Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Side 54

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1941, Side 54
50 SVEITARSTJ ÓRNARMÁL Barnsmeðlög. Breyting var á síðasta Alþingi gerð á lögum um afstöðu foreldra til óskilget- inna barna. Var brevtingin eingöngu um ákvörðun og greiðslu meðlaganna með börnunum, en snertir ekki önnur ákvæði þessara. laga. Hingað til hafa meðlög með óskilgetnum börnum verið ákveðin til þriggja ára i senn, og voru þau á s. 1. ári ákveðin fyrir tímabilið frá 14. maí 1940 til 14. maí 1943. Vegna hinnar miklu og vaxandi dýrtíðar lagði félagsmálaráð- herra fyrir Alþingi frumvarp til laga um breytingar á þessu, og var það frumvarp gert að lögum, nokkuð breytt. Breyting sú á lögunum, sem gerð var, er svo sem hér segir og er við lög nr. 46 27. júní 1921: 1. gr. — Annar málsliður 1. mgr. 1. gr. laganna orðist svo: En upphæð meðalmeðgjafa með óskil- getnum börnum ákveður félagsmála- ráðuneytið, að fengnum tillögum sýslu- nefnda og bæjarstjórna, fyrir hvert sveit- arfélag um eitt ár í senn, og skal miða meðalmeðgjöf við aldur barna hinn sama á öllu landinu. Meðlagsárið er frá 1. ágúst ár hvert til 31. júlí næsta ár á eftir. Við ákvörðun meðalmeðgjafa skal þess gætt i livert sinn, að þær hækki eigi minna en nemi aukinni dýrtíð samkvæmt siðustu vísitölu kauplagsnefndar. Þó skal við ákvörðun meðalmeðgjafa meðlags- árið 1. ágúst 1941—31. júlí 1942 auk þess tekið lillit til þess, að eigi voru greiddar vérðlagsuppbætur á meðlög næsta með- lagsár á undan. 2. gr. — Lög þessi öðlast þegar gildi. Eins og lögin bera með sér, eru aðal- breytingarnar tvær. Hin fyrri, að með- lög verða framvegis ákveðin til eins árs í senn, í stað þriggja ára áður, en hin síðari, að meðlagsárinu er breytt og er nú frá 1. ágúst til 31. júlí næsta ár á eftir. Auk þessara aðalbreytinga eru eft- irfarandi bráðabirgðabreytingar. Meðan kauplagsvísitala er reiknuð, skal hækkun meðlaganna ekki vera minni en sem svarar aukinni dýrtið, eins og hún er talin vera samkvæmt síðustu vísitölu kauplagsnefndar fyrir 1. ágúst, þ. e. hún skal reiknuð samkvæ.mt júlí-vísitölunni. Og enn fremur skal taka tillit til þess, þegar meðlögin fyrir næsta meðlagsár verða ákveðin, að ekki voru greiddar verðlagsuppbætur á meðlögin fyrir síð- asta .meðlagsár, þ. e. tímabilið frá 14. maí 1940 til 1. ágúst 1941. Má ætla, að þetta síðasta ákvæði lag- anna verði að framkvæmast þannig, að meðlögin fyrir meðlagsárið 1941—1942 verði að ákveðast nokkru hærri en vísi- talan fyrir júlímánuð 1941 gerir ráð fyrir, Lánadeild smábýla. 1 lögum um Búnaðarbanka íslands frá 24. júní 1929 var kal'Ii um lána- deild fyrir smábýli við kaupstaði og kauptún. Hins vcgar voru gerðar þar svo miklar kröfur til landstærðar og sett þar inn ýmis önnur óaðgengileg láns- skilyrði, að heita mátti útilokað, að lána- deildin gæti gert tilætlað gagn, enda tók hún aldrei til starfa. Árið 1940 tók milliþinganefndin í bankamálum þessi mál til endurskoð- unar og gerði við þau ýmsar mikilvægar breytingartillögur, sem svo urðu að lög- um á þinginu 1941 og voru felldar inn í lögin um Búnaðarbanka íslands. Höfuðatriðin í kaflanum um Iánadeild smábýla eru eftirfarandi: Stofna skal lánadeild smábýla við Búnaðarbanka íslands. Ríkissjóður legg- ur deildinni 100 þúsund krónur á ári i þrjú ár. (Fyrsta greiðsla, kr. 100 þús., var tekin upp í fjárlög 1942.) Auk þess er ríkisstjórninni heimilt að taka lán til starfsemi deildarinnar, allt að 2 mill- jónir króna, eða afla þess fjár með rikis- tryggðum vaxtabréfum. Lán úr deildinni má veita til smábýla í grennd við kaupstaði og kauptún og annars staðar, þar sem svo mikil at-

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.