Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Blaðsíða 10

Sveitarstjórnarmál - 01.04.1973, Blaðsíða 10
Ýmis minnismerki og legsteinar í kirkjugarðinum voru Ijósmyndaðir, áður en þeir hurfu undir öskuna. Ljósmynd þessi minnir óneitanlega á grískar fornleifar, sem grafnar hafa verið upp. Miki! vinna var lögð i að moka vikri af þökum og styrkja þök innan frá. fjölskyldur og einstaklinga við útvegun liúsnæð- is, oft þó aðeins til bráðabirgða. Aður liafði hún hjálpað mörgnm við útvegun húsnæðis, en þá gaf enginn sér tíma til skrásetningar. Fjárhagsaðstoð byrjaði 25. janúar. Fyrst í stað var hún rekin af Rauða krossinum en síðar tók Fjárhagsaðstoðarnefnd kaupstaðarins við, en féð, sem varið er til úthlutunar, kemur frá Rauða krossinum og Hjálparstofnun kirkjunnar. Samtals hefur verið úthlutað 32 millj. kr. til liðlega 1600 fjölskyldna og einstaklinga. Nú fá um það bil 100 fjölskyldur og 70 einstaklingar reglulega aðstoð, flest eldra fólk. Úthlutunarnefnd húsa hefir undanfarið unn- ið að úthlutun þeirra húsa, sem Viðlagasjóður hefir flutt inn og er að flytja inn. Á vegum Rauða krossins hefir starfað Ráðlegg- ingarstöð, sem veitt hefir ómetanlega aðstoð. SVEITARSTJÓRNARMÁL Á stöðinni hafa starfað í sjálfboðavinnu læknar, félagsráðgjafar og lögfræðingar. Barnaheimili hefir verið rekið á Silungapolli og Leikskóli í Neskirkju. Hjálparstofnun kirkj- unnar og Rauði kross íslands hafa að mestu staðið straum af rekstrarkostnaði þessarar starf- semi. Nokkur æskulýðsstarfsemi hefir verið rekin í Tónabæ fyrir Vcstmannaeyinga, og nú er í undir- búningi mikil starfsemi fyrir börn og unglinga í sumarbúðum, vinnuskólum og við útvegun á vinnu fyrir unglinga. Húsnæðismálin voru og eru ennþá, erfiðasta vandamálið, sem við er að glíma. Ein ástæðan er sú, að húsnæðisskortur var alvarlegur á því svæði, sem Vestmannaeyingar hafa aðallega setzt að á, áður en þeir komn til fastalandsins. Sú verkefnaskipting komst fljótlega á, að Við- lagasjóður tók að sér að leysa eftir föngum al- mennan skort á húsnæði, en bæjarstjórn sá um önnur málefni Vestmannaeyinga í landi. Það lá fljótlega í augum uppi, að aðstaða eldra fólks og barnmargra fjölskyldna var livað verst, og er þá mikið sagt. Það var því ákveðið, að bæjarstjórn, í náinni samvinnu við Rauða krossinn og Hjálparstofnun kirkjunnar og með mjög miklum stuðningi þessara aðila, beitti sér fyrir lausn húsnæðismála eldra fólks sérstaklega og fyrir byggingu dagvist- unarheimila fyrir börn. Til þess að leysa þennan vanda hefur bæjar- sjóður tekið á leigu tvær óinnréttaðar hæðir í húsi við Síðumúla í Reykjavík, samtals rúmlega 1000 fennetra. í þessu húsnæði er verið að inn- rétta 18 tveggja herbergja íbúðir fyrir eldra fólk. Rauði krossinn hefir tekið að sér að greiða allan kostnað við innréttingarnar, en bæjarsjóð- ur greiðir leigu fyrir húsnæðið og sér um rekst- urinn. Húsnæðið á að vera tilbúið í ágúst og sept- ember, og vonandi stenzt sú áætlun. í öðru lagi hefir Rauði krossinn keypt sambýlishús við Kleppsveg, sem verið er að innrétta. í húsinu eru 12 tveggja herbergja íbúðir og 3 einstaklings- íbúðir. Húsið á að vera tilbúið um mánaða- mótin september/október í síðasta lagi. í þriðja lagi verður flutt inn dvalar- og/eða hjúkrunar-

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.