Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Síða 49

Sveitarstjórnarmál - 01.03.1996, Síða 49
ALMENNINGSBÓKASÖFN Forstööumenn ráöa ráöum sín- um. Á myndinni eru, taliö frá vinstri, Rósa Traustadóttir, yfir- bókavöröur á Bæjar- og héraös- bókasafninu á Selfossi, Erla Kristín Jónasdóttir, útibússtjóri í Borgarbókasafni Reykjavíkur í Geröubergi, Hulda Björk Por- kelsdóttir, bæjarbókavöröur á Bókasafni Reykjanesbæjar, Anna Sigríður Einarsdóttir, for- stööumaöur Bókasafns Hafnar- fjaröar, Pálina Magnúsdóttir, bæjarbókavörður á Seltjarnar- nesi, og Hrafn Haröarson, bæj- arbókavöröur í Kópavogi. Marta Hildur Richter tók myndirnar sem greininni fylgja. í stærri sveitarfélögum með 4000 íbúa eða fleirum eru þó víða rekin myndarleg almenningsbókasöfn með fjöl- þætta þjónustu. I lögunum um almenningsbókasöfn seg- ir: „Allar byggðir landsins skulu njóta þjónustu almenn- ingsbókasafna...." Og hlutverk almenningsbókasafna í nútímasamfélagi er ekki svo lítið; meðal margs annars að jafna aðstöðu fólks til aðgangs að upplýsingum, þekkingu og afþreyingu. Að sjálfsögðu eru fjárráð minni sveitarfélaga slík að ekki er hægt að gera kröfur til fullkominna almennings- bókasafna í hverju sveitarfélagi. Þess vegna þyrfti að koma til samvinna sveitarfélaga um endurskipulag og sameiginlega uppbyggingu bókasafnaþjónustu á ákveðnum svæðum og heildarskipulag bókasafnamála landsins. Núverandi samvinna Forstöðumenn almenningsbókasafna í landinu hafa reynt að standa saman og vinna sameiginlega að ýmsum verkefnum. Sú samvinna byggir á forstöðumannafund- um sem haldnir eru tvisvar á ári. Þetta eru eins konar grasrótarsamtök. Engin stjóm og ekki eiginlegt félag. Sá sem býðst til að halda fund hverju sinni hefur um- sjón með skipulagi og dagskrá. Hann hefur samráð við aðra forstöðumenn um fundarefni og eins láta menn vita ef þeir vilja að eitthvert sérstakt efni verði tekið fyrir. Vorfundurinn er tveggja daga fundur og haldinn úti á landsbyggðinni. Haustfundurinn er dagsfundur og hald- inn á höfuðborgarsvæðinu annað hvert ár en annars í tengslum við landsfund Bókavarðafélags Islands. Oft eru mál sett í nefnd sem vinnur úr þeim á milli funda. Þetta eru bæði gagnlegir og skemmtilegir fundir, þar sem rædd eru sameiginleg mál. Menn miðla af reynslu og þurfa því ekki að finna upp hjólið aftur og aftur. Þá er ýmislegt gert til skemmtunar, notið gestrisni heima- manna og farið í jöklaferðir og siglingar svo eitthvað sé nefnt. Bókaverðir kynnast þannig persónulega sem auð- veldar samskipti í starfi síðar meir. Sameiginleg verkefni Bókasöfnin taka þátt í kostnaði við ýmis sameiginleg verkefni eftir stærð sveitarfélagsins. Ákvarðanir um greiðslur eru teknar á forstöðumannafundum. Þannig greiddu söfnin sameiginlega fyrir hönnun merkis bóka- safna sem notað verður á vegaskilti o.fl., fyrir gerð vegg- spjalda og auglýsinga í sjónvarpi um sögustundir í al- menningsbókasöfnum. Forstöðumenn hafa unnið saman að ýmsum verkefn- um og verða hér nokkur talin: Bæklingur um almenn- ingsbókasöfn, póstkortið fræga „Þú færð það á bókasafn- inu“, kostnaðaráætlun vegna útseldrar vinnu, talning heimildaleita og mat á upplýsingaþjónustu á fyrirfram ákveðnum tíma á söfnunum tvö ár í röð. Komið hefur verið á fundi bókavarða sem sinna sérverkefnum, svo sem sögustundum. Stofnaður hefur verið tölvupóstlisti forstöðumanna. Á síðasta forstöðumannafundi var Intemetið aðalmál- ið. Rætt var um hvemig best verði staðið að aðgangi al- mennings að Intemetinu gegnum bókasöfnin. Samvinna forstöðumanna tengist markaðssetningu al- menningsbókasafna, enda teljum við ódýrara og mark- vissara að söfnin standi saman að slíku, þ.e.a.s. markaðs- setningu á þeirri þjónustu og sérfræðiþekkingu sem þau veita. Þetta efni fær alltaf talsverða umfjöllun og margar skemmtilegar hugmyndir skjóta upp kollinum. Ein slík kom frá Hrafni Harðarsyni í Kópavogi um að söfnin á höfuðborgarsvæðinu skiptist á nætur- og helgarþjónustu líkt og lyfjaverslanir. Slíkt myndi án efa vekja mikla at- hygli. Núverandi samvinna er góð svo langt sem hún nær. En

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.