Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.05.2014, Qupperneq 42

Fréttatíminn - 09.05.2014, Qupperneq 42
42 bílar Helgin 9.-11. maí 2014 ReynsluakstuR – FoRd Fiesta st F ord Fiesta ST var valinn bíll ársins af Top Gear árið 2013 og sömuleiðis völdu sérfræð- ingar Auto Express Ford Fiesta besta smábílinn árið 2013 og skal engan undra því bíllinn er mörgum kostum búinn fyrir utan að vera einstaklega fallegur. Vélin er 182 hestöfl og það tekur aðeins 6,9 sek- úndur að fara í hundraðið sem kom oft að góðum notum í reynsluakstr- inum þegar skipta þurfti um akrein á þyngstu stofnbrautum höfuðborg- arsvæðisins. Það skal þó tekið fram að reynsluaksturinn fór fram á lög- legum hraða. Þegar bíllinn var myndaður fyrir umfjöllunina ókum við ljósmyndar- inn Ægisíðuna í leit að góðum stað og þegar við vorum að snúa við ók jeppi rólega framhjá. „Við tökum fram úr þessum!“ sagði ljósmyndar- inn. Ökumaðurinn jeppans reyndist vera Vigdís Finnbogadóttir, fyrrum forseti Íslands, og fylltist ökumað- urinn þá svo mikilli lotningu og öll áform um framúrakstur fuku út í veður og vind. Ekki er alltaf hægt að treysta á að hvatvísir ökumenn rekist á fólk eins og Vigdísi sem með nærveru sinni einni fá þá af því að gefa í. My Key er staðalbún- aður í Ford Fiesta en með honum er hægt að stilla ákveðið hámark á hraða bílsins, til dæmis að ekki sé hægt að aka honum hraðar en á 90 kílómetra hraða því þá gefur hann frá sér viðvörunarhljóð. Hljóðkerfið er einnig hægt að stilla og koma í veg fyrir að hægt sé að taka örygg- isbeltastillinguna af. Ford Fiesta ST er búinn ein- staklega fallegri innréttingu og Recaro sportsætum og er hægt að stilla hæðina á ökumannssætinu. Ekki er hægt að ræsa bílinn nema þrýsta kúplingunni niður sem er kostur fyrir ökumenn sem van- ir eru að keyra skjálfskiptan bíl. Hljómtækin eru frá Sony og mjög góður hljómburður í bílnum. Eins og alvöru sportbíl sæmir er að sjálf- sögðu vindskeið að aftan. Í bílnum er Ford EcoBoost vél en hún er sú sparneytnasta sem Ford hefur fram- leitt og hlaut titilinn vél ársins tvö ár af Engine Technology Internation- al Magazine. Bíllinn er einstaklega eyðslugrannur en meðaleyðsla á langkeyrslu er 4,8 lítrar á hundraðið en 5,9 í blönduðum akstri. Í heildina er Ford Fiesta ST lipur og þægilegur bíll sem auðvelt er að bakka í stæði. Hann er nokkuð þröngur að innan en með rúmgóðri farangursgeymslu. Merkilegt nokk tókst að festa þrjár sessur fyrir börn í aftursætin og var gríðarlega góð stemning hjá barnahópnum á rúnt- inum á rauða fína sportbílnum. Sjö ára sonurinn tók bílinn út og gaf honum bestu einkunn og hvatti móður sína til að fremja lögbrot. „Þetta er geggjaður bíll. Þú gætir kannski stolið honum?“ Eyðir litlu Góð hljómflutningstæki Lipur Falleg hönnun Þröngur að innan Helstu upplýsingar Ford Fiesta ST Beinskiptur, 3 dyra Vél 1,6l Hestöfl 182 Meðaleyðsla í blönduðum akstri 5,9 l/100 km Co2 138g/km Lengd 3969 mm Breidd 1722 mm Hæð 1495 mm Farangursrými 290 lítrar Verð frá 4.090.000 kr. Snöggur og smár sportbíll Ford Fiesta ST er fallegur, eyðslugrannur og hraðskreið- ur smábíll sem slegið hefur í gegn. Í honum er búnaður sem takmarkar hámarkshraða og hljóðstyrk hljómtækja sem kjörið er að nota séu hvatvísir eða óreyndir ökumenn við stýrið. Ford Fiesta ST er lipur og þægilegur sportbíll. Hann er þriggja dyra smábíll en rúmar þó þrjár barnasessur í aftursætinu. Ljósmynd/Hari Dagný Hulda Erlendsdóttir dagnyhulda@frettatiminn.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.