Stormur


Stormur - 23.04.1934, Blaðsíða 2

Stormur - 23.04.1934, Blaðsíða 2
2 STORMUR Útvarpið. I síðasta tölublaði var í grein með þessari fyrirsögn faríð nokkrum orðum um fréttaflutning Útvarpsins og þá starfsmenn þess, sem það verk hafa aðallega mei(5 höndum. Verður nú í þessari grein vikið að fyrirlestra- og erinda- flutningi Útvarpsins, og ef til vill fíeiri liðum á dagskrá þess. — Tveir af starfsmönnum Útvarpsins hafa það fasta starf, að flytja erindi frá útlöndum, einu sinni í vilui hvor. Eru það þeir Vilhjálmur Þ. Gíslason og Sigurður Einars- son. Var í greininni í síðasta blaði farið nokkrum orðum ;um, hvernig annar þessara manna, Vilhjálmur Gíslason, inti þetta starf af höndum, og verður það látið nægja, en hinsvegar farið fáeinum orðum um þátttöku Sigurðar Ein- arssonar. — Eins og mörgum mun kunnugt, er sá munur á erinda- flutningi þessara tveggja föstu starfsmanna Útvarpsins og annara, sem þar flytja erindi, að þeir fyrnefndu flytja er- indin á sína ei'gin ábyrgð, það er að segja, flytja þau óyf- irlesin af útvarpsráðinu. Þetta hlutleysistraust er þeim sýnt vegna þess, að þeir eru fastir starfsmenn við þessa .stofnun, 'sem á að vera pólitískt hlutlaus. — Lausamenn- irnir, ef svo má segja, er erindi flytja, eru hinsvegar háðir •eftirliti, og verða að leggja handrit sín fram fyrir útvarps- ráðið til yfirlesturs og gagnrýningar, svo framarlega sem útvarpsráðið krefst þess. Ef hlutleysið er brotið í þeim er- índum, er það því á ábyrgð Útvarpsráðsins sjálfs, en •ekki flytjendanna, svo framarlega, sem þeir flytja erind- in, eins og þeir lögðu þau fram fyiúr Útvarpsráðið. Og ef það skyldi béra við, að hlutleysið væri brotið í erindi, sem Útvarpsráðið hafði ekki yfirfarið, t. d. vegna þess trausts, sem það bar til flytjandans um það, að hann gætti hlut- leysisins, þá væri það líka á'ábyrgð Útvarpsráðsins og þess .sök, því að þá hefði það vanrækt eftirlitsskyldu sína. Munurinn á erindáflutningi hiriná föstu starfsmanna •og hinna lausu er því mjög mikill: Hinir fyrri eru sínir eig- Iri hen-ar og vinna á eigin ábyrgð, og handrit þeirra eru •ekki yfirlesin, en hinir síðarnefndu eru háðir eftirliti og gagnrýni Útvarpsráðs, og það tekur ábyrgð á hlutleysi þeirra. — Vegna þessa mikla munar og þessa mikla trausts og valds, sem þessum tveimur mönnum er veitt, er það ekki nema eðlilegt og sjálfsagt, að útvarpsnotendur, og raunar öll þjóðin, sé kröfuhörð um val þessara manna og heimti, .að þeir hvorki beinlínis eða óbeinlínis komi þannig fram, að ástæða sé til að væna þá um hlutleysisbrot. Það er því ekki nema í fylsta máta eðlilegt, að tor- trygni vakni gagnvart öðrum þessum manni, Sigurði Ein- .arssyni, þegar það er vitað, að þessi maður er einhver harðsnúnasti, óbilgjarnasti og herskaasti maðurinn í liði jafnaðarmanna, og vinnur sýknt og heilagt að því bæði í ræðu og riti og kveðskap, að breiða út kenningar jafn- aðarstefnunnar. Það er því engin von til þess, að póli- tískir andstæðingar þessa manns beri að óreyndu meira traust til hans en þeir myndu bera til hæstaréttardómara, sem væri rampólitískur, skrifaði svívirðingar um andstæð- inga sína, orti um þá níð og léti yfirleitt ekkert tækifæri ónotað til þess að afla þeirri stefnu, sem hann fylgdi, fylgis. — Hin ytri aðstaða Sigurðar Einarssonar til þess að njóta hlutleysistrausts, er því eins slæm og hún frekast gétur verið, og hún ein getur verið næg til þess að allii pólitískii andstæðingar hans, eða því sem næst, teldu hann hlut- drægan, enda þótt hann væri það alls ekki. Af þessari ástæðu einni, er það því algérlega sjálfsögð og réttmæt krafa, að Sigurður Einarsson geri eitt af tvennu: víki frá Útvarpinu, eða láti af pólitískri starfsemi sinni. Og það er ekkert annað en skortur á blygðunarsemi hjá Sigurði Einarssyni og skortur á ábyrgðartilfinningu, að hafa ekki beygt sig fyrir þessari kröfu, eða öllu heldur hafa beðið eftir því, að hún kæmi fram. Og þegar krafan er orðin jafn almenn og hún nú er orðin, og jafn hávær, þá er það algerlega óafsakanlegt af starfsmanni hjá Út- varpinu, að stofna trausti og áliti stofnunarinnar og friði í þann voða, sem hann hefir gert. Finst þeim, er þetta ritar, að gegn þessu, sem hér hefir verið sagt, geti engir með rökum eða sanngirni mælt í gegn, hvaða pólitíska trú, sem þeir annars játa. Um hitt atriðið, hvort Sigurður Einarsson hafi brotið hlutleysið í erindaflutningi sínum, skal færra sagt, en því skal þó skot- ið undir dómgreind manna, hvort ekki sé hætt við því, að sá maður, sem altaf er i orustuhita og ríkan þátt tekur í öllum hinum pólitísku dægur- og deilumálum, sé ekki sí- felt háður þeirri freistingu, að drága fram beint eða óbeint það, sem stefnu hans og flokki má til framdráttar verða, en andstæðingunum til ógagns. Og þess er ekki að dyljast, að það er hin óbeina, dulda ,,agitation“, sem er hættulegust og mest vinnúr á. Það niá t. d. vafalaust vinna jafnaðarstefnunni meira fylgi með því að dásama, hversu alt gangi vel í Rússlandi, en alt bölvanlega í Póllandi eða Þýzkalandi, heldur en þótt að fræðileg erindi væru flutt um jafnaðarstefnuna eða henni sungið einhliða og öfgafult lof. Og það er áreiðan- lega rnjög sniðug og áhrifamikil ,,agitation“, að þýða grein- ar úr merkum erlendum tímaritum eða blöðum, til dæmis „Marichester Guardian“, sem skýra hlutlaust frá einhverju, sem vel hefir hepnast hjá Rússum eða illa til tekist hjá Mussolini, en sleppa svo að þýða aðrar greinar úr sama blaði, sem slcýra líka hlutlaust frá því, sem illa hefir tekist í Rússlandi eða vel hjá Mussolini. Það er einmitt þetta hlut- dræga ásetningsval, sem ér hættulegast hlutleysinu og verst að varast, því að sá, sem beitir því, getur altaf skotið sér undir hina merku heimild, sem hann hefir notað — og notað rétt, það sem hún náði. Skal svo látið útrætt um þenna starfsmann Útvarps- ins, sem að mörgu léyti'er á&ætúm kostúm búirih/en virð- ist bresta nokkuð þá ábyrgðar- og sómatilfhmingu, sem maður í hans stöðu þarf að hai'a, ef hann sjálfur og stofn- unin, sem hann vinnur við, á að njóta fúlls trausts. í áframhaldi þessarar greinar verður svo vikið að öðr- um erindaflutningi Útvarpsins og þeim dagskrárliðum, sem óumtalaðir eru. --- ——-— Leikpresturinn og „landinnM. Pétur Sigurðsson leikprestur, sem tekið hefir að sér það góða starf, að kenna Islendingum rétta breytni og leiða þá af vegum syndarinnar mn á braut þeirrar frelsunar og afturhvarfs, sem hann sjálfur hefir gengið síðan hann hætti handiðn sinni, skrifar grein í Alþýðublaðið (hann hefir áður skrifað greinarollu langa í Nýja Dagblaðið, sem Alþýðublaðinu væmdi við og vildi ekki taka. En nú virðist hann vera orðinn spámaður beggja og andlegur leiðtogi),' 10. apríl s. 1., sem hann nefnir: Bannlagastríðið og brugg- ið. — Þetta er aðeins upphaf á grein, og verður hún að- sjálfsögðu eins löng og grein Þorbergs um nazistana þýsku, því að þá andinn kemur yfir Pétur, er hann óstöðvandi. Af því að flest í þessari grein sýnist svo gagnstætt boð- un sannleikans, sem líklega er smitun frá Alþýðublaðinu, því að lygin er næm, þykir rétt að athuga hana lítillega. Er þetta lika meðfram gert af brjóstgæðum við Pétur, því að hann mun eitthvað hafa verið að kvarta um það fyrir nokkru, að það væri einkennilega hljótt um sig og starf sitt. — Já, hann hefir löngum verið tómlátur mörlandinn, ogþað jafnvel þóttspámenn Drottins og útvaldir eigi í hlut. Grein leikprestsins hefst svo: „Allir spámenn vilja að spár sinar skuli ræt-

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.