Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Síða 50

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Síða 50
46 SVEITARSTJÓRNARMÁ.L Hafa þar allir lagzt á eitt, ríki, sveitar- fclög, félög og einstaklingar. Sýnir það, livað gera má, ef vel er viljað og hæfir menn veljast til forustunnar. Allur þorri vandræðafólksins er að meira eða minna leyti vinnandi, þó að það fáist ekki til þess oft og einatt, nema þá hjá einstaka manni, sem „hefur lag á því“. Til ckamms tíma var það ekki óalgeng sjón í mörgum kaupstöðum og kauptún- um að sjá hálfvitana eða vandræðamenn- ina fyrsta allra á bryggjunum, þegar strandferðaskipin lögðust þar að. Þótti mörgum slíkir „fulltrúar" sveitarfélags- ins eklci neitt sérlega skemmtilegir fyrir byggðarlagið, þó að víða hafi menn vanizt slíku, eða láti afskiptalaust, þó að leitt þyki. Eina leiðin, sem tiltæk er til að ráða að nokkru fram úr þessu vandamáli, er sú, að koma á fót hæli fyrir þetta fólk, þar sem það getur dvalizt til langframa og liðið vel, en er látið starfa eftir getu sinni undir stjórn hæfra manna og kvenna. Sýnist mér sem vel mætti koma þessu í framkvæmd, og vil ég hér á eftir benda á þá leið til þess, sem mér finnst líkleg- ust, að leitt gæti til lausnar á málinu. \ IV. Ef slíkt vinnuhæli fyrir vandræðamenn .yrði reist, ætti vitanlega að reisa það í sveit. Yrðu þar að vera góð skilyrði til ræktunar og annaðhvort heitt vatn í jörðu eða á, sem nota mætti til allöflugr- ar raflýsingar. Ættu sveitarfélög landsins öll að vera í félagi um að kaupa jörðina og koma upp nægilegum byggingum. Mættu þær ekki minni vera í byrjun en svo, að þangað mætti taka 50—60 vist- menn, en þó helzt allt að 100. Nú eru í landinu 217 sveitarfélög, og þyrfti að skipta stofnfénu milli þeirra eftir ákveðnum reglum. Sé gert ráð fyrir, að stofnkostnaður við hælið yrði rúm- ar 200 þúsund krónur, væri framlag hvers einstaks sveitarfélags, ef öll legðu jafnt af inörkum, ekki nema 1000 krónur. En að sjálfsögðu væri það ranglátt að ætla fámennum og fátækum hreppi að leggja jafnmikið til stofnkostnaðar slíks hælis og stóru kaupstöðunum. Vel mætti og finna sanngjarnan mælikvarða til að fara eftir í því efni. Dettur mér t. d. i hug, að fara mætti eftir meðaltalsframfærslu- vísitölunni, sem reiknuð er út fyrir hvert sveitarfélag landsins eftir nákvæmlega sömu reglum. Eftir vísitölunni fyrir 1939 yrði fram- ,lag sveitarfélaganna til slíks hælis, sem kostaði um 200 þúsund krónur, eins og hér segir: Hreppar og smákaupt. (197) kr. 70 000 Reykjavíkurbær ............. — 42 000 Aðrir kaupstaðir ........... — 72 000 Kauptún .................... — 26 000 Alls kr. 210 000 Samkvæmt þessu yrði framlag hrepp- anna að meðaltali 355 krónur á hvern þeirra, og er það öllum viðráðanleg upp- hæð. Kaupstaðirnir átta, að frátalinni Reykjavík, en að Akranesi meðtöldu, ættu að leggja fram 9000 kr. að meðal- tali hver og kauptúnin 11 tæpar 2400 kr. hvert. Ýmsum kann nú að finnast þetta ærið fé, og það er það vitanlega. En gæta verð- ur þess, að hér er aðeins u.m að ræða framlag í eitt skipti fyrir öll, en á móti því kemur það, að sveitarfélagið á að- gang að hælinu fyrir vandræðafólk sitt, hvenær sem það þarf þess með, fyrir gjald, sem engu sveitarfélagi yrði ofvaxið að greiða, eins og síðar verður vikið að. Auk þess eru til ýmsar leiðir til þess að létta undir með sveitarfélögunum um framlagsgreiðslurnar. Mætti skipta þeim á nokkur ár, svo að ekki þyrfti árlega að inna af hendi nema t. d. % eða Mo hluta greiðslunnar. Yrðu þær þá engu sveitar- félagi ofvaxnar. Þegar hælinu hefði verið komið á fót, mundi það taka við öllum þeim vand- ræðamönnum, sein sveitarfélög landsins

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.