Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Blaðsíða 24

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Blaðsíða 24
sundlaugar. Skólinn er teiknaður af Arkitekta- stofunni s.f., þ.e. arkitektunum Ormari Þór Guð- mundssyni og Örnólfi Hall. Húsið er nú um það bil að verða fokhelt, aðalhlutinn, og má gera ráð fyrir, að hluti þess verði tekinn í notkun á næsta ári. Nýtt menningarsvið Af áðurrituðu er Ijóst, að sitt af hverju hefur verið bjástrað við að undanförnu í Grundarfirði. Ljóst er t. d., að kortagerð gefur hinurn almenna borgara ekki áþreifanlegan hagnað strax. Þó er það þannig, að ýmisleg vandamál, sem hefðu annars komið upp og orðið kannski illvíg, munu aldrei koma framar, þar eð þau voru leyst fyrir- fram í lóðakerfi því, sem ákveðið hefur verið. Jafnframt eru þær framkvæmdir, sem nú er verið að gera, fyrsta sporið inn í annað menn- ingarsvið fyrir Grundfirðinga. Nú er í verki unnið að gatnagerð í langdýrasta hluta þorpsins og að ári verður þar þrifalegasti bæjarhlutinn á öllu nesinu. Ekki Itefur verið skilningur allra á slíku verki, en benda má á, að fólk, sem lifir á því að framleiða matvæli, getur ekki krafizt TÖLULEGAR UPPLÝSINGAR UM GRUNDARFJÖRÐ ÍBÚAR: 0—6 ára .................... 111 7—15 - 187 16—66 - 370 67— - 47 Samtals 715 Líkan af nýja skólahúsinu í Grundarfírði. annars en þess bezta í þeirn efnum, innanhúss sem utan. Mér finnst, að fólk, sem elst alla tíð upp við sóðalegar götur og tekur þær sem nauðsynlegt böl í tilverunni, eigi rnikla virðingu skilið fyrir að komast af því menningarstigi, það sannar fjár- hagslega heilbrigð gatnagerðaráætlun hrepps- nefndarinnar og stendur við hana bókstaflega í þeirn tilgangi að komast af því stigi, að fiski- þorp þurfi bara að vera húsaþyrping við bryggju- haus og pollalagðar götur á milli. Slíkt fólk á meiri virðingu skilið en fólk, sem aldrei hefur öðru kynnzt en frágengnum götum. GATNAKERFI: Þéttbýlisgötur (styrktar af Vegasjóði) 1060 m Aðrar götur .......................... 2300 m Fulllokið skv. núverandi áætlun....... 460 m Heildarkostnaður þess hluta........... 4,2 mkr. FRÁRENNSLISKERFI: Reiknuð úrkoma í 5 mín: 200 l/sek/ha (skv. ráð- um Páls Bergþórssonar veðurfræðings). Lengd lagna i götum 400 mm og víðari 890 m Lengd lagna í götum minni en 400 mm 2080 m VATNSVEITA: Afköst þorhola ca. 70 m3/h. Geymar ca. 150 m3. Afköst borhola ............ ca. 70 m3/h Geymar..................... ca. 150 m3 Lengd aðalæða 150 m og víðari .... 2010 m Lengd innanbæjarkerfis án heimæða 2910 m S VEITAR STJÓRNARMÁL

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.