Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Blaðsíða 25

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Blaðsíða 25
BYGGÐAMAL nám hérlendis og erlendis. Þar af eru um 1.700 við nám erlendis sem hafa leitað stuðnings Lánasjóðs námsmanna en ekki er vitað um aðra í námi erlendis. íslendingar stunda fjölbreytt nám og stunda eða hafa stundað það víða um heiminn. Þessi fámenna þjóð hefur því tengsl víða. Sambandið milli áhuga ungs fólks á tilteknu námi og geta efnahagskerf- isins til að veita fólki störf að námi loknu getur aldrei verið beint. All- langur tími líður frá því að ákvörðun er tekin um nám þar til viðkomandi er kominn á vinnumarkað. Margt getur breyst á þeim tíma. Á undanfömum árum hefur orðið veruleg uppbygging í námi á há- skólastigi hérlendis. Nemendum er beinlínis beint í nám hérlendis með reglum Lánasjóðs íslenskra náms- manna. Það hvílir því mikil ábyrgð á þeim sem stjórna menntakerfinu að það bjóði upp á kennslu og tilurð á þekkingu sem þjóðfélagið þarfn- ast. Ég veit ekki hvort það er rétt vísbending sem felst í þeim tölum sem sýna að árið 1994 var hlutfall nemenda á háskólastigi hér á landi lægst af Norðurlöndunum í verk- fræði og skyldum greinum. Átta prósent íslenskra em talin í þessum greinum en 22% í Finnlandi þar sem það er hæst. Alls staðar nema í Noregi voru fleiri hlutfallslega við nám í stærðfræði og tölvunarfræð- um. Islendingar em hins vegar með hlutfallslega marga í heilbrigðis- fræðum. Einungis Finnar eru með fleiri. Við sláum alla Norðurlanda- búa út með hlutfall þeirra sem eru að læra lögfræði. Það er 50% al- gengara að íslenskir háskólanemar séu að læra lögfræði en í því Norð- urlandanna sem kemur næst.* Það er mikilvægt að atvinnutæki- færin séu til staðar þegar viðkom- andi kemur úr námi. Eftir það festa menn ráð sitt og em síður líklegir til að flytja. Hluti alþjóðavæðingarinn- ar er menningarlegur og þess vegna er ekki víst að fólk sakni endilega íslenskra menningareinkenna þótt * Nordic Statistical Yearbook 1996. það búi erlendis. Að einhverju leyti hafa menn möguleikann á að hafa menningarleg og félagsleg sam- skipti þrátt fyrir búsetu fjarri heima- högum. Eitt einkenni Islendinga sem búsettir em erlendis er að þeir em of fáir til að mynda staðbundin samfélög aðfluttra eins og gildir um margar fjölmennari þjóðir. I staðinn festast þeir heldur ekki í slíku sam- félagi og það getur haft þau áhrif að menn séu líklegri til að koma heim aftur er tækifæri bjóðast. Framtíöarsýn Hér að framan hefur verið tæpt í afar stuttu máli á nokkmm atriðum sem varða stöðu og þróun höfuð- borgarsvæðisins, einkum og sér í lagi að því er varðar samskipti þess en stundum landsins alls gagnvart útlöndum. Að síðustu langar mig að reyna að fjalla nokkuð um framtíð- arsýn fyrir þetta svæði. Að sumu leyti má draga íbúaþróunarmyndina saman í einfalt líkan sem ég vona að verði ekki of mikill hluti af skýringu á framtíðarþróuninni: Landsbyggð- armenn flytja til höfuðborgarinnar vegna þess að þeir fá ekki atvinnu- tækifæri við hæfi heima fyrir þegar þeir em búnir að mennta sig. Höf- uðborgarbúar (og menntaðir lands- byggðarmenn líka) flytja til útlanda af því að landið sem heild veitir þeim ekki tækifæri við hæfi. Fólk frá útlöndum flytur á landsbyggðina að mestu leyti tímabundið til þess að vinna þau störf sem Islendingar vilja ekki vinna. Tilgangur þeirra er að afla mikils fjár á stuttum tíma. Hér er ekki tækifæri til að fjalla um það hvemig hægt sé að draga úr of miklum flutningum fólks af landsbyggðinni til höfuðborgar- svæðisins. Hér hefur verið sýnt fram á að flutningur fólks til útlanda er ekki sams konar straumur og ég tel ekki ástæðu til að ætla að hann verði það. Flutningamir hafa á und- anfömum árum verið mest til ná- grannalandanna. Þangað er auðveld- ast að fara og styst og auðveldast að koma til baka. Höfuðborgarsvæðið á Islandi hef- ur upp á að bjóða mikla kosti: hér er að finna mjög mikið af þeirri þjón- ustu sem er að finna í jafnvel miklu stærri borgum. Svæðið er laust við marga af þeim neikvæðu þáttum sem íbúar margra af stórborgum ná- lægra landa þurfa að búa við. I öllu falli er þá að finna í minna mæli. Þar með er ekki sagt að menn þurfi ekki að hafa vakandi auga fyrir því að þróunin fari ekki úr böndunum. Það hefur hún sums staðar gert og jafnvel á stuttum tíma. Höfuðborg- arsvæðið er í nánum tengslum við óspillta eða því sem næst óspillta náttúru. Hér er aðgengileg óbyggð og það er auðlind sem hefur ákveðna sérstöðu, einkum miðað við borgir á meginlandi Evrópu. Engar líkur eru til þess að þessi auðlind muni tapast. Ég hef ekki miklar áhyggjur af því að fólk muni ekki vilja búa hér á landi ef lífsskilyrði verða með lík- um hætti og er í nágrannalöndunum. Við höfum tapað nokkrum fjölda fólks til útlanda á hverju ári að með- altali um alllangan tíma. Við þurf- um ekki að skammast okkar fyrir það að segja að við sjáum eftir þeim öllum. Á sama tíma hefur fólki af erlendu bergi brotið fjölgað. Það auðgar íslenskt mannlíf og menn- ingu. Ég get ekki tekið undir það að þessa þróun sé hægt að kalla at- gervisflótta og ég tel að slík þróun verði ekki hér á næstu árum. Það er ekki auðvelt að bera saman lífsskilyrði með einföldum mæli- kvörðum. Þrátt fyrir nálægðina, líka menningu og að mörgu leyti líkt lífsmynstur eru skattakerfi og milli- færslukerfi á Norðurlöndunum of flókin til að hægt sé að gera saman- burðinn einfaldan. Og þegar búið er að bera saman verðlag á vörum og þjónustu er eftir að taka tillit til allra annarra ómælanlegra þátta. Islend- ingar munu í enn vaxandi mæli búa, vinna og læra erlendis. En þeir munu samt langflestir kjósa að búa meirihluta ævinnar hér á landi. Mik- ilvægasta hlutverk stjórnvalda til þess að svo megi verða er skipulag og rekstur menntakerfisins auk al- mennrar efnahagsstjómar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.