Félagsbréf - 01.01.1957, Qupperneq 56

Félagsbréf - 01.01.1957, Qupperneq 56
54 FÉLAGSBHÉF sú, að það er skoðun mín, að skáld- skapur spretti af vissu hugarástandi. Ég álít, að aðeins þeir, sem fengið hafa þá gáfu í vöggugjöf eða fá hina óskilgreinanlegu hvöt til að skrifa hugsanir sínar,'geti náð þessu marki. Þetta hugarástand, eins og ég kalla það, er næstum óviðráðanleg ástríða, sem krefst fullnægingar, hvað sem það kostar. Þessi ástríða verður ekki bæld niður. Hún líkist þeirri innri þörf, sem knýr menn til að leita ástar og vináttu. Sumum er hún eins brýn og þörf líkamans fyrir mat og drykk. Þessi innri þörf knýr manninn eins langt og hann er reiðubúinn að fara í áttina að hinu meðvitaða eða dulvitaða marki í lífinu. Það er undir styrkleika þessarar innri þarfar komið, hvort markinu verður náð eða ekki. Margir eru reiðubúnir að þola næstum hvers konar þrengingar til að komast á skáldabekk. Aðrir missa kjarkinn innan skamms og finna skynsamlegar afsakanir fyrir því að hætta og snúa sér að öðru. En svo eru enn aðrir, og þeir eru fjölmennastir, sem þrá að verða rithöfundar, en skortir hinn nauðsynlega hæfileika til að ná ár- angri. Margir, sem fómað hafa tíma og kröftum í að læra þá íþrótt að skrifa, eru þeirrar skoðunar, að þeir, sem fúslega leggja á sig erfiðleika, nái helzt því marki að verða skáld. Það væri heimskulegt að halda því fram, að maður verði að vera öreigi til að geta orðið góður rithöf- undur, en hitt er satt, að einn þátt- ur löngunarinnar til að verða rit- höfundur, knýr manninn til að reyna að sigrast á hverjum þeim erfiðleik- um, sem á leiðinni eru að því marki. Fátækt og skortur sem eru algeng- ari en auðlegð og hóglífi, eru bæði ímynduð og raunveruleg, og hinn tilvonandi rithöfundur fær hugrekki til stærri átaka, er hann smám sam- an sigrast á þeim. Ef sá hinn sami væri fæddur í auðlegð með svipaða hæfileika, mundi hann sennilega ein- beita kröftum sínum að því marki að verða frægur afreksmaður á sviði bókmennta. Fyrir flestum rithöfund- um, jafnt rikum sem fátækum, eru laun þau, sem unnin afrek hafa í sér fólgin frumhvötin til að skrifa, peningar skipta þar minna máli. Ég hef sjaldan hikað við að draga kjarkinn úr þeim mönnum, sem segj- ast ekki hafa nægan tíma til að skrifa eða að útgefendur meti ekki verk þeirra að verðleikum. Þetta kann að þykja kuldalegt, en ég finn, að það er heiðarlegt og hyggilegt og þar af leiðandi mönnum betra en góðlátleg uppörvun. Margir byrjandi rithöfundar leita, e. t. v. óafvitandi, að afsökun fyrir því að gefast upp, og þeir munu verða hamingjusamari menn og nýt- ari þjóðfélagsþegnar á öðru starfs- sviði. Maður, sem vill skrifa, fær alltaf tækifæri til þess. Þeir, sem ekki sitja um og nota slík tækifæri, eiga venjulega önnur hjartfólgnari áhugamál, hvort sem þeim er það ljóst eða ekki. Margir, sem reyna að skrifa skáld- sögur, hvort sem er til skemmtunar eða frægðar, mundu ná meiri ár- angri, ef þeir hefðu betri skilning á eðli þess verks, sem þeir eru að reyna að vinna. Það má skilgreina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66

x

Félagsbréf

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.