Sagnir - 01.05.1991, Side 84

Sagnir - 01.05.1991, Side 84
Kristín V. Á. Sveinsdóttir mrw r& <í -Jt Útsaumaður dúkurfrá Skarðskirkju á Skarðsströnd. Dýrlingamyndir, gotneskt letur og bekkir með jurtamunstri í rómönskum og gotneskum stíl. nokkrir alveg einstakir á Norður- löndum. Um það bil 1700 munir eru varðveittir á söfnum, þar af um 1000 á Þjóðminjasafni íslands (1967). Flestir hlutanna eru frá 17., 18. og 19. öld. Frá miðöldum eru aðeins varðveittir 20 hlutir, þar á meðal fjalirnar frá Möðrufelli og Flatatungu og Valþjófsstaðahurðin. Algengast hefur verið að skera út rúmfjalir, kistla, lára, stóla, skápa, aska og öskjur. Jurtamunstrið er algengasta fyrirmyndin, eins er mikið notað letur og þá hið íslenska höfðaletur sem aðeins kemur fyrir í útskurði og var upp- haflega gotneskir bókstafir. Fíér- lendis sem annars staðar á Norður- löndum varð stílbreyting í listum við Kristnitökuna, þá varð leiðin grcið fyrir jurtaskreytingarnar sem leystu af hólmi gömlu dýraskreyt- * 1H mgarnar. Flestir munir hér frá „síð-vík- ingastíls“-tímabilinu eru taldir til- hcyra Flringaríkisstílnum. Þar cr að finna fyrstu akantusskreytin- garnar sem má rekja til skandina- vískra og enskra áhrifa. Urnesstíll- inn var einnig þekktur hér á landi. Mageröy nefnir þá undarlegu blöndu sem er að finna á Valþjófs- staðahurðinni og skreytingum frá Hrafnagili í Eyjafirði, þar sem dýr eins og t.d. vængjaðir drekar gegna veigamiklu hlutverki samhliða jurtaskreytingum. I Hrafnagils- skreytingunum telur Mageröy sig einnig finna nálgun við norska „stafkirkjustílinn".19 Kristján Eldjárn nefnir oft í skrifum sínum um íslenskan tré- skurð hve sterkt svipmót og sér- íslensk einkenni hann hafi og beri merki uppruna síns hvar sem hann fyrirfinnst. En hvað var það sem gerði hann svo íslenskan? íslenskur tréskurður er oftast nær sjálfum sér líkur, uppistaða skrautverksins er rómanskur teinungur, í nýjum og nýjum tilbrigðum, kynslóð eftir kynslóð, öld cftir öld. Þessi eftirlætisskrautjurt íslendinga hefur fest hér svo rammar rætur, að ekkert fékk haggað henni allt til loka þjóðlegs tré- skurðar um 1900.... Höfða- letrið og rómönsku teinung- arnir eru sterkustu einkennin á íslenskum alþýðutréskurði og gera hann að sjálfstæðri íslenskri listgrein.2" Ellen Mageröy hefur einnig fjallað um þessi séríslensku ein- kenni. Hún segir að sumum mönnum komi það ef til vill spánskt fyrir sjónir þegar talað er um sérstakan „íslenskan stíl“ í skreytilistinni en staðreyndirnar tali sínu máli. Orðalagið nær raunverulega yfir sérstæða skreytilist sem breytist merkilega lítið gegnum árhundruð. Við höfum áður nefnt hin þungu og miklu róm- önsku blöð, cr líkjast akantus- ínum að meira eða minna leyti, sem við höfum séð nokkur 82 SAGNIR

x

Sagnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sagnir
https://timarit.is/publication/1025

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.