Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Side 55

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.03.1965, Side 55
á svæðinu lækka óverulega. Flest mörk á svæðinu sýna einhverja fylgni við meðalhæð fjallanna. Orsakir hæðarmarkahallans. Það er einkum tvennt, sem getur orsakað mismun hæðarmarkanna í útsveitum og innsveitum héraðsins, landslag og veðurfar. Hér á eftir verða fyrst rædd þau áhrif, sem landslagið getur haft á hæðarmörkin, og síðan áhrif veðurfarsins. Landslag í yztu sveitum héraðsins er töluvert frábrugðið landslagi í dölunum innan fjarðarins. í fyrsta lagi er meðalhæð fjallanna og landsins í heild mun rninni. Við Siglufjörð eru t. d. flestir fjallstopp- ar í 700—800 m hæð, en á móts við botn Eyjafjarðar og inn af honum eru vesturfjöllin 1300—1400 m. Augljóst er því, að hæð fjallanna í út- sveitum hlýtur að takmarka efri mörk plantna, sem í innsveitum ná upp í 1000—1200 m hæð t. d. efri mörk Carex bigeloiuii (stinnastar- ar), Potentilla crantzii (gullmuru) og Empetrum hermafroditum (krummalyngs) sbr. 8. mynd efst. Þá er það kunnugt af erlendum rann- sóknum, að vaxtarmörk ýmissa plöntutegunda hækka með meðalhæð landsins. Þetta fyrirbæri hefur verið nefnt „Massenerhebung“. F.kki er ljóst, livað þessu fyrirbæri veldur, en ólíklegt er, að hér sé um að ræða beina afleiðingu landshækkunarinnar. Sennilegra er, að hún verki á veðurfarið, sem svo verkar á vaxtarmörkin. í öðru lagi er hásléttan mun meira veðruð og sundur grafin á út- kjálkum en lengra inni í landi. Fjöllin eru þar yfirleitt brött og skriðu- runnin, og ná skriðurnar oft niður í 100—200 m hæð eða jafnvel niður að sjávarmáli (sjá 10. mynd). Hinn upprunalegi flötur hásléttunnar er oftast algerlega eyddur, en fjöllin enda að ofan í kömbum og eggjum, sem oft eru svo mjóar, að torfært er eftir þeim. Innsveitafjöllin eru hins vegar oftar flöt að ofan eða bunguvaxin. Þessi flötur er (utan til) rofinn af allskörpum brúnum í um 1000 m hæð eða meira, og taka síðan við klettabelti og skriður. Neðan 700—800 m fer hallinn oft minnkandi og flatir hjallar verða milli blágrýtisbrúnanna. Þar er víða samfelldur gróður. í útsveitum nær samfelldur gróður hins veg- ar sjaldan upp fyrir 300 m nema í skálum, sem þar eru allalgengar í fjöllunum, en bera varla annað en snjódældagróður. Af þessu leiðir, að viss gróðurlendi eins og t. d. mýrlendi finnast varla í útsveitum nema á láglendi, þar sem fleti vantar fyrir þau í hinum bröttu og skriðurunnu fjöllum. í innsveitunum má oft finna mýrlendi á hjöll- um í 500—600 m hæð. Augljóst er, að þessi landslagsmismunur hlýtur 4* TÍMARIT UM ÍSLENZKA GRASAFRÆÐI - FlÓra 51
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.