Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Page 64

Nýtt Helgafell - 31.12.1957, Page 64
Æskufólk! Fylgist með þvi sem kemur út á vegum HELGAFELLS Andlit í spegli dropans Nýtt skáldverk eftir THOR VILHJÁLMSSON Þetta er þriðja bók höfundar, en þó er hann enn sem komið er jafnvel kunnari fyrir önnur ritverk, ádeilupistla í tímaritinu Birtingi og ferðaþætti er birzt hafa í Þjóðviljanum, sem vakið hafa athygli bókmenntafólks ekki síður en almennra lesenda. Það, sem einkennir þessi bráðskemmtilegu skrif er þó ekki fyrst og fremst hin ríka hugkvæmni, snjallar og markvissar ádeil- ur og safamikill og karlmannlegur stíll. Höfuðeinkenni listamannsins er hin sannanlega hlýja, sem vart á sinn líka, og ekki villir á sér heimildir um uppruna — heitt mannlegt hjarta slær að baki —, og sú meginkrafa lífsins til listarinnar að hún eigi hverju sinni ákveðinn hlut að endurnýjun mann- lífsins, en þræði ekki troðnar götur. Þeir, sem þessa nýju bók lesa og hafa jafnframt í huga hina auðlæsu ferðapistla skáldsins, munu fljótlega átta sig á því, að hér er ekki verið að gera tilraun til að brjóta nýjar leiðir að hætti þeirra, sem aðeins langar til að sýnast frumlegir. Hér er um að ræða ómótstæðilega ástríðu til landnáms í óbrotinni jörð, sem hugur listamannsins hefur heillast af. „Andlit í spegli dropans", er síðasti bókmenntaviðburðurinn, nýjasta Helgafellsbókin. UnuhúS/ Helgafelli/ Veghúsastíg Helgaíellsbækur eiga erindi við andlega heilbrigt fólk.

x

Nýtt Helgafell

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt Helgafell
https://timarit.is/publication/1049

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.