Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.05.2014, Qupperneq 24

Fréttatíminn - 09.05.2014, Qupperneq 24
Kyssir gamla karla Elsa Yeoman, forseti borgar- stjórnar, ólst upp í verkamanna- íbúð í Fellahverfi. Á sumrin fór hún oft til ömmu sinnar í Banda- ríkjunum sem var einkakokkur hjá efnaðri mafíósaekkju og kynntist því þessum miklu andstæðum. Elsa segist hafa skapið og ástríðuna fyrir matargerð frá ömmu sinni. Elsa stendur sig stundum að því að stara á gamla ókunnuga karla og gefur þeim jafnvel koss á kinnina. A mma er einn af mínum helstu áhrifavöldum. Hún var aldrei að pæla í hvað fólki fannst um hana eða sagði um hana. Ég hef það frá henni, held það sé í gen- unum. Svo hef ég skapið frá henni. Ég verð að viðurkenna það. En það er líka bara gott að hafa skap,“ segir Elsa Yeoman, borgarfulltrúi Besta flokksins og frambjóðandi Bjartrar framtíðar í komandi borgarstjórnarkosningum. Ég er mætt fyrir framan heimili hennar á Vesturgötunni en er að velta fyrir mér hvort ég sé á réttum stað þegar ég heyri hátt blístur. Ég skima lítillega í kring um mig, gef mér að þarna sé einhver unglingspiltur á ferðinni, efast um að hann sé að flauta á mig og fletti númeri Elsu upp í sím- anum mínum. Aftur er blístrað, enn hærra. Nú sé ég hana. Hún er í skó- síðum svörtum kjól með útsaumuðum blómum, kjól sem er svo fágaður að mér finnst hann nánast eiga að vera á safni en hún er í honum svona á þriðjudagsmorgni. „Ég er yfirleitt í kjólum. Mér finnst það miklu þægilegra,“ segir hún. Notar helst ekki rafmagns- tæki Elsa býr á Vesturgötunni ásamt börnum sínum tveimur, 21 árs dreng og 14 ára stúlku. Heimilið er allt í gamaldags stíl, hvort sem litið er á húsgögnin, bækurnar eða myndirnar á veggjunum. Þetta er svona eins og heima hjá ömmu. Bara einhverri ömmu. „Ég vil helst ekki nota rafmagnstæki. Ég er með tölvu og ísskáp en ég væri alveg til í að vera ekki með tölvu og síma, Það myndi henta mér rosalega vel. Dóttir mín reyndar píndi mig til að kaupa tæki til að gera „smoothie“.“ Elsa skildi við eiginmann sinn til 20 ára í ársbyrjun. „Þetta er auðvitað rosalega breyting. Ég var 19 ára þegar ég varð ófrísk og ég segi stundum að ég hafi kynnst manninum mínum í gegn um son okkar því við byrjuðum á því að búa hann til. En ég hef enga þörf fyrir að tala um skilnaðinn. Ég er búin að tala nóg um það. Það er líka annar hver maður á Íslandi sem skilur.“ Elsa er uppalin í Fellunum í Reykjavík en þangað fluttu foreldrar Elsa Yeoman segir það hafa hentað sér betur að vera uppi í gamla daga þegar samskipti voru nánari og fólk var ekki fast í tölvunni liðlangan daginn. Ljósmyndir/Hari Framhald á næstu síðu 24 viðtal Helgin 9.-11. maí 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.