Stormur


Stormur - 23.04.1934, Blaðsíða 4

Stormur - 23.04.1934, Blaðsíða 4
4 STORMUR |>ykkr, sterkr at afli, breiðleitr ok vel farit andlitinu; oft- ast skapat skegg, rauðlituð aiigu ok.lágu fagrt ok fast. Hann var kyrrlátr ok hugaðsamr, manna var hann snjall- astr, stórráðr, skýrt orðtakit, ok rómrinn svá mikill yfir málinu, þó at hann þætti eigi hátt tala, þá skyldu þó allir, þó át fjarri væri. Hann var sæmiligr höfðingi, þarsem hann sat í hásæti með vegligum búnaði; hann var hár í setunni, en fótleggrinn skammr. Aldrigi drakk hann áfenginn drykk, svá at hann spilti viti sínu at heldr. Hann matað- isk jafnan einmælt; hann var djarfr ok frækn, eljunmaðr rnikill við vás ok vökr. ( Sverris 3aga.) Pótemkin. Tryggvi Þórhallsson skrifaði grein í „Framsókn" fyrir skömmu, sem hann nefndi Pótemkin. En Pótemkin þessi var friðill og eftirlætisgoð Katrínar II. Rússadrotningar. Var hann maður fram úr hófi metorðagjarn og valdasjúk- Ur og sveifst einskis, ef eigin hagsmunir voru annars veg- ar, enda komst hann til hinna æðstu metorða og safnaði auðfjár, enda þótt hann ysi peningunum út frá sér á alla vegu. Nafnkunnastur er hann þó fyrir sjónhverfingar þær, er hann gerði Katrínu drotningu, er hann fór með hana til Svartahafslandanna. Var þar alt í kalda koli, en með bragð- vísi sinni og leikni tókst honum að láta það sýnast svo, aem þar hefðu orðið hinar dásamlegustu framfarir og að allir lifðu þar í allsnægtum og unaði. Jafnframt þessu dregur Tryggvi svo upp samlíkinguna með þessum rússneska loddara og sjónhverfingamanni og íslenska trúðinum Hriflu-Jónasi, sem bæði að fornu og nýju hefirreynt að blekkja þjóðina með skjalli og hóflausu skrumi um hinar miklu framfarir, sem orðið hafi í tíð Fram- sóknarstjórnarinnar og muni verða, ef hann nái aftur völd- um hér. Þessi samlíking hjá Tryggva Þórhallssyni er smellin og alveg rétt, en hann gleymir bara einu, og það er það, að hann var engu síður en Hriflu-Jónas Pótemkin íslensku þjóðarinnar, á meðan að hann fór með völd hér í landi. — Hann var sami gortarinn og loddarinn, og því er það, að menn eiga erfitt með að treysta sinnaskiftum þessa manns og fþgrum loforðum um bót og betrun, og það enda þótt hann sé, í bili, kominn undan áhrifavaldi sér verri manns en sterkari. — Og ef svo færi nú, að þeir menn féllu við næstu kosningar, sem neyddu Tryggva Þórhallsson til þess að yfirgefa Hriflu-Jónas og sósíalista á síðasta þingi, en Tryggvi Þórhallsson næði kosningu, hvað halda menn þá, áð þessi þreklitli glamrari og yfirborðsmaður mundi stand- ast lengi hvísl og fortölur Hriflu-Jónasar? Fyrirspurn. Getið þér, herra ritstjóri, gefið mér upplýsingar um l>að, hvort Ingvar Sigurðsson, sem auglýsir í blaðinu ,,Vís- ir“ að hafa týnt hangikjötslæri á leiðinni frá Sambands- húsinu upp á Laugaveginn, er sá sami Ingvar Sigurðsson, sem týndi 12 þús. kr. í seðlum frá Klapparstígnum og ofan í Austurstræti ? Og ef þetta skyldi nú vera sami maðurinn, mundi hann þá ekki greiða sömu fundarlaun fyrir hangikjötið og hann bauðst til að greiða fyrir seðlana, sem sé Veo part? Ef maður áætlar hangikjötslærið 2kg. = 2500 gr., þá ætti sá, sem lærið fyndi, að fá rúmlega 40 grömm af hangikjöti í fundarlaun eftir sama hlutfalli, og er það góður kjaftbiti, en þó.lítið á móts við lærið alt. SpuruII. Tilkynning um síldarloforð til Síldarverksmiðj u ríkisins á Siglufírði. Þeir, sem vilja lofa síld til vinnslœ f síldarverksmiðjur- ríkisins á Siglufirði á næstkomandi sumri,/skulu innan 20- maí n. k. hafa sent stjórn verksmiðjanna símleiðis eða skrif-- lega tilkynningu um það. — Útgerðarmaður skal tilkynna hvaða skip hann ætlar að nota til veiðanna, einnig hvort hann vill skuldbinda sig til þess að afhenda verksmiðjun- um alla bræðslusíldarveiði skips síns eða skipa, eða aðeins hluta veiðarinnar. Þau skip, sem afhenda verksmiðjunum- alla veiði sína, eða alla bræðslusíldarveiði sína, ganga að jafnaði fyrir þeim skipum með samninga og afgreiðslu, sem aðeins hafa verið skuldbundin til að afhenda hluta af bræðslusíldarveiði sinni, eða hafa enga samninga gert fyrirfram. Verði meiraframboð á síld, en verksmiðjustjórnin tel— ur sýnilegt að verksmiðjurnar geti unnið úr, hefir stjórnin óbundnar hendur til að ákveða, af hve mörgum skipum verksmiðjan taki síld til vinnslu. Ef um framboð á síld tií vinnslu er að ræða frá öðrum en eigendum veiðiskipa, skaL sá, er býður síldina fram til vinnslu, lát'a skilríki fylgja fyrir því, að hann hafi uipráðarétt á skipinu yfir síldveiði- tímann. Verksmiðjustjórnin tilkynnir fyrir 10. júlí n. k. þeim,. sem boðið hafa fram síld til vinnslu í verksmiðjurnar, hvort- hægt verði að veita síldinni móttöku, og skulu þá allir þeirr. sem lofað hafa síld til verksmiðjanna, og stjórnin hefir ákveðið að taka síld af, hafa innan 20. júní n. k. gertsamn- ing við verksmiðjustjórnina um afhendingu síldarinnar- Að öðrum kosti er verksmiðjunum ekki skylt að taka á mótí. lofaðri síld. Siglufirði, 4. apríl 1934. . Stjórn Sildarverksmiðju rikisins. VORIÐ ER KOMIÐ. og hreingerning í hverju húsi. En þá má ekki gleyma þessu: Húsgagnaáburður besta teg. sem hingað flyst. Silvo eða miss Quick fægilögurinn góði. Gólfáburður. Bónkústar. Gluggakústar. Panel-burstar. Hand- skrúbbur. Gólfskrúbbur. Fægi-klútar. Gólf-klútar. Þvotta-klútar. Teppa-bankarar. Teppa-burstar. Teppa-sápa. Gardínu-gormar og -stengur. Gardínu- hringir og -krókar. Svo munið þið eftir Sunlight-sápunni, Rinso-þvottaduftinu, að ógleymdu VIM, sem hreinsar alt og fágar. Sími 3303. Alt sent heim samstundis. Edinborg. ísafoldarprentsmiðja, h.f.

x

Stormur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stormur
https://timarit.is/publication/1027

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.