Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Síða 21

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Síða 21
hverri 100 m hæðarlínu. Einnig voru teknar með plöntur, sem fund- ust 10—20 m neðan eða ofan hæðarlínunnar, svo framarlega sem þær höfðu ekki ntörk á því bili. Stundum voru einnig gerðar uppskriftir á 50 m hæðarlínunum og þá fylgt sömu reglu. í innsveitunum byrjuð- um við skráninguna, oftast í 500 m h., en í útsveitunum var oftast byrjað við sjávarmál. Sjálf mörkin skráðum við hvar sem við þóttumst verða þeirra varir, eins nákvæmlega og okkur var unnt. Yfirleitt voru neðri mörk fjallaplantnanna skráð þar sem við urðum þeirra fyrst var- ir á uppleiðinni, en efri mörkin mest á leiðinni niður. Samanburðar- athuganir voru þó oft gerðar í báðum leiðum. Allar hæðarmælingar voru gerðar með loftvogar-hæðarmæli, sem merktur er fyrir 20 m hæðarbil. Vel mátti þó lesa af honum með um 5 m nákvæmni. Mælirinn var stilltur á sjávarmáli, að morgni þegar farið var á fjöllin, og stillingin athuguð að kveldi þegar heim kom. Ef um verulega breytingu var að ræða voru hæðartölur leiðréttar í sam- ræmi við það. Á útmældum fjallstoppum gerðum við einnig leiðrétt- ingar til samræmis við kortið, en yfirleitt reyndist mælirinn sýna of liátt þegar kom upp fyrir 1000 m h. Yfirleitt var gengið á fjöllin að austan eða vestan. Þó gerðum við á stöku stað athuganir á lágmörkum norðan í hlíðum og á hámörk- um sunnan í. Við rannsóknirnar á sumrinu 1963, skiptum við með okkur verk- um, þannig að Hörður skráði einkum háplönturnar og flétturnar, en Helgi mosa og sveppi. Hin sumurin voru það hins vegar nær eingöngu háplöntur, sem skráðar voru. Allar skráningar í hverri ferð voru síðan færðar inn á hæðarmarka- lista, þar sem krossað er við plöntuna í þeim hæðum sem hún var skráð, og auk þess gefin til kynna hæðarmörk hennar í tölum. Listar þessir voru gerðir í tvíriti og er annað eintakið geymt í Náttúrugripa- safninu á Akureyri og verður framvegis heimilt til athugunar þeim, sem vilja kynna sér þessar rannsóknir nánar. Þar sem litlu hefur verið safnað af plöntum á háfjöllum, gerðum við okkur far um að safna sem mestu ofan við 500 m h. Þetta grasasafn, sem við kölluðum Herbarium alpinum, gáfum við Náttúrugripasafn- inu á Akureyri, og verður það framvegis varðveitt þar, sem sérstök safneind. Til rannsóknanna fengum við styrk úr Vísindasjóði, sem hér með þakkast. 9 TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓm 17
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.