Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Síða 20

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Síða 20
HAFNAMÁL Ný viðhorf í hafnamálum 30. ársfundur Hafnasambands sveitarfélaga haldinn í Hafnarfirði 30. september og 1. október 1999 Þrítugasti ársfundur Hafnasant- bands sveitarfélaga (HS) var hald- inn í Hafnarborg í Hafnarfirði dag- ana 30. september og 1. október 1999. Var fundurinn haldinn í Hafh- arfirði í tilefni af 90 ára afmæli Hafnarfjarðarhafnar á sl. ári. Árni Þór Sigurðsson, formaður HS, setti ársfundinn og bauð Sturlu Böðvarsson samgönguráðherra, Árna Mathiesen sjávarútvegsráð- herra og aðra gesti velkomna. Ámi Þór flutti Hafnarfjarðarhöfn ham- ingjuóskir á 90 ára afmælinu og Hafnasambandi sveitarfélaga á 30 ára afmælinu. Bæjarfulltrúarnir Magnús Jón Ámason og Þorsteinn Njálsson vom fundarstjórar og til vara Tryggvi Harðarson bæjarfulltrúi og Gunn- laugur F. Gunnlaugsson hafnar- stjómarmaður, allir úr Hafnarfírði. Fundarritarar voru Auður Þorkels- dóttir, ritari hjá Hafnarfjarðarbæ, og ína Illugadóttir, starfsmaður Hafnar- fjarðarhafhar. Ávörp Ávörp fluttu Sturla Böðvarsson samgönguráðherra sem bar ársfund- inum kveðjur ríkisstjómarinnar í til- efni afmælisfúndarins. Hann fjallaði síðan um breytta sýn í málefnum hafna, bæði hvað varðar gjaldskrá og samkeppni og vitnaði þar til áfangaskýrslu um framtíðarskipan hafnamála, en sú skýrsla er unnin af nefnd á vegum samgönguráðherra. Magnús Gunn- arsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, flutti kveðjur bæjarstjómar Hafnar- fjarðar og Valgerður Sigurðardóttir, formaður hafnarstjórnar Hafnar- fjarðarhafnar, flutti ávarp og færði samgönguráðherra, sjávarútvegsráð- herra og formanni HS blómvönd. Ámi Þór Sigurðsson flutti skýrslu stjómar fyrir starfsárið 1998-1999 og Gísli Gíslason, gjaldkeri hafna- sambandsins, gerði grein fyrir árs- reikningum 1998-1999, lagði fram tillögu að fjárhagsáætlun fyrir starfsárið 1999-2000 svo og tillögu um árgjöld. Þá var samþykkt að fimm nefhdir skyldu starfa á ársfundinum, alls- heijamefhd, fjárhags- og gjaldskrár- nefnd, framtíðarnefnd, umhverfís- og mengunamefnd og kjömefnd. Framtíöarskipan hafnamála Á fundinum vom flutt fimm er- indi um framtíðarskipan hafnamála. Hörður Blöndal, hafharstjóri Haíha- samlags Norðurlands, kynnti áfangaskýrslu um framtíðarskipan hafnamála en skýrslan er byggð á vinnu nefnda sem skipaðar vom af samgönguráðherra um framtíðar- skipan hafnamála og gjaldskrármál hafna. Jóhann Guðmundsson, skrif- stofustjóri í samgönguráðuneytinu, gerði grein fyrir starfi nefndarinnar sem fjallaði um gjaldskrárbreytingar og kynnti hugmyndir nefndarinnar um gjaldskrármál. Sigurbergur Björnsson, gæða- stjóri hjá Siglingastofnun Islands, fjallaði um flokkun hafna hvað varðar stærð, afkomu og rekstrar- umhverfi, en hugmyndir eru uppi um þijá aðalflokka sem byggjast á afkomu og umsvifum hafna. Loks gerði Gylfi Isaksson verkfræðingur grein fyrir skýrslu um fjárhag og gjaldskrár hafna en skýrslan er byggð á athugun Gylfa á ársreikn- ingum allra hafnarsjóða fyrir árið 1998. Upplýsingakerfi Siglinga- stofnunar Gísli Viggósson, forstöðumaður hjá Siglingastofnun íslands, flutti erindi um upplýsingakerfi Siglinga- stofnunar um veður og sjólag, en kerfi þetta hefúr verið þróað í náinni samvinnu við Veðurstofu Islands, verkfræðistofur og fleiri aðila inn- anlands og utan. Það á að tryggja aukið öryggi sjófarenda. Bann vió komum erlendra fiskiskipa til íslands Sveinn H. Hjartarson, hagfræð- ingur LÍÚ, fjallaði um gildandi lög um veiðar og vinnslu erlendra skipa í íslenskri lögsögu og færði rök fyrir áframhaldandi banni við löndun og afgreiðslu erlendra fiskiskipa og Pjetur Már Helgason, markaðsstjóri hjá Eimskip, kynnti rök gegn áfram- haldandi banni við löndun erlendra fiskiskipa, m.a. gagnsleysi löndun- arbanns til að spoma gegn veiðum vegna breyttra útgerðarhátta. Pallborðsumræður Már Sveinbjörnsson, fram- kvæmdastjóri Hafnarfjarðarhafnar, stjómaði pallborðsumræðum. Þátt- takendur í þeim voru Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra, Sveinn H. Hjartarson, hagfræðingur LÍÚ, og Pjetur Már Helgason, markaðsstjóri hjá Eimskip. Rætt var um bann við komum er- lendra fiskiskipa til landsins, afleið- ingar þess og áhrif á tekjuöflun hafnarsjóða svo og annarra starfs- greina sem eiga hagsmuna að gæta 1 46

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.