Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.2013, Page 16

Sveitarstjórnarmál - 01.10.2013, Page 16
\A Lq^J KÓ pavogsbœr Þétting byggðar - aukin lífsgæði Ármann heldur áfram að ræða rekstur Kópavogsbæjar og segir að í Ijósi þess hvernig til hafi tekist að ná fram hagkvæmni í rekstr- inum vilji hann hafa þá sýn að Kópavogsbær verði best rekna sveitarfélag landsiris í lok næsta kjörtímabils. „Ég geri mér grein fyrir að þetta er háleitt markmið. En það er raunhæft og krefst þess að sveitarstjórnarmenn og starfsfólk bæjarins viðhaldi þeim góða árangri sem við höfum náð að skapa og að við stöndum öll þétt saman í því." Ármann segir að þegar nær allar fram- kvæmdir eru stöðvaðar myndist fljótt nauðsyn til að sinna ýmsum verkefnum einkum er varða viðhald eigna bæjarins. „Við erum líka komin svolítið á eftir varðandi viðhald á tækjum og búnaði. En við höfum verið að spýta í lófana að undanförnu og á þessu ári er verið að endurnýja um þriðjung af tölvu- kosti bæjarfélagsins auk þess sem við höfum unnið talsvert að útiverkum, einkum viðhaldi útivistarsvæða, gatna og stíga. Það er jákvætt fyrir tekjugrunn bæjar- félagsins að leggja áherslu á að þétta byggð- ina. Þéttari byggð býður upp á ný tækifæri fyrir fólk að vinna nær heimilum sínum. Hún býður einnig upp á að auðveldara er að byggja upp betri almenningssamgöngur og hefur f mörgu aukin lífsgæði í för með sér. Að því viljum við stefna á sem flestum sviðum," segir Ármann Kr. Ólafsson bæjar- stjóri. Öflug menningarmiðstöð er á vestari Gjábakkanum i Kópavogi. Þar er Gerðarsafn - listasafnið i Kópavogi, tón- listar- og ráðstefnuhúsið Salurinn, Nátturufræðistofa Kópavogs og bókasafn. Myndin er frá tónleikum i Salnum. Stóru iþróttahúsin eru fjölnota. Hér hefur verið efnt til tónleika i einu þeirra. Vill nýjan menntaskóla í Kórnum í Kópavogi Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, stakk upp á því í ræðu sinni í tilefni af 40 ára afmæli Menntaskólans í Kópavogi fyrir skemmstu, að horft yrði til nýju byggðarinnar í efri hluta Kópavogs þegar byggja ætti nýjan framhaldsskóla. „Það fer að koma að koma tími á að byggja þurfi nýjan framhaldsskóla sem gæti einnig þjónað að einhverjum hluta Garðabæ og Reykjavík og sérstök áhersla yrði lögð á íþróttir. Þar er meðal annars stærsta knattspyrnuhús landsins auk þess sem til staðar er húsnæði sem hægt er að nýta sem kennslu- stofur. Þá er golfvöllur þarna sem og reiðhöll og sundlaug. Menntaskóli með þessar áherslur myndi því henta mjög vel á þessu svæði," sagði Ármann við þetta tækifæri. 16

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.