Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Page 17

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Page 17
SVEITARSTJÓRNARMÁL 13 framfærslustyrk né ellilaun, eru þó ekki nema 7 að tölu á öllu landinu. Til saman- burðar má geta þess, að árið 1933, er fram fór fyrsti útreikningur á tillagi úr ríkissjóði til fátækrajöfnunar, voru það einnig 7 sveitarfclög, sem enga fram- færslu höfðu, og eru fjögur þeirra hin söniu nú og þá var. Að hreppunum hefur Glæsibæjarhrepp- ur í Eyjafirði langþyngsta framfærslu í krónum talið, eða um 29 þús. kr. Næstur er Gerðahreppur með 19 þús. kr., þá eru Vopnafjarðar- og Fáskrúðsfjarðarhrepp- ur á Austurlandi með 16 þús. kr. hvor, Hnífsdalur og Stokkseyri með 15 þús. kr. hvor, Miðneshreppur með 14 þús. kr„ Súðavík, Hellissandur á Snæfellsnesi og Vindhælishreppur með 11—12 þús. kr. hver og Ólafsvík með 10 þús. kr. Aðrir hafa minna. Greinilegt er af þessu, að það eiu kauptúnin í þessum flokki, eða þeir hreppar, þar sem kauptún hafa myndazt eða eru að myndast, sem hæstu útgjöldin hafa. Nema samanlögð framfærsluút- gjöld þessara hreppsfélaga, sem ég nefndi, um 170 þús. kr., eða tæpum % hluta þess, sem hvilir á hinum 194 sveit- arfélögum, sem eru í flokki hreppa og smákauptúna. Þessar tölur segja okkur greinilegar en allt annað, að það er í kaupstöðunum, kauptúnunum og sjávarþorpunum, sem fátækraframfærslan hvílir með svo að kalla öllum þunga sínum. Eins og áður er sagt, eru ekki fyrir hendi fullnægjandi skýrslur um það, hve margir menn hafa hér á landi notið fram- færslustyrks árið 1938. Stafar þetta af þvi, hve ónákvæmlega útfyllt eru ej'ðublöð þau, sem ráðuneytið sendir sveitarstjórnum varðandi þessi mál, og enn fremur af því, hve seint reikningar berast, sérstaklega reikningar kaupstaðanna og hinna stærri kauptúna. Af bráðabirgðayfirliti, sem ég lief gert yfir framfærsluþurfa úr 206 sveitarfélög- um (skýrslur hafa ekki náðst frá 8 sveit- arfélögum), hafa 1938 verið á framfæri þess opinbera: 2116 fjölskyldufeður, þ. e. karlar og konur, sem auk sjálfra sín hafa þurft að framfæra aðra. 1298 einhleypir karlar og konur og 142 munaðarlaus börn. Samtals 3556 menn og konur. Þeim 2116 fjölskyldumönnum eða fyrirvinnu heimila virðist fylgja 6525 manns, svo alls hafa á einhvern hátt kom- ið á framfærslu u.m lengri eða skemmri tíma á árinu 1938 10081 maður, og ef svipað hlutfall er áætlað í þeim 8 sveitar- félögum, sem skýrslur hafa ekki náðst úr, eru það milli 11 og 12 þúsund manns, sem framfærslustyrks hafa notið að meira eða minna Ieyti. Lætur nærri, að það sé um 10% af þjóðinni allri. Nánari skýrslur um þetta mun ég birta, þegar fullnaðaryfirlit hefur náðst. Með lögum þeim, sem samþykkt voru á Alþingi 1937 og Jöfnunarsjóður er stofnaður eftir, var svo ákveðið, að jöfn- unin milli sveitarfélaganna skyldi fram- vegis ekki einungis byggjast á því, er veitt yrði til framfærslumálanna einna, heldur skyldi og tekið með í þeim út- reikningi það, sem sveitarfélögin veittu til ellilauna og örorkubóta og til kenn- aralauna. Þar var og ákveðið, að því fé, sem eftir vrði í Jöfnunarsjóði, þegar fullkomin jöfnun væri gerð samkv. þessu, skyldi skipt upp milli sveitarfélaganna í réttu hlutfalli við framlög hvers einstaks sveit- arfélags til þessara útgjaldaliða. Það er í fyrsta skipti 1938, að fátækra- jöfnun fer fram samkvæmt fyrinnæl- um þessum, og því fróðlegt fyrir þá, sem um mál þessi hugsa, að kynnast því, hvernig þetta hefur reynzt. Ég hef áður skýrt frá fátækrafram- færslunni, svo nú er rétt að taka hina tvo liðina, ellilaunin og kennaralaunin, fyrst. sérstaklega til athugunar. Til ellilauna og örorkubóta telja sveit- arfélögin sig hafa lagt á árinu 1938 sam- tals kr. 841 762.00. Það er næsta merki-

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.