Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 22.08.2007, Blaðsíða 27
„Þetta gerðist um hálf tólfleytið á sunnudags- kvöldið,“ segir Andri Freyr Viðarsson, útvarps- maður á Reykjavík FM 101,5, sem er búsettur í Kaupmannahöfn. Andri sat í garðinum fyrir utan krána Nemoland í Kristjaníu ásamt vini sínum Jóni Atla Helgasyni, öðrum meðlimi sveitarinnar Hairdoctor, þegar mikil ólæti brutust út. Skothvellir og handsprengja sprakk „Við sátum þarna í garðinum og vorum að tala um það hversu ljúft það væri að slaka á í góðviðr- inu og sötra einn kaldan,“ segir Andri um mín- úturnar á undan ósköpunum. „Svo heyrðum við allt í einu fjóra hvelli sem ég held eftir á að hyggja að hafi verið skothvellir,“ og segir Andri að þeir félagar hafi þá orðið nokkuð órólegir. „Við litum þá á lókalinn sem virtist kippa sér lítið upp við hvellina.“ Andri lýsir andartökunum á eftir sem einhverjum þeim hræðilegustu á ævi sinni. „Allt í einu komu svo tveir gaurar hlaupandi inn í garðinn og öskruðu á alla að forða sér,“ seg- ir Andri og í kjölfarið hafi kraftmikil og hávær sprenging átt sér stað. „Allt í einu kemur þessi megasprenging. Hún var svo öflug að það ví- braði öll jörðin. Það suðar meira að segja enn- þá í hægra eyranu á mér eftir þetta helvíti.“ Andri komst seinna meir að því í fjölmiðlum að um handsprengju hefði verið að ræða. Veifaði byssu Andri og Atli hlupu í kjölfarið ásamt öðrum gestum staðarins Nemoland inn á staðinn sjálf- an. „Við vorum þarna eins og sardínur í sardínu- dós, staðurinn var svo troðinn.“ Andri segir að mennirnir tveir sem komu hlaupandi inn í garð- inn rétt á undan sprengingunni hafi þá byrjað að rífast heiftarlega. „Í kjölfarið kom svo einhver annar gaur inn sem var alveg illa tsjillaður og vissi greinilega ekkert hvað var í gangi. Hann fór að tala um að þetta hefðu bara verið einhverjir krakkar að sprengja kínverja og þá róaðist maður aðeins,“ en Andri tekur þó fram að þá hafi hasarinn verið rétt að byrja. „Allt í einu kom svo vel skuggalegur gaur hlaupandi inn á staðinn og hljóp mig næstum því niður í leiðinni. Hann öskraði á alla að leggjast niður.“ Samkvæmt dönskum fjölmiðlum var sá maður vopnaður skammbyssu og hélt henni á lofti. „Ég sá ekki byssuna sjálfur en ég heyrði eft- ir á að hann hefði verið með hana. Ég heyrði líka í fjölmiðlum að hann hefði verið að flýja undan öðrum manni sem elti hann með haglabyssu.“ Týndir í skóginum „Eftir að þetta gerðist hlupum við út og það er óhætt að segja að ég hafi aldrei verið jafn hræddur á ævinni. Þetta var virkilega hræðileg lífsreynsla,“ segir Andri en Jón Atli sagði einnig í samtali við blaðamann að á þessum tímapunkti hefði hann ekki verið viss hvort hann fengi byssuskot í bakið eða ekki. „Við komumst út í skóginn og vorum komn- ir niður að vatninu sem er þarna á bakvið,“ en að sögn Andra var þó nokkuð af fólki þar á ferð. „Maður vissi ekkert hverjum maður gat treyst eða neitt hvað var í gangi. Það var ekki fyrr en að það kom danskt par og hjálpaði okkur að komast út að maður fór aðeins að róast.“ Andri segir að danska parið hafi þá haft orð á því að þetta væri í þriðja skiptið sem skotárás ætti sér stað í Kristjaníu. „Við komumst svo upp í leigubíl og drifum okkur heim,“ segir Andri um þessa hræðilegu lífsreynslu. Fjölmiðlar í Danmörku lýsa nú eftir þremur mönnum og telur Andri að tveir þeirra séu mennirnir sem komu hlaupandi inn í garðinn á Nemoland rétt fyrir sprenginguna. Þá er einnig lýst eftir silfraðri Audi-bifreið sem sást þeysa um hverfið eftir árásina. asgeir@dv.is Marley og ég Owen Wilson og Jennifer Aniston munu leiða saman hesta sína í kvikmynd sem gerð verður eftir metsölubókinni Marley & Me eftir John Grogan. Marley er gulur labrador-hundur sem Grogan og eiginkona hans fengu sér en ætlunin var að hundurinn gæfi þeim smjörþefinn af því hvernig það væri að vera foreldri. Hundurinn reynist hins vegar ofvirkur og reynist þeim erfiðari en þau gátu ímyndað sér í fyrstu. Grogan skrifaði svo bókina Marley & Me um reynslu þeirra hjóna af hundinum sem gegndi stóru hlutverki í fjölskyldulífinu. Tökur munu hefjast á næsta ári. Hljómsveitin Stereo Hypnosis heldur útgáfutónleika á laugardaginn: Útgáfutónleikar í Flatey „Þetta gerðist í raun bara fyrir slysni,“ segir Pan Thorarensen um tilkomu þess að hljómsveit hans Stereo Hypnosis heldur útgáfutónleika í Flatey á Breiðafirði. Pan og faðir hans Óskar Thoraren- sen sem skipa sveitina voru að ferðast um eyjuna þegar ákvörðunin var tekin. „Við heilluðumst svo af eyjunni að við ákváðum að gera hana í raun að þema plötunnar,“ segir Pan um plötuna sem heit- ir Parallel Island. „Það er mikið á plötunni sem tengist eyjunni. Svo sem allar teikningar á plötuumslaginu og ýmis umhverfishljóð og náttúruhljóð sem við notum á plötunni,“ segir Pan um plötuna en tónleikarnir sjálfir verða haldnir á Hótel Flatey. „Meðal upp- hitunaratriða eru For Tunes sem er sveit skipuð þeim Rósu úr hljómsveitinni Sometime og Tönju Pollock. Þá mun Jóhann Eiríksson, eða Product 8, einnig koma fram. Og síðast en ekki síst mun Snorri Ásmundsson, fyrrverandi forsetafram- bjóðandi og listamaður, vera með gjörning.“ Pan segir að áhugasamir þurfi að koma sér til Stykkishólms þar sem hægt sé að kaupa miða á tónleikana hjá Sæferðum. „Fólk tekur svo ferjuna Baldur þaðan og er það um eins og hálfs tíma sigl- ing. Þetta verður heilmikið ævintýri,“ segir Pan að lokum og minnir á að platan Parallel Island komi í verslanir í vikunni. asgeir@dv.is Útvarpsmaðurinn Andri Freyr Viðarsson og Jón Atli Helgason söngvari Hairdoctor urðu vitni að því þegar handsprengja sprakk og skotum var hleypt af í Kristjaníu í Kaupmannahöfn á sunnudaginn. MiðvikudAGur 22. áGúsT 2007DV Bíó 27 Stereo Hypnosis Feðgarnir kunna vel við sig í Flatey. Slasaðir aukaleikarar Ellefu aukaleikarar úr nýjustu Tom Cruise-kvikmyndinni valkyrie slösuðust illa á tökustað í Þýskalandi, síðastliðin sunndag. Mennirnir slösuðust þegar þeir féllu úr opnum vörubíl við tökur í Berlín. Tökur voru um leið stöðvaðar og hlúð var að mönnunum. vörubíllinn var undir eins sendur í skoðun til að kanna hvað fór úrskeiðis. sjálfur Tom Cruise var ekki viðstaddur þegar slysið átti sér stað þar sem hann hafði tekið sér fríhelgi. 7 frum- sýningar Bíódagar Græna ljóssins standa nú hvað hæst og hefur aðsókn á hátíðina verið gríðarlega góð. á hátíðinni er að finna frábærar myndir af öllum toga frá öllum heimshornum. Aðeins er búið að sýna rétt rúman helming af myndunum sem hátíðin hefur upp á að bjóða og eru í dag frumsýndar hvorki meira né minna en sjö nýjar myndir á hátíðinni. Auk þess verður bætt við aukasýningum á þeim myndum sem hafa verið vinsælastar á fyrri hluta hátíðarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.