Fréttatíminn


Fréttatíminn - 09.05.2014, Page 83

Fréttatíminn - 09.05.2014, Page 83
LIFANDI LÍFSSTÍLL 3. ÁRGANGUR 2. TÖLUBLAÐ MAÍ 2014 7 Betri líðan allan daginn Böðvar segir starfsfólkið í eldhúsi Lifandi markaðar vera sterka heild sem vilji móta framleiðsluna og þjónustuna í takt við væntingar viðskiptavina og fagna öllum athugasemdum. „Við viljum gera vel og bæta okkur ef þess þarf með. Við hvetjum fólk með ofnæmi eða sem vill sneiða hjá einhverju í mat endilega um að hafa sam- band.“ Vinsælt sé að senda á fundi holl og hressandi millimál, s.s. þeytinga, ávaxtabakka eða gómsæta hráköku með kaffinu. „Fólki líður svo vel af þessu og hefur meiri orku til að takast á við verkefni dagsins. Blóðsykurinn helst í betra jafnvægi og einbeitingin verður skýrari.“ Hollari veislumatur og hádegisverður Það er tilvalið að bæta við einum eða tveimur hollum réttum á veisluréttahlaðborð. Aukin fræðsla um áhrif holls veislumatar og það að hann geti verið jafn ljúffengur og annað sem í boði er hefur áhrif. Þá hefur einnig aukist að smærri og stærri fyrir- tæki og hópar kjósi að fá sendan hollan og næringarríkan mat í hádeginu. „Við miðum við að senda innan höfuðborgarsvæðisins en höfum alveg sent upp á Akranes,“ segir Böðvar brosandi. Aukin orka, einbeiting og vellíðan Margrét Leifsdóttir og Linda Pétursdóttir heilsumarkþjálfarar halda 10 daga hreinsunarnámskeið sem byggð eru á grunni Simple Well Being námskeiðum Lindu. Námskeiðin hafa notið mikilla vinsælda hér á landi og sumir koma oftar en einu sinni til að læra nýjar matarvenjur og á sjálfa sig í leiðinni. Hressandi millimál fyrir hópa og fyrirtæki „Skemmtilegast er þegar fólk veit hvað það vill en er ekki viss um hvernig á að framkvæma það. Þá er hlutverk okkar að finna lausnirnar. Við leysum allt,“ segir Böðvar Sigurvin Björnsson, yfirmatreiðslumaður Lifandi mark- aðar til tveggja ára. „Við hjá Lifandi markaði höfum öll heilbrigðan lífsstíl að leiðarljósi. Það sem er sameigin- legt starfi mínu hér og æfingunum hjá Mjölni er hugar- farið. Hver og einn skiptir máli og bestur árangur næst þegar fólk lærir hvert af öðru og blómstrar í styrkleikum sínum,“ segir Böðvar sem æfir jiu-jitsu hjá Mjölni. Grunnnæringin mikilvægust „Á námskeiðunum hjálpum við fólki að bæta nýjum venjum inn í líf sitt. Margir hafa náð ótrúlegum árangri. Þetta er í raun nokkurs konar 10 daga rannsóknarleiðangur um það hvað fer vel með okkur og hvað ekki.“ Margrét tekur fram að hreinsunin snúist ekki bara um mataræði því grunnnæringin skipti miklu máli. „Hún skiptist í samband okkar við annað fólk, starfið okkar, líkamlegt ástand og andlega líðan. Þessir þættir og mataræði þurfa að vera í jafnvægi svo að við getum verið heilbrigð. Þessir fyrrgreindu þættir stjórna því hvað við borðum. Þegar við förum í svona hreinsun fáum við mikla umbun svo fljótt og orku til að takast á við þessa þætti á uppbyggilegan hátt.“ Miklar jákvæðar breytingar Margrét segir að algengasti aldur þátttakenda á námskeiðunum sé 40-55 ára. „Mín reynsla er sú að eftir fertugt fer fólk að finna fyrir alls kyns einkennum sem það nennir ekki að dröslast með.“ Algengt er að erfið- ast sé að sleppa sykri, glúteni og koffíni og gervisykri í gosi og tyggjói.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.