Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Síða 60

Sveitarstjórnarmál - 01.08.2000, Síða 60
UMHVERFISMÁL Fegurri sveitir Ragnhildur Sigurðardóttir, umhverfisfrœðingur og bóndi, Alftavatni, Staðarsveit „Fegurri sveitir 2000“ er átaks- verkefni um hreinsun á landi og fegrun mannvirkja með áherslu á sveitir landsins. Tilgangur þess er að koma í veg fyrir mengun og slysahættu auk þess að bæta ásýnd dreifbýlisins og ímynd þess. Núverandi ástand Þó að víða megi ferðast um fall- egar sveitir og horfa heim að vel hirtum bæjum er það of algengt að umgengni sé áfátt til sveita. Asýnd sveitabæja skiptir miklu máli fyrir markaðssetningu landbúnaðarafurða og hefur án efa áhrif á sjálfsvirðingu og líðan ábúenda. Brotajám, jafnvel heilu bílakirkjugarðamir, geta legið bak við húsahól. Algengt er að spilliefnum, s.s. geymum, hafi ekki verið komið fyrir á forsvaranlegan hátt. Oft er um að ræða „gamlar syndir", bílhræ frá þeim tímum þeg- ar erfiðara var að nálgast varahluti en nú er og hugsunarhátturinn var annar. Plastdrasl hangir víða á girð- ingum og fjörur þurfa hreinsun. Nokkuð er um útihús í niðumíðslu og eðlilegt viðhald hefur víða setið á hakanum vegna lélegrar afkomu. A mörgum eyðijörðum þarf að taka til hendinni og það sama gildir um eignir ýmissa opinberra aðila og fé- lagasamtaka. Viðhorfin eru að breytast, skiln- ingur og vilji til að huga að um- hverfmu hefur aukist, bæði í þétt- býli og dreifbýli. Margir eru þó uggandi yfir þeim tíma og kostnaði sem fylgir hreinsun. Félagslegur og fjárhagslegur stuðningur er forsenda þess að hægt sé að taka á þessum uppsafnaða vanda. Eitt allsherjar átaksverkefni fyrir þá sem vilja taka þátt í því er timabært. Það þarf sam- stillt átak til hreinsunar í sveitum. Verkefnið er á vegum landbúnað- arráðuneytisins í umboði ríkisstjóm- arinnar. Verkefnið er fólgið í því að hvetja til, samstilla og jafnvel skipu- leggja alhliða tiltekt og fegrun. Sem dæmi má nefna að: • Mála hús og mannvirki. • Endurreisa/viðhalda gömlum mannvirkjum sem hafa verndar- gildi. • Rífa ónýt og/eða hálffallin mann- virki sem engin menningarverð- mæti em í. • Fjarlægja ónýtar vélar og annað brotajám eða koma þeim fyrir á snyrtilegan hátt. • Fjarlægja ónýtar girðingar. • Hreinsa fjörur, ár og vötn. • Safna rúlluplasti, áburðarpokum o.fl. þ.h. • Merkja kennileiti, s.s. göngustíga, heimreiðar, eyðibýli o.fl. Takmarkið er allsherjarátak við bæi og í sveitum sem tekur mið af þörfum hvers svæðis. Verkefnið verður á jákvæðum nótum og í takt við nýjar áherslur í umhverfismál- um á nýrri öld. Víða er verið að vinna mjög gott starf og það ber að kynna, öðmm til eftirbreytni. Landbúnaðarráðherra skipaði fimm manna framkvæmdanefnd sl. haust. 1 nefndinni eiga sæti Níels Ámi Lund, fulltrúi landbúnaðarráðuneyt- isins, sem er fonnaður nefhdarinnar, Sigríður Jónsdóttir, bóndi á Fossi í Hrunamannahreppi, tilnefnd af Bændasamtökum Islands, Þórunn Gestsdóttir, sveitarstjóri í Borgar- fjarðarsveit, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Guðrún Þóra Hjaltadóttir, hússtjómarkennari og næringarráðgjafi, tilnefhd af Kven- félagasambandi íslands, og Sigríður Stefánsdóttir deildarsérfræðingur, tilnefnd af umhverfisráðuneytinu. Nefndin hefur fundað reglulega og undirbúið verkefnið. í febrúar sl. var haldinn samráðsfundur með fulltrúum fjölda fyrirtækja, félaga- samtaka og stofnana. Fram kom rík- ur vilji til góðra verka og allir vom tilbúnir að leggja sitt af mörkum hvort sem var í sjálfboðaliðastarfi eða annarri þjónustu. í mars var verkefnið kynnt sveitarfélögunum og 23 þeirra hafa þegar skráð þátt- töku. Nefhdin fékk í maí ffamlag á fjárlögum og hefur nú ráðið verk- efnisstjóra til að hafa umsjón með framkvæmdinni. Verkefnisstjóri mun annast daglega framkvæmda- stjóm og innri og ytri kynningu á verkefninu. Aðsetur hans verður á heimaskrifstofu í Staðarsveit og í landbúnaðarráðuneytinu. Honum er ætlað að heimsækja sveitarfélög og aðra þá aðila sem geta haft áhrif á þátttöku i verkefninu, t.d. félaga- samtök og forsvarsmenn búnaðarfé- laga. Verkefnisstjóri kemur með ábendingar um þær leiðir sem færar em til að ná fram settum markmið- um og hvatningu til hlutaðeigandi aðila. Góð samvinna margra aðila er lykilatriði til að vel takist til með þetta stóra verkefni og þá er gott að þræðimir séu á einni hendi. Ljóst er að tíminn hefur liðið hratt og sveitarfélög, samtök og fyrirtæki hafa nú að miklu leyti skipulagt sumarstarf sitt. Áhugasöm sveitarfé- lög og aðrir aðilar sem þegar eru byrjaðir að vinna í umhverfismálum sínum verða markhópurinn í sumar. 1 86

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.