Árnesþingi snemma á 12. öld eða jafnvel fyrr. Næst hafi hún orðið í Rangárþingi og á Austurlandi, lík- lega á síðari hluta 12. aldar. Laust eftir 1200 hafi síðan komist á sam- eining í Borgarfirði og litlu síðar í Eyjafirði og Þingeyjarþingi.13 Ymsir hafa reynt að leita skýringa á þessari þróun. Fræðimenn eru helst á þeirri skoðun að tckjur af höfuð- kirkjum hafi valdið mestu um valdaröskun 12. aldar.14 Menn eru þó ekki alveg sammála um það, hvar og hvenær þessi valdasamruni hafi byrjað en menn eru sammála um að það hafi verið á 12. öld. Björn Sigfússon hefur haldið því fram að sameining goðavaldsins hafi að mestu verið friðsamleg þróun og komist á eftir að íslend- ingar höfðu komist að því að þeir áttu greiðfært land. Þá hafi hverjum höfðingja smám saman verið falin víðlendari mannaforráð. Gunnar telur þessa skýringu vcra ágæta svo langt sem hún nái. En hann telur líklegast að valdasam- einingin eigi að miklu leyti rætur að rekja til þess að öflugri goðar juku áhrifasvæði sitt á kostnað ann- arra sem minna máttu sín.'3 En af hverju varð þessi þróun fyrst að marki á 12. öld? Venjulega hefur verið álitið að ófriður hafi Um Í220 var svo komið að fimm œttir réðu yfir mestum hluta landsins. Flestir höfðingjar á þeim tíma þurftu ekki að treysta á pers- ónusambönd sín við þingmenn sína, þar sem þeir réðu yfir ákveðnu af- mörkuðu svœði og allir á því svœði urðu að lútaþeim. 8 SAGNIR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Sagnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.