Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Blaðsíða 48

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Blaðsíða 48
UMHVERFISMAL kostnaðarliður við förgun sorps. Undir þessum kringumstæðum myndast hvati fyrir sveitarfélög til þess að minnka það magn sem fer til urðunar þar sem við það sparast bæði flutningar og urðunargjöld. Sá spamaður sem af því hlýst skapar svigrúm til að fjárfesta í og reka starfsemi sem endurvinnur eða end- urnýtir ákveðna efnaflokka sem næst upphafsstað. Kringumstæðum- ar skapa loks hvata tii þess að vanda til þess sem verið er að framleiða til að afurðin verði nothæf og helst af öllu söluhæf. Ef afurðin safnast fyrir myndast ný vandamál. Lífræn úrgangsefni eru þau efni sem mest ástæða er til að halda eftir, vinna og nýta enda eru hagkvæmir endurvinnslufarvegir fyrir önnur efni harla fáir á Islandi. Stefnumið stjóm- valda á Islandi hníga að því að minnka magn úrgangs sem fer til urðunar um allt að 50% og það strax um næstu aldamót. Við nýjar að- stæður á Islandi fer e.t.v. að verða peningalegur sparnaður fyrir mörg sveitarfélög að ná þessu markmiði. Helmingsminnkun á sorpi til urðun- ar þýðir sparnað við flutning og spamað við urðunargjöld. Nákvæm- lega hver ávinningurinn er á hverj- um stað helgast af nokkrum þáttum sem eru ólíkir frá einu sveitarfélagi til annars. Þar má nefna fjarlægðir til urðunarstaðar, landrými, stærð og á- ætlaðan endingartíma urðunarstaðar, fólksfjölda og magn einstakra úr- gangsflokka sérstaklega, upphæðir urðunargjalda, rekstrarform sorp- samlags og eignarhluti sveitarfélags, þörf og markaði fyrir moltu í heima- byggðinni o.l'l. Kostnað og ábata þarf því hvert og eitt sveitarfélag að rneta með tilliti til allra þessara þátta. UMFERÐARMÁL Umferðaröryggisfulltrúar Slysavarnafélags íslands og Umferðarráðs Slysavarnafélags Island og Um- ferðarráð tóku höndum saman á síð- astliðnu sumri og réðu einn umferð- aröryggisfulltrúa, Kristján Frið- geirsson, á Suðurlandi. Honum tókst að sýna fram á að þetta væri ekki svo afleit hugmynd og í fram- haldi af því vomm við ráðnir fimm til viðbótar. Nú em því starfandi sex umferðaröryggisfulltrúar á öllu landinu í sumar. Vonir þeirra sem að verkefninu standa eru að þetta gæti orðið að heilsársstarfi og stuðl- að þannig að bættu öryggi í umferð- inni allt árið um kring. Hlutverk þessara fulltrúa er marg- þætt. Meðal þess helsta má nefna: • að vinna að því að koma í veg fyrir umferðarslys og bæta umferð- armenningu á sínu svæði í nánu samstarfi við Slysavarnafélag ís- lands, Umferðarráð, umferðarör- yggisnefndir og lögreglu. • að stuðla að bættu umferðarör- yggi og fræðslu til almennings um umferðarmál. Að eiga gott samstarf við vegfar- endur og aðra íbúa á svæðinu. Hann á að koma á framfæri upplýsingum um slysagildmr og sjá um að ábend- ingar er varða umferðaröryggi kom- ist til almennings og opinberra að- ila. • að vera tengiliður Slysavamafé- lagsins og Umferðarráðs við Vega- gerðina, lögreglu, heilbrigðisyfir- völd, slökkvilið og aðra er tengjast umferðaröryggismálum. Þá eiga öryggisfulltrúarnir að virkja svæðisfjölmiðla í þágu örygg- ismála. Umferðaröryggisfulltrúarnir leggja í sumar mikla áherslu á ör- yggi barna í bílurn og notkun bíl- belta og munu skipulega vinna að fræðslu og eftirliti með því. Þá vinna þeir að hraðamælingum í samvinnu við Umferðarráð og lög- reglu. Hafiö samband viö um- feröaröryggisfulitrúana Fulltrúamir vilja hvetja fólk til að hafa samband við sig og koma á framfæri ábendingum um hættur fyrir vegfarendur hvort heldur eru gangandi, akandi eða hjólandi. Gott samband við almenning er lykilat- riði í störfum öryggisfulltrúanna. Til þess að auðvelda fólki að hafa samband við þessa menn fylgja hér nöfn þeirra og símanúmer: Kristján J. Friðgeirsson á Suðurlandi sími 4821905/4821350 Austurvegur 56 800 Selfossi Jón Gröndal á Suðumesjum sími 4267111 Víkurbraut62 240Grindavík Oskar Þór Guðmundsson Austurlandi sími 4751112 Skólavegur 53 750 Fáskrúðsfirði Örn Armann Jónsson Vesturlandi sími 4386838 Sólvellir 7 350 Gmndarfirði Sigurbjörn Gunnarsson Norðurlandi sími 4662151 Ólafsvegur 4 625 Ólafsfirði Júlíus Ólafsson Vestfjörðum sími 4563150 Aðalstræti 24 400 ísafirði Með bestu kveðjum og óskum um slysalausan akstur í sumar. Umferðaröryggisfulltrúamir. 1 1 O
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.