Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Blaðsíða 20
miðvikudagur 22. ágúst 200720 Skóladagar DV Verkmenntaskólinn á Akureyri er jafnframt því að vera einn stærsti fram- haldsskólinn á landinu eini skólinn á landsbyggðinni sem býður upp á fjar- nám. Fjarnám virkar þannig að nemendur stunda námið einungis í gegnum netið og þurfa því ekki að mæta í kennslustundir. Eftirspurn eftir fjarnámi óx hratt fyrstu árin eftir tilkomu þess og hefur það nú fest sig í sessi sem full- gild og fær leið að stúdentsprófi. Fjarkennslan er óháð stað og stund „Árið 1994 tók Haukur Ágústs- son upp á því tilraunaverkefni að kenna ensku í gegnum netið, en það var upphafið að fjarnámi hér í Verkmenntaskólanum,“ seg- ir Ingimar Árnason, kennslustjóri fjarnáms við Verkmenntaskól- ann á Akureyri. Það eru því 13 ár síðan skólinn hóf að bjóða upp á áfanga sem einungis eru kenndir í gegnum netið. Ingimar segir mik- ið vatn hafa runnið til sjávar síðan Haukur reið á vaðið. Frá tölvupóstum til kennsluvefja Fyrst voru aðeins nokkrir tug- ir nemenda í fjarnámi við skólann en eftir því sem námsframboð og tölvuvæðing jókst hefur eftir- spurnin eftir fjarnámi farið vax- andi. „Þetta vatt hratt upp á sig og fjótlega buðum við upp á flesta bóklega áfanga til stúdentsprófs. Í kjölfarið bættist við bóklegur hluti meistaraskóla iðnsveina í flest- um iðngreinum,“ útskýrir Ingi- mar. Hann segir fjarnámið sjálft hafa tekið miklum breytingum frá því kennsla hófst 1994. „Þetta hefur verið að þróast frá því að vera nær eingöngu kennt í gegn- um tölvupóstsendingar, í það að vera kennt í gegnum kennsluvefi eins og Web CT. Þar geta nem- endur nálgast öll námsgögn, tekið próf og leyst verkefni svo fátt eitt sé nefnt. Nemendur eru því ekki háðir tölvupóstsendingum frá kennara heldur geta sótt náms- efnið þegar þeim hentar.“ engar kennslustundir Undanfarin ár hefur ný kennslutækni rutt sér rúms, svo- kölluð fjarkennsla, þar sem nem- endur mæta í kennslustundir sem sjónvarpað er úr kennslustofum í skólunum sjálfum. Ingimar seg- ir Verkmenntaskólann ekki hafa í hyggju að nýta sér þann mögu- leika. „Við stillum fjarkennslunni þannig upp að hún sé óháð stað og stund. Nemandinn fer inn á vefinn þegar hann hefur tíma en þarf ekki að mæta í kennslustund á fyrir fram ákveðnum tíma. Þegar nemendur þurfa að binda sig við námið og mæta í kennslustund- ir er ekki alveg hægt að kalla það fjarnám í þeim skilningi sem við leggjum í orðið. Þá er það orðið eins konar blanda af fjarnámi og dreifnámi.“ hröð fjölgun fjarnámsnema Undanfarin ár hafa á bilinu sjö til átta hundruð manns stundað fjarnám við Verkmenntaskólann á Akureyri. Ingimar segir fjöld- ann fara hægt vaxandi. „Fram til aldamóta fjölgaði nemend- um mjög hratt. Þetta byrjaði í nokkrum tugum sem urðu svo að nokkrum hundruðum þeg- ar á leið. Eftir árið 2000 hægði verulega á fjölguninni en und- anfarin þrjú ár hafa á milli sjö og átta hundruð manns stundað fjarnám við skólann.“ Aðspurð- ur segir Ingimar fjarnámið ekki dýrara en staðbundið nám. „Fólk greiðir fast einingagjald fyr- ir fyrstu 9 einingarnar. Eftir það kemur til endurgreiðsla þannig að nemandi sem er í fullu námi greiðir heldur minna en sá sem er í staðbundnu námi.“ Fjölbreytt val Ingimar segir fjarnámið gera það að verkum að nemendur hafa aukið val um hvernig þeir haga náminu. „Fjarnámið opnar svo marga möguleika fyrir fólk. Fólk getur valið um að hve miklu leyti það stundar skólann. Ef fólk er til dæmis að vinna með skól- anum, þá getur það valið að taka hluta námsins í hefðbundnu námi og hluta í fjarnámi. Þannig getur það sniðið skólann að sín- um þörfum. Mér finnst hafa orð- ið aukning í því að fólk haldi vinnunni áfram þótt það setj- ist á skólabekk.“ Ingimar segir að undanfarin ár hafi nemend- um í 9. og 10. bekkjum grunn- skóla staðið til boða að stunda nám við skólann og sé það eitt skýrasta dæmið um fljótandi skil milli skólastiga. „Þeir nemend- ur sem velja að þreyta eitt eða fleiri samræmd próf í 8. eða 9. bekk geta sótt um að fá að hefja nám í einstökum fögum hjá okk- ur. Jafnvel þótt þeir eigi 10. bekk- inn eftir. Þá halda þeir sínu striki í grunnskólanum en taka svo einn eða fleiri áfanga í fjarnámi á framhaldsskólastigi.“ Skóladagar Ingimar árnason, kennslustjóri fjarnáms við VMa segir færast í vöxt að grunnskólanemendur skrái sig í einn og einn fjarnámsáfanga. D V m yn d Vi lh el m Skoðið Gagnvirkt efni og leikir – heima og í skólanum Það er leikur að læra á vef Námsgagnastofnunar má finna ýmislegt fróðlegt og skemmtilegt fyrir krakka á öllum aldri. Vefurinn er opinn fyrir alla. Á www.nams.is NÁMSGAGNASTOFNUN

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.