Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Blaðsíða 4

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Blaðsíða 4
MÁLEFNI VESTMANNAEYJA í setningarræðu sinni á fulltrúaráðsfundi sam- bandsins 27. niarz mælti Páll Líndal, formaður sambandsins, m.a. á þessa leið: „Þegar litið er um öxl til þess tímabils, sem liðið er frá því, að fulltrúaráðið kom síðast sam- an til fundar, ætla ég, að hugur manna staðnæm- ist fyrst við þá válegu atburði, er gerzt hafa í einu blómlegasta sveitarfélagi landsins, Vestmanna- eyjum. Mér er það nijög til efs, að nokkrir sveit- arstjórnarmenn á íslandi liafi fyrr eða síðar orð- ið að takast á við jafnmikinn og sérstæðan vanda og bæjarfulltrúar og bæjarstarfsmenn þar. Hugur landsmanna liefur sjaldan eða aldrei verið eins bundinn við nokkra atburði og þá, sem þar liafa gerzt og eru að gerast. Þjóðin liefur fylgzt með rnilli vonar og ótta, en það hefur líka kornið fram, að þegar slíkir atburðir gerast, verður þjóðin sem ein fjölskylda, þrátt fyrir allt, sem á milli ber í amstri dægranna. Er rnönn- um verður hugsað til þeirra, sem staðið hafa í eldlínunni, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merk- ingu, má ætla, að fleirum en mér komi í hug þessi alkunnu orð: „Að bíða þess, sem boðið er, hvort blítt svo er eða strítt og livað sem helzt að höndum ber að hopa ei nema lítt, en standa eins og foldgnátt fjall í frerum alla stund, hve mörg, sem á því skruggan skall sú skyldi karlmanns lund.“ Þar sem Vestmannaeyjar eru svo ofarlega í hugum okkar, þá þykir mér ekki óviðeigandi að vekja hér máls á einu viðfangsefni, sem nauð- synlegt virðist, að tekið verði föstum tökum. Að sjálfsögðu fer fulltrúaráðið ekki að blanda sér í málefni Vestmannaeyjabæjar fremur en sérmál- efni annarra sveitarfélaga nema slíks verði sér- staklega óskað, en hér er um að ræða viðfangs- efni, sem hlýtur að snerta mörg önnur sveitar- félög, þótt Vestmannaeyingar eigi þar mestra hagsmuna að gæta. Það spurðist á sínum tíma, að í undirbúningi væri löggjöf um réttarstöðu Vestmannaeyjabæjar sem sveitarfélags, enda allar aðstæður slíkar, að ekki var við að búast, að lög gerðu ráð fyrir þeim ósköpum, sem gerzt hafa og hvernig við slíku skyldi snúast. Nú virðist eins og einhver aftur- kippur sé í þetta kominn eða a.m.k. orðin meiri töf á málinu en eðlilegt getur talizt. Mér virðist, ef ekkert verður að gert mjög fljótlega, sé viss hætta á því, að sveitarfélagið leysist upp, ef svo má að orði kveða. Ég ætla, að menn telji slíkt rnjög óeðlilegt, svo að ekki sé meira sagt, og rétt sé að stefna að því að halda því saman í lengstu lög. En til þess þarf að mínu viti til að koma sérstök löggjöf, og er engan veginn auðvelt að ganga frá henni. Samkvæmt strangasta lagabókstaf virðist mér álitamál, hvern- ig sé háttað lögheimili Vestmannaeyinga, eða hvernig fari um slíkt á næstu mánuðum, hvar þeir verði skattskyldir, hvar þeir eigi sveitfesti, hvar þeir eigi kosningarrétt, hver sé eða verði réttarstaða bæjarstjórnarinnar o.s.frv. Eins og ég sagði áðan, snertir þetta ýrnis önnur sveitarfélög, og hér er um að ræða flókið mál, þannig að stefnumörkun og lagasetning má ekki dragast. Hér verður ríkisvaldið að sjálfsögðu að eiga forustu í samvinnu við bæjaryfirvöld Vest- mannaeyja fyrst og fremst." SVEITARSTJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.