Félagsbréf - 01.01.1957, Qupperneq 5

Félagsbréf - 01.01.1957, Qupperneq 5
Dr. Jón Jóhannesson prófessor Dr. Jón Jóhannesson prófessor lézt í Landspítalanum í Reykja- vík 4. maí s.l. tæpra 48 ára að aldri. Með honum er brott horf- inn einn af okkar skarpskyggnustu og traustustu vísindamönn- um á sviði íslenzkra fræða og mesti sérfræðingurinn í sögu Islands frá upphafi til siðaskipta. Dr. Jón var fæddur í Hrísakoti á Vatnsnesi 6. júní 1909, stúdent frá M.A. 1932, cand. mag. í íslenzkum fræðum frá Há- skóla Islands 1937 og doktor frá sama skóla 1942. Haustið 1943 gerðist hann kennari í sögu við Háskóla Islands og gegndi því starfi til dauðadags. Hann var kvæntur Guðrúnu P. Helgadóttur íslenzkukennara. Hér er eigi rúm til að telja mikil og merk ritstörf dr. Jóns í íslenzkri sagnfræði og bókmenntasögu, en um hann hefur verið sagt, að varla skrifaði hann svo smágrein, að eitthvað í henni hefði ekki varanlegt gildi. Aðeins skal drepið á tvö stórvirki. 1 doktorsritgerð hans, GerSurn Landnámabókar, eru afar torveldu efni gerð slík skil, að megin-niðurstöðum verður tæplega haggað, þó að tímar líði. Islendingasaga I, sem kom út á vegum Almenna hókafélagsins í fyrra, er í tölu merkustu sagnfræðirita íslenzkra. Framliald þeirrar hókar átti að koma út á næsta hausti. Það skarð, sem höggvið er í raðir íslenzkra fræðimanna með fráfalli dr. Jóns, verður ekki fyllt að sinni. Fjöldi verkefna beið hans, sum þannig, að varla var á annarra færi en hans að leysa. Með dr. Jóní Jóhannessyni kveðjum við ekki aðeins mikinn vísindamann, heldur einnig góðan dreng og dáðan kennara. Sjálfur skulda ég honum þakkir fyrir ógleymanlega kennslu og hugljúfa viðkynningu, þjóðin öll fyrir verk, sem hún hvorki vill né getur án verið. Eiríkur Hreinn Finnbogason.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.