Félagsbréf - 01.07.1958, Blaðsíða 42

Félagsbréf - 01.07.1958, Blaðsíða 42
38 FELAGSBREF Hvað getum við annað en kropið auðmjúkir í duftið? Ágætan formála fyrir bókinni hef- ur ritað Gunnar Gunnarsson skáld. Þar segir hann meðal annars: „Að rekja efni bókarinnar frá því að Jörð Sólardóttir stekkur einborin úr móðurskauti, þar til henni sem líf- vænlegum hnetti bætist liðug hálf milljón manna jneð hverjum tungl- hvörfum, eða hið langt um skemmra skeið mannverunnar frá hellisbúum til himinfara fuglum ofar, og á morgun eða hinn daginn ef til vill geimfara, væri að bera í bakkafullan lækinn. Hver sá er fær bók þessa handa á milli, mun lesa hana oftar en einu sinni og gagnskoða mynd- irnar“. Þá snúum við okkur að efni bók- arinnar. Henni er skipt í 13 aðal- kafla og hverjum þeim kafla í aðra smærri. Auk þess er aftast í bókinni skrá yfir myndir og höfunda þeirra, skrá yfir allmörg íslenzk og erlend vísinda- og fræðslurit, er snerta efni það, sem bókin ræðir um, og loks er nafna- og atriðaskrá. Aðalkaflamir eru sem hér segir: 1. Fæðing jarðar. 2. Undur og gátur hafsins. 3. Yfirborð þurrlendisins. 4. Lofthafið. 5. Framvinda lífsins. 6. Öld spendýranna. 7. Lífið í sjónum. 8. Kóralrif. 9. Land sólar. 10. Auðnir norðurhjarans. 11. Regnskógar hitabeltis. 12. Sumargrænir skógar. 13. Stjörnugeimurinn. Eins og gefur að skilja, þá er ekki unnt að gera efni þessarar miklu bókar nein viðhlítandi skil í stuttum ritdómi. Ég verð að láta nægja að stikla á nokkrum staksteinum og vona, að það geti orðið til þess að gefa mönnum einhverja hugmynd um þetta stórkostlega ritverk. í lífi manna og dýra vekur fæð- ing alltaf óskipta athygli, enda þótt hún sé daglegur viðburður, hvað þá fæðing heils hnattar. En kafli þessi ræðir ekki einvörðungu um fæðing- una — hina upphaflegu myndun hnattarins, heldur er líka rakin efnis- leg þróun hans, allt til vorra daga, um 4000 milljóna árabil. Og hverju er svo spáð um framtíð okkar litlu jarðar. Um það segir bókin á þessa leið: „Eftir svo sem 5—10 þúsund milljónir ára, en eitthvað um það leyti hugsa vísindamenn sér enda- lok jarðar, tekur vetnið, eldsneytið í kjarnorkuofni sólar, mjög að ganga til þurrðar, en við það hefst ný fram- vinda í starfsemi sólar, með þeim af- leiðingum, að hún tekur að þenjast út.------— Hitastig á jörðu mun verða um 1300 stig á Celsius og svið- ið yfirborð hennar mun glóa í rauðri birtu. Höfin munu sjóða og sjálft gufuhvolfið þyrlast út í geiminn. Enn um ótaldar aldir mun hin logsviðna, lífvana pláneta halda áfram að snú- ast á steikarteini deyjandi sólmóður sinnar“. Næst koma kaflarnir um eðli og útlit hafs og hauðurs í gegnum ald- ii-nar, og kennir þar margra grasa. Hér fáum við að vita, að aðeins 29% allrar jarðskorpunnar er þurrlendi. Og væru allar ójöfnur jarðskorpunn-

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.