Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Síða 38

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Síða 38
34 SVEITARSTJÓRNARMÁL þau verðmæti eru mikil, sem lögð eru i byggingu borgar. Það, sem einkum fer aflaga í þeim efnum hjá okkur, er meðal annars of litlar lóðir, sem gera forgarða að götu of litla og bakgarða þrönga og óvistlega. Húsin vilja verða hvert öðru lík og skorta mjög tilbreytni, með þröngum og oft illa gerðum íbúðum. Hér er illa farið með verðmæti, og varhugaverð braut, sem vissulega þyrfti frekari íhlutunar byggingayfirvaldanna, og það er fullvíst, að i slíkum hverfum dregst arðurinn saman að fáum árum liðnum, þegar fólk rekur sig á gallana og rýmri, fullkomn- ari hverfi skapast, svo sem t. d. byggðin á Melunum, svo dæmi séu nefnd. í innbænum er því víða svo háttað, að ógrynni bakhúsa með rjúkandi iðn- rekstri svælir burtu þann möguleika, að hreint loft komist inn í ibúðir manna, þegar gluggi er opnaður. Bakhús og slcúrar fylla víða lit hið annars óbyggða svæði, sem ibúum húsanna var ætlað til afdreps frá göturykinu. Skúrarnir spretta upp eins og gor- kúlur, vegna þess að geymslur húsanna — í kjallaranum — eru leigðar út sem íbúðir þrátt fyrir lagalegt bann við slíku. Hér eril hvað mestar meinsemdir i ibúðahverfum og bráðnauðsynlegt verk- efni að ganga fyrst og fremst í skrokk á hinum fjölbreytta smáiðnaði í bak- húsagörðum og marka honum ákveðin svæði utan byggðarinnar, en á hentugum nærliggjandi stöðum. Kjallaraíbúðum þeim, sem ekki upp- fylla ákveðin skilyrði til mannabústaða, þarf að fækka, en þær eru vissulega of margar og óhollar. A síðari árum hefur mikið liðkazt að byggja samvinnubú- staði í Reykjavik, þar sem filög eða frjáts samtök hafa komið sir upp bústöðum i ákvcðnum hverfum, afmörkuðum °!Í byggðum í samrœmi við þarfir og getu bgggjenda. „Fitagsgarður“ í vesturbœnum er citl þessara nýju hverfa, sem sett hefur svip sinn á nokkrar nýjar götur vesturbœj- arins. Hefur aðatlcga verið bgggt eflir þrcinur fyrirmyndum, og einmitt sú tilhögun setur svip tilbreytni á slik sam- vinnuhvcrfi.

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.