Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 64

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 64
Húsnæfeismál Daníel Hafsteinsson framkvœmdastjóri: Húsnæðisfélagið Búmenn Húsnæðisfélagið Búmenn er öllum opið en ein- ungis þeir sem náð hafa 50 ára aldri geta sótt um íbúðir hjá félaginu. Félagar greiða kr. 2000 ári og fá þá félagsnúmer. Félagsmenn verða að bera sig eftir því að sækja um íbúðir. Búmenn auglýsa íbúðir í Fasteignablaði Morgunblaðsins sem kemur út á þriðjudögum. Búmenn vekja einnig athygli á lausum íbúðum í fréttabréfi sínu. Þegar Búmenn auglýsa íbúðir þurfa áhugasamir félagsmenn að hafa samband við skrifstofuna og óska eftir því að fá send umsóknargögn. í umsóknargögnunum eru allar nauðsynlegar upplýsingar um þær ibúðir sem auglýstar eru, s.s. verð búseturéttar og mánaðar- gjöld, ásamt teikningum o.fl. Þegar umsóknarfrest- ur er liðinn vinna starfsmenn úr innkomnum um- sóknum og raða þeim sem sótt hafa um íbúðir upp í félagsnúmeraröð. Húsnæðisfélagið Búmenn er skráð sem eigandi íbúðanna en íbúarnir geta notið vaxtabóta eins og þeir væru skráðir eigendur. íbúð- ir Búmanna eru þannig innréttaðar að miðað er við að íbúar geti búið áfram í þeim þó að þeir verði tímabundið að nota hjálpartæki, s.s. hjólastól. Búmenn leggja mikið upp úr því að gott samstarf náist við sveitarstjórnir áður en félagið hefur bygg- ingarframkvæmdir á hverjum stað. 1. Draumastaða Búmanna er að fá að koma að skipulagi byggingarreits. 2. Einnig þurfa Búmenn að koma að teikningu íbúða. 3. Búmenn sækja um lánsheimildir hjá íbúðalána- sjóði. 4. Gerður er samningur við byggingaverktaka. 5. Búmenn auglýsa íbúðir í samræmi við teikning- ar og verð íbúða. 6. Ef viðbrögð verða góð meðal félagsmanna er gerður samningur við þá um kaup búseturéttar og þá fyrst geta framkvæmdir hafist. Níutíu íbúðir í sex sveitarfélögum Um þessar mundir hafa Búmenn afhent samtals 90 íbúðir i sex sveitarfélögum, en um áramótin 2000-2001 höfðu sjö íbúðir verið teknar í notkun. Aldurssamsetning Búmanna i þessum 90 íbúðum er þannig að um 48% er 67 ára og eldri og um 75% eru 60 ára og eldri. Félagsnúmer Búmanna eru komin yfir 2400. A árinu 2002 er gert ráð fyrir að Búmenn taki 108 íbúðir í notkun. íbúóir afhentar á Höfn í Hornafirði Hinn 17. ágúst sl. í frábæru veðri afhenti Guðrún Jónsdóttir, formaður Búmanna, fimm íbúðir við Víkurbraut 30 á Höfn. Byggð var ný álma við íbúðir aldraðra á Höfn með samtals 9 ibúðum i samstarfi við Ekrusamtökin á staðnum. Búmenn önnuðust umsýslu og eftirlit verksins ásamt Guð- Greinarhöfundur, Daníel Haf- steinsson, framkvœmdastjóri Búmanna, erfœddur 1956. Hann er vélstjóri frá Vélskóla Islands 1977 og rekstrartœkni- frœðingurfrá Odense Teknik- um 1985. Hann starfaði hjá Sambandi islenskra tiygginga- félaga frá 1992-2000 og var framkvæmdastjóri Iðnþróun- arfélags Kópavogs frá 1990-1992. Hann hafði áður starfað í Danmörku í nokkur ár. Hann varð fármála- stjóri Búmanna í nóvember 2000 ogframkvœmda- stjóri i ágúst 2001. Fyrir framan nýju álmuna á Höfn. Á myndinni eru, talið frá vinstri, stjórnarmenn í Búmönnum, þau Úlfur Sigurmundsson, Guðrún Jónsdóttir formaður og Sigurður Steindór Pálsson, svo og Albert Eymundsson, bæjarstjóri á Höfn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.