Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Blaðsíða 49

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1995, Blaðsíða 49
HÚSNÆÐISMÁL Nýmæli um félagslegar íbúðir Þorgerður Benediktsdóttir, deildarstjóri ífélagsmálaráðuneytinu Á lokadögum Alþingis, í febrúar 1995, voru samþykkt lög um breyt- ingu á lögum um Húsnæðisstofnun ríkisins, nr. 97/1993, lög nr. 58 25. febrúar 1995. Taka lögin eingöngu til félagslegra íbúða. Helstu breytingar má flokka með eftirfarandi hætti: Aukin ábyrgð og aukið sjálfsfor- ræði sveitarfélaga. Valdmörk milli sveitarstjómar og húsnæðisnefndar gerð skýrari. Sveigjanlegra fyrirkomulag en áður. Einföldun á lánakerfínu. Nýjar reglur um fymingu af fé- lagslegum eignaríbúðum. Ákvæði um endursölu gerð skýr- ari og aðgengilegri. Leið til lausnar ef félagslegar eignaríbúðir standa auðar. Verður nú vikið stuttlega að fram- angreindum atriðum. Aukin ábyrgö heima í hér- aói Húsnæðisnefnd ber ábyrgð á út- hlutunum íbúða sem þýðir að hús- næðisnefndin sér ein um að um- sækjendur uppfylli skilyrði um eignir og tekjur, svo og um greiðslugetu. Hér búa að baki tvö grundvallaratriði, þ.e. að sýna hús- næðisnefndum þetta traust svo og valddreifing þar sem hvert einstakt mál þarf ekki lengur að fara til stað- festingar Húsnæðisstofnunar eins og verið hefur. Frá hagkvæmnissjónar- miði sparast því bæði tími og fyrir- höfn. Óbreytt er þó að beiðnir um undanþágu frá eigna- og tekjumörk- um fari fyrir Húsnæðisstofnun, svo og ósk um undanþágu frá greiðslu- mati. Atbeini Húsnæðisstofnunar verð- ur því fyrst og fremst almenns eðlis, með því að Húsnæðisstofnun geri úrtakskönnun á úthlutunum, enda verður húsnæðisnefndum gert að senda Húsnæðisstofnun yfirlit yfir úthlutanir. Vilji svo ólíklega til að Húsnæðisstofnun komist að raun um að húsnæðisnefnd hafi ekki gætt lagaskilyrða um eigna- og tekju- mörk, skal húsnæðismálastjórn breyta vöxtum af láni viðkomandi þannig að þeir verði hinir sömu og af lánum til kaupa á almennum kaupleiguíbúðum. Rökin eru þau að einstaklingur, sem í hlut á, mátti vita að eignir hans eða tekjur hafi verið yfir gildandi mörkum, enda munu upplýsingar um eigna- og tekjumörk liggja fyrir í sérstakri reglugerð, auk þess sem húsnæðis- nefnd er skylt að upplýsa umsækj- endur rækilega um réttindi þeirra og skyldur. Aukió sjálfsforræói sveit- arfélaga Aukið sjálfsforræði sveitarfélaga felst í því að sveitarfélögum verður ekki lengur skylt að leggja fram 3,5% framlag vegna félagslegra íbúða á vegum félagasamtaka, held- ur þarf til þess samþykki sveitar- stjóma. Rökin eru þau að sveitarfé- lög hafa mörg hver bent á hversu bagalegt það sé að félagasamtök geti krafist þessa gjalds af sveitarfé- lögum, án þess að sveitarstjórnir hafi átt kost á að fylgjast með fyrir- ætlunum félagasamtaka í þessum efnum. Því hafi krafa um 3,5% framlag af kostnaðarverði félags- legrar íbúðar, sem getur verið um- talsverð fjárhæð, komið ýmsum sveitarstjórnum í opna skjöldu og þær ekki getað gert ráð fyrir þeim í fjárhagsáætlunum sínum. Ólfklegt er talið að sveitarstjómir muni synja um greiðslu 3,5% framlagsins til íbúða félagasamtaka nema í undan- tekningartilvikum, enda em félaga- samtök að leysa úr brýnni húsnæð- isþörf í sveitarfélaginu, svo sem fyr- ir fatlaða og aldraða. Valdmörk milli sveitar- stjórnar og húsnæóis- nefndar Um valdmörk milli sveitarstjómar og húsnæðisnefndar er nú skýrt tek- ið fram í lögunum að sveitarstjórn mótar stefnuna og hefur frumkvæð- ið að því að leysa húsnæðismál sveitarfélagsins með félagslegum íbúðum, ákveður fjárhagsrammann og ber ábyrgð á þeirri ákvörðun að koma upp félagslegum íbúðum í samræmi við þörf. Þjónusta við ein- staklinga hins vegar er að öllu leyti hjá húsnæðisnefnd, jafnt upplýsing- ar og önnur ráðgjöf sem og úthlutun íbúða. Sveigjanlegra fyrirkomu- lag Með sveigjanlegra fyrirkomulagi er átt við ýmsar breytingar sem miða að því að gera kerfið liðugra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.