Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 72

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2001, Blaðsíða 72
Hafnamál Samkeppnisstaða sjóflutninga Axel Hall, sérfræðingur hjá Hagfræðistofnun Há- skóla Islands, gerði grein fyrir rannsókn sem stofn- unin vinnur að fyrir hafnasambandið á samkeppn- isstöðu sjóflutninga gagnvart landflutningum. í er- indi Axels kom fram að vöruflutningar á vegum séu verulega niðurgreiddir af almennum notendum vegakerfisins og þannig sé samkeppnisstaða sjó- flutninga gagnvart landflutningum skekkt. Versnandi fjárhagur Magnús Magnússon, ráðgjafi hjá Deloitte & Touche Ráðgjöf, og Gunnlaugur A. Júlíusson, sviðsstjóri hagdeildar Sambands íslenskra sveitar- félaga, fjölluðu um fjárhag og afkomu hafna. Fram kom hjá þeim að almennt fari afkoma hafnanna versnandi og að skuldir þeirra hafi aukist. Magnús gerði grein fyrir skýrslu sem unnin hefur verið fyrir samgönguráðuneytið upp úr ársreikningi og öðrum gögnum frá tíu úrtakshöfnum og sýnir nokkrar niðurstöður um rekstur þeirra og fjárhag ásamt mati á því hversu mikið tekjur þeirra þyrftu að hækka til að geta staðið undir endurnýjun hafn- armannvirkja. Gunnlaugur birti yfirlit með saman- burði sextán úrtakshafna á þróun einstakra þátta í rekstri þeirra milli áranna 1999 og 2000, hlutfalls- lega skiptingu tekna þeirra og kynnti forsendur fyrir áætlun um gjaldskrárbreytingu hafnanna. Hafnarframkvæmdir Gísli Viggósson, forstöðumaður hafnasviðs Sigl- ingastofnunar, gerði grein fyrir helstu fram- kvæmdum sem unnið er að á árinu 2001 og sýndi myndir af nokkrum þeirra. Ályktanir Á fundinum störfuðu allsherjarnefnd, hafnalaga- nefnd, umhverfis- og mengunarnefnd, Qárhags- nefnd og samgöngunefnd sem fjölluðu um skýrslu stjórnar og aðrar skýrslur sem kynntar voru á fund- inum. Einnig gerðu þær tillögur um ályktanir fund- arins. Samræmd samgönguáætlun Svofelld ályktun var gerð að tillögu samgöngu- nefndar fundarins: 32. ársfundur Hafnasambands sveitarfélaga lýsir ánœgju sinni með þau drög að samræmdri sam- * Sturla Böðvarsson samgönguráðherra flytur ávarp sitt á árs- fundinum. Ljósm. Kristín Ágústsdóttir. gönguáœtlun sem kymnt voru á ársfundinum og skorar á samgönguráðherra að beita sérfyrir því að vinnu við áœtlunina verði lokið hiðfyrsta. Arsfundurinn áréttar mikilvœgi hafna i sam- göngukerfi landsins og minnir á að hafnir eru að hluta til vannýttar sem samgöngukostw: Fundurinn bendir á þá staðreynd að fiskihafnir landsins eru mikilvœg uppspretta samgangna á landi og sjó vegna þeirra afurða sem þar koma á land. Arsfundurinn telur ástœðu til að minna á að sjó- flutningar eru þjóðhagslega liagkvœmir til lengri tíma litið þar sem orkunýting er mun betri á hvern tonn/km auk þess sem losun koltvísýrings og köfn- unarefnissambanda er verulega minni á hverja fiutningseiningu. Sjóflutningar eru aukþess örugg- ari flutningsmáti og valda ekki slysum á þjóð- vegum landsins. Arsfundurinn skorar á samgönguráðherra að beita sérfyrirþví að endurskoðun fari fram á Flutningsjöfnunarsjóði. Vísar ársþingið Iþví sam- bandi til þeirra áhrifa sem sjóðurinn hefur haft til aukidngar á landjlutningum. Arsfundurinn telur það óþolandi niðurstöðu að landfiutningar séu styrktir umfram sjóflutninga með framlögum úr Flutningsjöfnunarsjóði og bendir á að t.d.flutn- ingar á olíu og sementi munu í auknum mœli fara fram landleiðina vegna áhrifa sjóðsins. Arsfundurinn vekur sérstaka athygli á vinnu Hagfrœðistofnunar Háskóla Islands á úttekt á sam- keppnisstöðu land- og sjóflutninga þar sem tengsl öxulþunga og slits á vegum eru dregin fram með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.