Félagsbréf - 01.07.1958, Blaðsíða 45

Félagsbréf - 01.07.1958, Blaðsíða 45
félagsbréf 41 um var háð miklum takmörkunum, unz stjörnusjónaukinn kom til sög- unnar. En þrátt fyrir geysivíðtæka þekkingu, sem nútímavísindamenn hafa öðlazt á himintunglunum og þróun þeirra, þá er mörg gátan um stjömugeiminn óleyst og verður það sennilega enn um langan aldui-. í kafla þessum eni ræddar gamlar °S nýjar skoðanir manna á eðli og tilurð stjarnanna. Ekki er ósennilegt, að mörgum muni þykja nóg um, er hann les um hinn ótrúlega grúa hnatta og sólkerfa og hinar gífur- legru fjarlægðir þeirra frá jörðu. Öll jarðnesk viðmiðun manna missir í því sambandi gersamlega marks. Nú eni nýjustu sjónaukar orðnir það ffóðir, að hægt er að skyggnast með hjálp þeirra 2000 milljónir ljósára út í geiminn, en eitt ljósár er sú leið, sem ljósið fer á einu ári með 300 þúsund kílómetra hraða á sek- úndu. Og ætli mörgum þyki það ekki nokkuð mikil fjarstæða, að stjarna, sem vísindamaðurinn er að skoða í þessari órafjarlægð, gæti verið liðin undir lok fyrir lifandi löngu, því að ljós það, sem hann sér í sjónauk- anum, byrjaði að streyma út frá stjörnunni um það leyti, sem lífið var að kvikna í frumhöfum jarðar. Lokaorð höfunda þessa kafla era á þessa leið: „Nú verða þau grand- vallarhugtök, sem áður vora notuð til skýringar á heimskerfinu — efni og orka, rúm og tími — ekki lengur greinilega aðskilin. Hin nýju vís- indi hafa leitt í ljós, að efni og orka er hið sama. Og á svipaðan hátt verður ekki skilið á milli rúms og tíma í ógnarlegum fjarvíddum al- geimsins. Maðurinn er hamlaður af ónógri skilningshæfni og hann er bandingi eigin skynáhrifa og fær því einungis fálmað sig fram um þá rökkurmóðu, sem byrgir honum út- sýn á tvo vegu við yztu mörk sjón- hrings — öðram megin djúpir dul- arheimar frumagnanna, hinum meg- in endalaus víðerni rúms og tíma. Hvort honum muni takast að lyfta þessari hulu, er aðeins bundið von en engri vissu, eins og Páll postuli kemst að orði: „Því þekking vor er í molum og spádómur vor er í mol- um .... því að nú sjáum vér svo sem í skuggsjá og óljósri mynd“. * Þessi glæsilega bók er ekki eins manns eða fárra manna upphróf. Hún er frumsamin af 256 vísinda- mönnum og vísindastofnunum, og skiptu þeir með sér verkum eftir sérhæfni hvers og eins. Islenzku þýðinguna gerði Hjörtur Halldórsson, menntaskólakennari. Er mikið færzt í fang að taka að sér slíkt verk, sem spannar allar helztu ffæðigreinar náttúruvísindanna. En Hirti hefur farizt þýðingin pi'ýði- lega úr hendi, jafnvel svo vel, að ég efast um að nokkur hefði gert betur. í bókinni morar af vísinda- heitum á jurtum og dýrum. Þar era nefnd dýr af hinum fjarskyldustu flokkum, bæði steingerð og þau sem nú lifa. Mér er kunnugt um, að þýð- andinn leitaði til ýmissa sérfróðra manna um íslenzkar nafngiftir af öryggisástæðum og álít ég það rétt- mætt, þar sem hann sjálfur er ekki dýrafræðingur að menntun. Sum dýra- og jurtanöfnin voru áður til í málinu, en allmörg eru ný-

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.