Félagsbréf - 01.07.1958, Blaðsíða 40

Félagsbréf - 01.07.1958, Blaðsíða 40
36 FELAGSBREF um ljóðlist, Fragmenter av en Dag- bog’, að tindarnir í nútímaljóðlist Norðurlanda, Fröding og Södergran, hafi verið söngvarar einlægninnar og Baudelaire segir að einlægnin sé leiðin til frumleikans. En mér skilst að einlægni sé í andstöðu við nú- tímaþjóðfélag og þar af leiðandi oft og tíðum sá skáldskapur sem er góð- ur og lifvænlegur. — Þegar við klæðum okkur á morgnana, gleym- um við aldrei að setja á okkur grím- una. En gríman og ljóðið eru and- stæður, á sama hátt og lygi og sann- leikur. — En þið spurðuð: hvað er skáldskapur? Mér dettur allt í einu í hug smáatvik sem gerðist fyrir skömmu. Starfsbróðir minn einn hneykslaðist á því við Kjarval, hvern- ig kaþólikkar færu að því að skíra böm. Honum fannst það heldur und- arleg athöfn, öll þessi viðleitni að reka illa anda út úr baminu. En Kjai-val sagði himinlifandi: Góði minn, þetta er ágætt, þetta er ágætt, þetta er tilraun til að skapa mann. Nú dettur mér í hug, hvort ljóðið sé ekki á sama hátt tilraun til að skapa mann. Ekki endilega háttvirt- an lesanda heldur fyrst og fremst skáldið sjálft: Ég hef ekkert ljóð skapað, sagði Göthe eitt sinn, held- ur hefur það skapað mig. Segöu okkur undir lokin: hvemig er að gefa út Ijóðabók, ef þetta mis- tekst nú —? Ja, þá reynir maður að vera hom- brattur og brosa sakleysislega í all- ar áttir. Kannski fer maður heim eins og stúdentinn sem féll á kandí- datsprófi, lítur í spegil og segir við sjálfan sig: Að ég skuli hafa getað fallið — með þessi háu kollvik. Að lokum: Hvað mundirðu vilja segja um framtíð íslenzkrar Ijóð- listar og unga skáldskapinn okkar? Ætli allur þessi skáldskapur deyi ekki út fyrr en varir og nýr taki við. Við skulum vona það. En ég er ekki viss um að nýju fötin keis- arans breytist í íslenzka duggara- peysu. Samtal þetta áttu þeir Knútur Bruun og Njörður Njarðvík við Matthias Johannessen í útvarpsþættinum „Skáldið og Ijóðið" i s.l. marz, en þá skömmu áður liafði Ijóðabók M. J. „Borgin liló“ komið út á forlagi Helgafells. Sam- talið birtist liér litillega breytt.

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.