Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Blaðsíða 48

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Blaðsíða 48
VIÐSKIPTI auglýsingu sem þeir skrá sjálfir frá útstöð inn í bankann. Er þá allur kostnaður af varðveislu gagna inni- falinn. Þeir auglýsendur sem senda handrit að auglýsingu til SKÝRR greiða kr. 6.500 fyrir hverja auglýs- ingu. B. Skoðendur í bankanum (bjóð- endur eða aðrir leitendur) greiða kr. 2.500 í mánaðargjald fyrir aðgang að auglýsingum og upplýsingunt í bankanum. Þeir sem ekki hafa bein- tengingu við bankann geta fengið daglega yfirlitsskrá um auglýsingar í bankanum með faxi fyrir kr. 1.200 á mánuði. Þess ber þó að geta að heildartexti auglýsingar kemur ekki fram á faxinu - aðeins einnar línu texti um hvert útboð. Samstarfsráð hagsmuna- aóila Til þess að ná sem bestri sam- vinnu við notendur bankans hefur verið stofnað sérstakt samstarfsráð undir forustu forstjóra Ríkiskaupa, sem hefur það hlutverk að ákveða hvaða upplýsingar skuli koma fram í tilkynningum um útboð og niður- stöður þeirra í útboðabankanum. í samstarfsráðinu sitja fulltrúar frá eftirtöldum aðilum: Innkaupastofnun Reykjavíkur- borgar íslenskri verslun Ríkiskaupum Sambandi ísl. sveitarfélaga Samtökum iðnaðarins SKÝRR Vegagerðinni Verslunarráði íslands Á vinningur: Sparnaður - þægindi Helstu kostir þess að nýta sér þessa nýju upplýsingatækni eru margir. Má þar helst nefna eftirfar- andi: 1. Fyrirtæki geta lækkað auglýs- ingakostnað sinn. 2. Bjóðendur - hvar sem er á land- inu - eiga allir samtímis kost á upplýsingum um tiltekin útboð. 3. Hagsmunaaðilar hafa gleggri yf- irsýn yfir þau útboð sem eru á markaðinum á hverjum tíma. 4. Bjóðendur þurfa ekki að liafa áhyggjur af að missa af auglýst- um útboðum - þeir gá í bankann þegar þeim hentar. 5. Enginn pappírs- eða skjalavörslu- kostnaður er samfara notkun ÚT- BOÐA (pappírslausar upplýsing- ar). 6. Upplýsingar um eldri útboð og niðurstöður þeirra eru aðgengi- legar á einum stað. 7. Pappírslaust aðgengi að helstu lögum og leikreglum um útboð. Þess er vænst að með tilkomu ÚTBOÐA jafnist verulega aðstaða verktaka og annarra bjóðenda í hin- um ýmsu sveitarfélögum til að fá strax yfirlit um þau útboð sem eru á markaði á hverjum tíma og yfirlit um útboð sem lokið er, en hafa ver- ið auglýst í ÚTBOÐA á sínum tíma. Með tengingu frá skrifstofum sveit- arfélaga við ÚTBOÐA gætu sveit- arfélögin vaktað útboðamarkaðinn fyrir áhugasöm fyrirtæki í sinni heimabyggð og stuðlað þannig að auknum möguleikum á framleiðslu fyrirtækja og verkefnum fyrir íbúa sveitarfélagsins. Upplýsingar um útboð á EES - Útflutningsmögu- leikar fyrirtækja Á síðustu vikum hafa fulltrúar frá Stjóm opinberra innkaupa, SKÝRR og Útflutningsráði kannað mögu- leika á því að í ÚTBOÐA - B-hluta yrðu skráðar þær opinberu inn- kaupaauglýsingar frá öðrum aðild- arríkjum EES sem áhugaverðastar teldust fyrir íslensk fyrirtæki, t.d. á sviði hugbúnaðar, fjarvarmaveitu, hönnunar, lyfjagerðar og ráðgjafar, svo fátt eitt sé nefnt af útflutnings- möguleikum íslendinga. Er ætlunin að Útflutningsráð í samvinnu við fleiri aðila bjóði aðstoð og þjónustu með þessum hætti þeim íslensku fyrirtækjum sem áhuga hafa á út- flutningi tengdum opinberunt inn- kaupum annarra-EES þjóða. Gert er ráð fyrir að þau útboð sem helst koma til greina séu á tungumálum sem íslendingum eru töm, svo sem 42 ensku, dönsku og þýsku. Hugsan- legt er að fjarvinnsla þessara verk- efna færi fram á skrifstofu atvinnu- ráðgjafa á landsbyggðinni. Upplýsingar um ÚTBODA Þeir sem óska eftir nánari upplýs- ingum um kostnað af notkun ÚT- BOÐA eða tengingar og tæknibún- að geta fengið þær hjá starfsfólki SKÝRR. En í höfuðatriðum er til- högunin sú að stórir útboðsaðilar eru tengdir gagnasafni ÚTBOÐA hjá SKÝRR. Auglýsandinn skráir sjálfur með hugbúnaði sínum þá auglýsingu er hann óskar að koma á framfæri og flytur hana síðan inn í ÚTBOÐA. - Þegar tilgreindur opn- unartími er liðinn er auglýsingin flutt sjálfkrafa í milliskrá. Þar getur auglýsandinn bætt við upplýsingum um tilboð sem bárust og aðrar þær niðurstöður er skipta máli. Gert er ráð fyrir að rekstur ÚT- BOÐA sé á vegunt SKÝRR til árs- ins 1997 en eftir það verði eignarað- ild og rekstursfyrirkomulag endur- skoðað. MENNINGARMÁL Lög um listskreytingasjóð í endurskoðun Menntamálaráðuneytið hefur skipað nefnd til þess að endurskoða lög um listskreytingasjóð nr. 71/1990 og að semja frumvarp til breytinga á núgildandi lögum um sjóðinn ef þörf krefur að mati nefndarinnar. Stjóm sambandsins hefur valið í nefndina Viktor Guðlaugsson, for- stöðumann Skólaskrifstofu Reykja- víkur. Aðrir nefndarmenn eru Knút- ur Braun, hrl. og forseti bæjarstjóm- ar Hveragerðis, tilnefndur af Sam- bandi íslenskra myndlistamanna (SIM), Tryggvi Tryggvason arki- tekt, tilnefndur af Arkitektafélagi ís- lands, og Þórann J. Hafstein, deild- arstjóri í menntamálaráðuneytinu, sem er formaður nefndarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.