SunnudagsMogginn - 06.11.2011, Blaðsíða 28

SunnudagsMogginn - 06.11.2011, Blaðsíða 28
28 6. nóvember 2011 sem sett voru í möppu sem Mjólkursamsalan gaf út og nýbakaðir foreldrar fengu á fæðingardeild- inni. Þar varð til þetta nafn Hollráð Hugos. Ég las sumar af þessum ráðleggingum fyrir strákinn minn og hann sagði: Já, en pabbi, þetta er bara eins og við gerum heima. Mér þótti vænt um þessi orð. Mér hefur vissulega ekki alltaf tekist að fylgja þeim ráðum sem ég gef en ég hef það umfram marga aðra að vinna mín snýst um uppeldismál. Ég hugsa um þau 365 daga á ári. Ég reyni stöðugt að bæta mig og þjálfa mig og ég verð stöðugt betri.“ Þegar kemur að uppeldi á þínum börnum er þetta þá ekki eins og að ala börn upp eftir hand- bók? „Nei, það er ekki þannig vegna þess að ég lít ekki svo á að ég hafi lausnina fyrir börnin mín. Mín aðferð er að vera samferða þeim, hlusta á þau og hvetja þau til að velja sér sína leið. Ég segi í bókinni að það sé mikilvægt fyrir foreldra að horfa á eiginleika barnsins, hæfileika þess og styrkleika og hjálpa því til að þroska þessa hæfi- leika svo þeir gagnist því. Ef barnið er viðkvæmt og næmt þá á ekki að reyna að gera það að töffara heldur eiga viðkvæmnin og næmnin að nýtast barninu. Stundum hefur mér fundist fullorðið fólk vera að reyna, jafnvel alla ævi, að vera öðru- vísi en það er. Hvatvíst fólk reynir að vera rólegt og yfirvegað og einförum finnst að þeir ættu að vera mannblendnir.“ Hefurðu séð mörg óhamingjusöm börn? „Ég hef unnið sem sálfræðingur í 32 ár og hef séð börn sem eiga erfitt. Ég dæmi þau ekki sem óhamingjusöm vegna þess að með breytingum kemur gleði og hamingja og þá búa þau við betri aðstæður. Það sem mér hefur alltaf fundist svo lausnum. Stundum lendir fólk í erfiðleikum og sér ekki leið út úr þeim en um leið og einhver kemur sem kann að hlusta og spyrja réttra spurninga þá er eins og dyr opnist. Þetta á líka við um börn sem kunna ótrúlega mikið og hugsa ótrúlega margt.“ Eru mistökin sem fólk gerir í barnauppeldi yfirleitt alltaf sömu mistökin? „Við getum kallað það mistök en ég set mig ekki dómarasæti og segi að eitthvað sé rétt eða rangt. Ég segi: Þetta er mín skoðun. Það er til dæmis mín skoðun að skammir séu ekki góð upp- eldisaðferð. Þetta er algeng uppeldisaðferð en hún hjálpar ekki börnum. Ég veit það meðal annars vegna þess að rannsóknir í uppeldisfræði sýna það en líka af því að þær þúsundir barna sem ég hef talað við hafa sagt mér það. Skammir eru ekki góð leið til að kenna börnum frumkvæði, sjálfstæði, ábyrgð og tillitssemi en kannski góð leið til að þau læri að hlýða og gegna. Mér finnst að börn eigi að hlýða foreldrum en því miður hlýða börn stund- um öðrum börnum. Setningar sem allir foreldrar þekkja eru: Mér var sagt að gera það eða hinn byrjaði. Það er mjög sjaldan sem börn taka ábyrgð ef þau gera eitthvað rangt. Ég hef verið að tala um samskiptamál í fjöl- skyldum opinberlega í áratugi og oft hef ég heyrt fólk segja: Ert þú á glugganum heima hjá mér? Margt af því sem ég sé er svo sammannlegt. Á fyr- irlestrum segi ég oft frá því þegar við systkinin vorum eitthvað að ólátast og mamma kallaði: Hættið þessu krakkar, annars endar þetta með … Svo stoppa ég og spyr áheyrendur mína: Vitið þið hvað mamma sagði? og þeir svara: … Ósköpum. Mamma sagði þetta árið 1956 heima hjá okkur í Hlíðunum. Sumir af þeim sem segjast vita hvað hún sagði árið 1956 voru ekki einu sinni fæddir þá. Hvernig geta þeir vitað það? Það er af því af við erfum viðhorf og setningar.“ Starfið hefur þroskað mig Hvað átt þú mörg börn? „Ég á fimm þegar allt er talið. Systurdóttir konu minnar missti móður sína árið 2000. Hún hafði verið mikið hjá okkur hjónunum, varð eitt af börnum okkar, fimmta barnið. Maðurinn hennar var svo alveg tilbúinn að vera tengdasonur okkar. Þau eiga litla stelpu og ég er afi hennar.“ Hefur þú aldrei brotið samskiptareglurnar sem þú fylgir í samskiptum við þín börn? „Jú, svo sannarlega. En ég man eina setningu sem yngsta barnið mitt sagði við mig eitt sinn og er mér mikilvæg. Þá var ég að semja uppeldisráð Hugo Þórisson sálfræðingur er höf-undur bókarinnar Hollráð Hugos –Hlustum á börnin okkar. Hugo hefurstarfað að bættum samskiptum barna og foreldra í rúmlega þrjátíu ár og hjálpað fjölda- mörgum fjölskyldum. Í bókinni lýsir hann reynslu sinni og útskýrir hugmyndir sínar um uppeldi. Hann er fyrst spurður af hverju hann hafi ákveðið að helga sig barnasálfræði og hvort hann hafi sjálfur verið hamingjusamt barn. „Já, ég var hamingjusamt barn og átti góða fjölskyldu,“ segir hann. „Ég upplifði þó margt sem var erfitt, var í bekk þar sem bekkjarfélagar urðu fyrir einelti og sjálfur lenti ég í samskiptaerfiðleikum. En það var samt ekki það sem litaði æskuna og unglingsárin. Ég held að það val mitt að læra barnasálfræði hafi ekki stafað af því að ég átti erfið ár í skóla heldur vegna þess að þegar ég var kominn í sálfræðinám langaði mig til að gera eitthvað sem skipti máli. Í sálfræðinni er það þannig fyrir mér að því fyrr sem maður hittir fólkið sem maður er að hjálpa því meiri líkur eru á að maður geti unnið með því þannig að ekki fari illa. Þetta var einfalt: Mig langaði til að vinna með börnum sem eiga í vanda og vinna að því að koma sem fyrst inn í líf þeirra og stuðla að forvörnum.“ Skammir ekki góð uppeldisaðferð Á þínum langa starfsferli hlýturðu að hafa lesið fjölmargar kenningar um uppeldisaðferðir og samskipti við börn. Hvaða kenningar þar telur þú réttar og bestar? „Þegar ég var búinn að vinna í rúmt ár sem sál- fræðingur við Sálfræðideild skóla las ég bók sem á íslensku heitir Samskipti kennara og nemanda eftir Thomas Gordon. Þar kristallast þær hug- myndir sem ég vildi fylgja í samskiptum og við- horfi til uppeldis. Ég las þessa bók og fleiri bækur Gordons eins og reyfara langt fram á nætur. Það var eins og ég væri í eyðimörkinni og væri að fá lífselixírinn. Grunnhugmyndin í samskiptafræð- unum kom frá honum og reynsla mín bættist þar við.“ Hver er þessi grunnhugmynd? „Hún byggist á virðingu fyrir öðrum og trú á því að fólkið í kringum mann geti sjálft tekið skynsamlegar ákvarðanir, þar á meðal börn. Það er ekki alltaf okkar að koma með ráð og lausnir á vandamálum annarra því þá erum við að taka ábyrgðina frá viðkomandi. Við eigum frekar að vera til staðar og hlusta og hjálpa fólki að hugsa í Viðtal Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is Reyni stöðugt að bæta mig Hugo Þórisson sálfræðingur hefur sent frá sér nýja bók. Í viðtali ræðir hann um bókina, starf sitt, hugmyndir sínar um barnauppeldi og algeng mistök sem fólk gerir í þeim efnum. Hann talar einnig um alvarleg veikindi sem hann glímir við. Hugo: Þetta var einfalt: Mig langaði til að vinna með börnum sem eiga í vanda og vinna að því að koma sem fyrst inn í líf þeirra og stuðla að for- vörnum.

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.