Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Blaðsíða 10
miðvikudagur 22. ágúst 200710 Fréttir DV Réttarhöld eru hafin yfir fimmtán samstarfsmönnum Saddams Hussein í Írak. Þeir eru ákærðir fyrir glæpi gegn mannkyni. Talið er að hátt í hundrað þúsund manns hafi verið drepin í aðgerðum gegn sjíum í kjölfar Persaflóastríðsins. EFNAVOPNA-ALI Á SAKABEKKINN Réttarhöld yfir fimmtán samstarfs- mönnum Saddams Hussein, fyrrver- andi forseta Íraks, eru hafin. Ákær- urnar á hendur þeim tengjast þætti þeirra í að kveða niður uppreisn sjía- múslíma árið 1991 í kjölfar Persaflóa- stríðsins. Talið er að allt að hundrað þúsundir hafi látið lífið í aðgerðum hers Íraks á þeim tíma. Meðal ákærðu er frændi Sadd- ams, Ali Hassan al-Majid, en hann er betur þekktur sem Efnavopna-Ali. Dauðadómur hefur nú þegar verið kveðinn upp yfir honum í réttarhöld- um vegna glæpa Íraksstjórnar gegn Kúrdum í norðurhéruðum landsins. Auk hans hafa tveir hinna ákærðu, Hashim al-Tai, fyrrverandi varnar- málaráðherra, og Hussein Rashid al-Tikriti, háttsettur stjórnandi í her Íraks, hlotið dauðadóm fyrir sömu sakir. Kaldrifjuð manndráp Í aðgerðum hers Íraks gegn sjía- múslímum, var öllum meðulum beitt og engu eirt. Sakborningar eru born- ir þeim sökum að hafa staðið fyrir og tekið þátt í kerfisbundnum morðum á almennum borgurum og kom fram í opnunarræðu ákæruvaldsins að um hefði verið að ræða kaldrifjaðar aftökur þegar uppreisnin var kveð- in niður. Enginn greinarmunur var gerður á uppreisnarmönnum sjía og óbreyttum borgurum. „Þyrlur létu sprengjum rigna yfir borgir og hí- býli fólks. Fangar voru drepnir,“ sagði saksóknarinn. Samkvæmt ákærum tók Ali Hass- an al-Majid virkan þátt í aðgerðun- um, „Majid kom gjarnan í fanga- búðir, batt hendur fanga og skaut þá síðan í höfuðið. Líkin voru síðar grafin í fjöldagröfum.“ Á undanförn- um árum hafa fundist margar fjölda- grafir þar sem grafin eru hundruð manns. Hátt í hundrað einstakling- ar munu bera vitni við réttarhöldin, auk þess sem stuðst verður við hljóð- snældur og skjöl. Hvað varðar beinar skipanir um aðgerðirnar er talið að Saddam Hussein hafi látið eyða flest- um skjölum þar að lútandi. Ofsóttur meirihluti Sjía-múslímar eru um sextíu pró- sent íröksku þjóðarinnar og sættu miklum ofsóknum á valdatíma Sadd- ams Hussein. Undir lok Persaflóa- stríðsins árið 1991 voru þeir hvattir af George Bush, forseta Bandaríkjanna, „til að taka málin í sínar hendur“. Sjí- ar í Najaf og Karbala gerðu því upp- reisn með það að markmiði að steypa stjórn Saddams Hussein. Þúsund- ir uppreisnarmanna náðu fljótlega völdum í Basra og í fjórtán af átján héruðum í Írak og voru komnir í sex- tíu kílómetra fjarlægð frá höfuðborg- inni, Bagdad. En það var skammgóð- ur vermir því Bandaríkin sömdu um vopnahlé við Íraka. Vopnahléð gerði stjórnarhernum kleift að brjóta upp- reisnina á bak aftur af fullri hörku. Á sama tíma mynduðu banda- rískar hersveitir griðasvæði fyrir Kúrda í norðurhluta landsins og komu þannig í veg fyrir aðgerðir hers Íraka þar. Enn þann dag í dag kenna margir sjíar Bandaríkjaforseta um að uppreisnin tókst ekki og telja að hann hafi gefið fyrirheit sem hann sveik síðan á ögurstundu. Af nógu er að taka Dómari við réttarhöldin tilkynnti sakborningum að þeir væru ákærð- ir fyrir glæpi gegn mannkyni og að hámarksrefsing, ef þeir yrðu sek- ir fundnir, væri dauðadómur sem framvæmdur væri með hengingu. Embættismanna í stjórn Sadd- ams Hussein bíða réttarhöld vegna frekari glæpa. Má þar nefna aftökur á meðlimum í ýmsum stjórnmála- flokkum og trúarhópum, innrásina í Kúveit, nauðungarflutninga þús- unda Sjía-Kúrda frá norðurhluta Íraks inn í Íran, aftökur á átta þúsund meðlima kúrdíska Barzani-ættbálks- ins og eyðingu votlendis í suðurhluta landsins. KOlbeinn þOrSteinSSOn blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is „Majid kom gjarn- an í fangabúðir, batt hendur fanga og skaut þá síðan í höfuðið. Líkin voru síðar grafin í fjölda- gröfum.“ Þróun borgarinnar helst ekki í hendur við fjölgun íbúa: Of margir eiga heima í Peking Peking, höfuðborg Kína, er of mannmörg og fólksfjölgun þar er ör- ari en svo að nauðsynleg þróun geti fylgt með. Í Peking búa nú um sautján millj- ónir, en á síðasta ári ákváðu borg- aryfirvöld að fjöldinn mætti að há- marki vera átján milljónir árið 2012. Ekki eru miklar líkur á að sú áætlun standist því Ólympíuleikarnir verða haldnir í Peking á næsta ári og mik- ill fjöldi farandverkamanna hefur streymt til borgarinnar. Reiknað er með að um tvær milljónir manns flytji til borgarinnar af tilefni Ólymp- íuleikanna. Undanfarin ár hefur þensla borg- arinnar orsakað mikla mengun vegna bifreiða og vegna stækkunar hennar hefur sögufrægum stöðum sem voru í nágrenni hennar verið fórnað vegna gífurlegrar fólksfjölgunar. Íbúar borg- arinnar og ferðamenn sem þangað koma kvarta oft og tíðum yfir litlum gæðum drykkjarvatns og háum raf- magns- og gaskostnaði. Ár svínsins Þurrt loftslag hefur gjarnan hrjáð Peking og stærstu vandamálin sem standa borginni fyrir þrifum eru tak- markaðar vatnsbirgðir og skortur á öðrum náttúruauðlindum og að mati sérfræðinga eru íbúar nú þeg- ar þremur milljónum of margir til að náttúruauðlindir hennar standi undir þörf borgarbúa. Vatnsskortur borgarinnar er staðreynd þrátt fyr- ir að stjórnvöld hafi, í viðleitni til að viðhalda örum efnahagsvexti, beint í stórum mæli vatni úr Jangtse-ánni, til borga í norðurhluta landsins, þar á meðal Peking. Staðsetning Peking veldur því að árstíðabundnir storm- ar í eyðimörkum í Norður- og Norð- vestur-Kína eru tíðir og bera með sér ryk yfir borgina. Og til að bæta gráu ofan á svart er ár svínsins í Kína og því von á fjölgun fæðinga þar í landi. Kínverjar telja að börn fædd á ári svínsins njóti lukku í lífinu. Í Kína búa um 1,7 milljarðar manna og ekkert ríki í heiminum státar af eins miklum fjölda. Þess má geta að heildarfjöldi mannkyns er um sex og hálfur milljarður. Peking Íbúafjöldi borgarinnar nálgast áætlað hámark. Fórnarlamb úr fjöldagröf frá 1991 þegar sjíar gerðu uppreisn gegn saddam Hussein. Fjöldagröf margar fjöldagrafir frá stjórnartíð saddams Hussein hafa fundist í Írak. efnavopna-Ali Fékk dauðadóm fyrir þjóðarmorð. Mótmæli á ráðstefnu Leiðtogar NAFTA-ríkjanna, Kanada, Bandaríkjanna og Mex- íkó, funda nú í Kanada. Við- ræðurnar taka meðal annars til viðskipta- og öryggismála, en fríverslunarsamningur er í gildi milli landanna. Ekki eru allir á eitt sáttir um fyrirætlanir þeirra og auk mótmæla frá verkalýðsfé- lögum og bændum hafa þær sætt hörðum mótmælum frá demó- krötum í Bandaríkjunum, enda stutt í kosningar þar í landi. Búist er við að andstæðingar heims- væðingar fjölmenni til mótmæla á meðan á ráðstefnunni stendur, en lögreglan hefur lokað af tut- tugu og fimm kílómetra svæði í kringum fundarstaðinn. erLendarFréttir ritstjorn@dv.is Uppgangur nýnasista Yfirvöld í Berlín í Þýskalandi eru uggandi vegna aukinnar tíðni árása nýnasista á útlend- inga í austurhluta landsins. Nýj- asta dæmið átti sér stað í smá- bænum Mügeln, ekki langt frá Leipzig. Um fimmtíu nýnasist- ar réðust þar gegn indverskum ferðamönnum á meðan aðrir bæjarbúar stóðu aðgerðarlausir hjá. Indverjunum tókst að flýja inn á veitingastað en allt kom fyrir ekki og þegar lögreglan kom á staðinn höfðu nýnasist- arnir brotið sér leið þar inn. Bæj- aryfirvöld hafna alfarið að atvik- ið tengist hægri öfgamönnum. Ferjuslys Óttast er að allt að hundrað manns hafi farist er ferju hvolfdi úti fyrir strönd Taílands í gær. Að sögn lögregluyfirvalda voru um hundrað farþegar auk áhafn- ar um borð í ferjunni er henni hvolfdi vegna öflugs vinds. Leit stendur yfir, en ekki liggja fyrir nánari upplýsingar, en talið er að einhver hluti farþeganna hafi verið ferðamenn. Ferjuslys eru mjög tíð í Taílandi og ofhlaðnar ferjur og lágar öryggiskröfur eru yfirleitt orsakir slysanna. Eftirlýstar mæðgur Raghad Hussein, elsta dóttir Saddams Hussein, er eftirlýst af alþjóða- lögreglunni Interpol og írökskum stjórnvöldum. Hún er sökuð um að hafa fjármagnað og skipulagt hryðjuverka- hópa í Írak. Raghad hefur búið í Jórdaníu, undir verndarvæng Ab- dullahs konugs, síðan Bandaríkin réðust inn í Írak árið 2003. Ef hún verður framseld til Íraks gæti hún átt yfir höfði sér dauðadóm. Móð- ir Raghad, Sadija, er einnig eftir- lýst, en hún hefur búið í Katar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.