Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Blaðsíða 36

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði - 01.06.1968, Blaðsíða 36
næstum hvers konar gróðurlendi, og eins og áður getur, er hún mjög breytileg eftir því í hvaða landi hún vex. Er það raunar svo með flest- ar tegundir, sem hafa mikla útbreiðslu eins og hún. M. Lange getur um H. lacunosa í raklendi á Grænlandi og þau eintök hefur Dissing reyndar séð. Annars þurfa ýtarlegri rannsóknir að skera úr um þetta. 5. Helvella queleti Bres. Kveletshnoðla, Þrílitahnoðla. Hatturinn oftast disklaga, en stundum samanlagður eða óreglulega sveigður, oft klofinn í flipa, dökkbrúnn eða næstum svartur á efra borði, grábrúnn eða dökkbrúnn og fínmélugur á neðra borði. Stafur- inn með nokkrum djúpum langsfellingum, ljósbrúnn eða gráhvítur, einkum neðantil, en oftast dekkri ofantil, fínhéluhærður. Gróin spor- baugótt 17—20 my á lengd. Hæð 1—4 sm, hattþvermál 1—3 sm. Breytileg tegund, sem gengið hefur undir ýmsum nöfnum, og eru þar sennilega ekki öll kurl komin til grafar. Einkum eru litirnir breyti- legir, en oftast má þó greina þrjá aðalliti á sveppnum, þ. e. einn á efra borði hattsins (þekjunni), annan á neðra borði og efst á stafnum og þann þriðja neðantil á stafnum. Sum íslenzku eintökin hafa mjög stutt- an staf og ógreinilegan, með fáum görðum. Þau eru einnig mjög dökk að lit, þekjan næstum svört og neðra borð hattsins mjög dökkbrúnt. Þessi eintök líkjast sum mikið smávöxnum eintökum af H. acetabulum, en þekkjast frá þeirri tegund á því, að engar æðar eða garðar eru neð- an á hattinum. Þessi stuttstafa eintök nálgast einnig að vaxtarlagi teg- undina H. cupulijormis Diss. & Nannf., en eru mjög frábrugðin að lit. Má vera að eintök þessi tilheyri sérstakri tegund, en ekki verður farið nánar út í það hér. H. queleti er fyrst getið héðan af H. Dissing (1964), eftir eintökum sem M. Lange safnaði í Selfjalli í Ölfusi, 26. júní 1959. Sjálfur hef ég fundið tegundina í Botnsdal í Hvalfirði, 8. júlí 1962; á Arnaldsstöð- um í Fljótsdal, í sept. 1963 og loks hefur Helgi Jónasson safnað henni á Gvendarstöðum í Þingeyjarsýslu, 24. ág. 1963. Svo má því heita, að hún hafi fundizt í öllum landshlutum. Eintakið frá Gvendarstöðum er dæmigert, og sama virðist að segja um eintak Langes úr Ölfusinu. Hins vegar eru eintökin úr Botnsdal og frá Arnaldsstöðum, með því afbrigðilega lagi og litarfari, sem áður var um getið. Þau uxu bæði í þurru, heldur ófrjóu, mólendi með íblandi af mosa, og var stafurinn alveg á kafi í mosanum. H. queleti hefur fundizt víða í Evrópu, allt frá Ítalíu til Lapplands. Einnig hefur lnin fundizt á Vestur-Grænlandi. 34 Flóra - tímarit um ísi.enzka grasafkæði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Flóra: tímarit um íslenzka grasafræði
https://timarit.is/publication/1052

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.