Félagsbréf - 01.07.1956, Qupperneq 14

Félagsbréf - 01.07.1956, Qupperneq 14
12 FfiLAGSBRÉF Svo mörg voru þau orð — og óendanlega barnaleg. En þessi einfeldnislcga og and- Tildy forseta grunar ekki ennþá, at! vélrœSi kommúnista muni koma stjórn lians á kné. varalausa afstaða Smábændaflokks- ins, sem varð landinu að lokum svo geigvænlega dýr, átti sér hliðstæður í öðriun lýðræðisflokkum. Foringi Jafnaðarmannaflokksins, Arpad Sza- kasits, sagði 19. október þetta sama ár: „Ungverjaland óskar ekki eftir járntjaldi milli austurs og vesturs. JafnaSarmannaflokkurinn viðurkenn- ir nauðsyn innilegrar og sterkrar vináttu milli Ungverjalands og Sovét- ríkjanna, en hún má ekki vera þröskuldur í vegi fyrir samskonar vináttu við hin vestrænu veldi“. í apríl 1946 var Nagy forsætis- ráðherra formaður nefndar, sem fór til Moskvu til þess að ræSa undir- búning væntanlegra friðarsamninga og fleiri mál. YiS heimkomu sína lýsti hann yfir því, að hann og menn hans hefðu mætt fyllsta skiln- ingi um allt, sem varðaði friSar- samningana. I miðdegisveizlu, sem sendinefnd- inni var lialdin, hélt félagi Stalin ræðu og sagSi meðal annars: „Sovét- ríkin hafa aldrei borið neinn kala til ungversku þjóSarinnar, jafnvel ekki á styrjaldarárunum. Sovétríkin óska ekki að hafa áhrif á innanlandsmál Ungverjalands". Þessi einfeldnislegu viðliorf hinna ungversku leiðtoga sýna Ijóslega, hve háskalegur hinn kommúnistiski blekk- ingaáróður er, og yfirlýsing Stalins þá takmarkalausu flærS, sem er cin- kennandi fyrir Sovétríkin og alla þeirra utanríkispólitík. Yorið 1946 komst Ungverjaland í mikla fjárhagsörðugleika, sem ollu stjóminni ýmsum vandræSum. Þrátt fyrir lán frá Bandaríkjunum og ríf- leg framlög úr endurreisnarhjálp Sameinuðu þjóðanna var allt hag- kerfi landsins og efnahagslíf í hraðri upplausn, sem að verulegu leyti staf- aSi af gífurlegum kostnaði af setu Rauða hersins í landinu og gegndar- lausum ránum og brottfærslum aSal- verðmæta þjóðarinnar, sem talin voru nema hundruðum milljóna doll-

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.