Sagnir - 01.05.1991, Page 72

Sagnir - 01.05.1991, Page 72
Eggwt Þór Bernharðsson Frumskógar samtímans Hugleiðing um heimildavanda og samtímasögu Atvinnuástand var óvcnju slæmt á íslandi undir lok sjöunda áratugar. Afþcim sökum skipaði forsætisráðherra atvinnumálanefndir í öllum kjör- dæmum landsins íjanúar 1969, sem höfðu m.a. það hlutverk að koma með tillögur til úrlausnar á vand- anum og skila til svokallaðrar „At- vinnumálanefndar ríkisins". Einn þeirra manna, sem sat í nefndinni er hafði málefni Reykjavíkur ti! umfjöllunar, greindi mér frá því fyrir nokkrum árum að til væri skýrsla sem fjallaði um atvinnu- erfiðleikana í höfuðborginni. Áhugi minn vaknaði þegar í stað, enda að sinna sögu Reykjavíkur á umræddu tímabili. Ég fór því á stúfana og reyndi að komast yfir hana. Þar eð skýrslan fjallaði um atvinnumál í Reykjavík fannst mér liggja beinast við að fara á Borg- arskjalasafn. Ekki fannst hún þar þrátt fyrir leit. Þá skundaði ég á bókasafn Alþingis, gerði ráð fyrir að löggjafarsamkundan hefði fengið hana. En því miður, engin skýrsla. Hins vegar var mér bent á að hugsanlega mætti reyna við fé- lagsmálaráðuneytið þar sem málefnið sncrti einstök sveitarfé- lög. Þar höfðu menn ekki hug- mynd um skýrsluna en vísuðu á forsætisráðuneytið. Og þangað fór ég, hefði kannski átt að byrja þar því nefndirnar heyrðu undir for- sætisráðherra. Reyndir starfsmenn Heimildir samtímasögufrceðingsins eru yfirleitt dreifðar um víðan völl. Pau eru ófá sporin sem liann þarf að stíga milli safna og ann- arra stofnana í leit sinni að bitastœðu efni. Vonandi vœnkast hagurinn þegar Pjóðarbókhlaðan verður tekin í gagnið. 70 SAGNIR

x

Sagnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.