SunnudagsMogginn - 06.11.2011, Blaðsíða 44

SunnudagsMogginn - 06.11.2011, Blaðsíða 44
44 6. nóvember 2011 Clare Vanderpool – Moon Over Manifest bbbnn Í miðri kreppu vestan hafs er stúlkan Abilene Tucker send til smábæjarins Manifest í Kansas og þar á hún að vera yfir sumarið. Þetta er á fjórða áratug síðustu aldar og hún hefur lifað á jaðri allsleysis með föður síðum og því ýmsu vön. Fljótlega fer Abilene að grennslast fyrir um æsku föður síns, sem ólst upp í þorpinu, en þegar hún finnu öskju með sérkenni- legum samtíningi finnst henni forvitnilegra að reyna að grafast fyrir um eiganda öskjunnar. Þetta er fyrsta bók höfundar, en einkar vel skrifuð fyrir það. Vanderpool er ekki bara að gefa mynd af lífi í smábæ á krepputíma, heldur dregur hún upp mynd af því hvernig bærinn varð til á sínum tíma, þegar evrópskir innflytjendur flykktust yfir Atlantshafið í leit að betra lífi og báru með sér ýmsa siði og venjur að heiman. John Connolly – Hell’s Bells bbmnn John Connolly er frægur fyrir glæpasögur sem státa af lögreglumanninum fyrrverandi Charlie Parker og eru flestar einskonar blendingur af hefðbundum glæpasögum og yfirnáttúrlegum hryllingi. Connolly hefur þó líka skrifað unglingabækur og sú bók sem hér er gerð að umtalsefni er einmitt þeirrar gerðar, framhald af bókinni The Gates sem kom út fyrir tveimur árum, en í henni segir frá piltinum Samuel Johnson sem verður fyrir því að illur vættur brýtur sér leið inn í mannheima og líkamnast í ófrýnilegri nágrannakonu pilts. Hann sigrar hana, en það er ekki nema um stundarsakir eins og kemur í ljós. Hell’s Bells hefst nefnilega þar sem djöfullinn er að búa sig undir það að laumast aftur inn í mannheima og hyggst hefna sín grimmilega á Samuel litla. Það fer þó öðruvísi en djöfullinn ætlar og ýmsir koma við sögu, drykkfelldir dvergar, hlédrægir djöflar, alvond- ar verur og hinn illi sjálfur áður en upp er staðið. Það er gríðarmikið í gangi í bókinni sem er uppfull af afkáralegri kímni, ekki síst þegar Samuel Johnson er kominn til heljar á flótta. Þrælskemmtileg frásögn. Chris Bradford – The Way of the Warrior bbnnn Bókaröðin um skipsdrenginn Jack Fletcher, sem verður skipreika utan við strönd Japans snemma á sautjándu öld nýtur talsverðra vinsælda í Bretlandi og víðar og líklegt þykir mér að þær eigi eftir að rata á hvíta tjaldið áður en yfir lýkur. Bækurnar eru og skemmtilegar aflestrar, þó að einhverjum þyki ef- laust fullmikið um japönsk fræði í þessari bók, sem er sú fyrsta í röðinni, en sú er skýringin að Bradford er að leggja drög að þeim bókum sem á eftir komu, en þær eru nú orðnar sex alls. Söguþráðurinn er þunnur í fyrstu bók- inni, eiginlega lapþunnur, en pilturinn er viðkunnanlegur, aðlaðandi og hjartahreinn og smám saman verður meira spunnið í bækurnar þó að þær séu meira og minna endurtekið efni eins og vill vera með slíkar bókaraðir, hvort sem þær eru fyrir fullorðna eða unglinga. Árni Matthíasson arnim@mbl.is Erlendar bækur Eymundsson 1. The Fifth Witness – Michael Connelly 2. Clash of Kings – George R.R. Martin 3. Mystery – Jonathan Kell- erman 4. Sing You Home – Jodi Picoult 5. Don’t Blink – James Patter- son 6. Game of Thrones – George R.R. Martin 7. Chasing the night – Iris Joh- ansen 8. Legacy – Danielle Steel 9. Snuff – Terry Pratchett 10. Freedom – Jonathan Franzen New York Times 1. The Best of Me – Nicholas Sparks 2. Bonnie – Iris Johansen 3. The Christmas Wedding – James Patterson & Richard DiLallo 4. The Help – Kathryn Stockett 5. The Affair – Lee Child 6. Can You Keep a Secret? – Sophie Kinsella 7. The Mill River Recluse – Dar- cie Chan 8. Shock Wave – John Sandford 9. The Abbey – Chris Culver 10. The Marriage Plot – Jeffrey Eugenides Waterstone’s 1. Inheritance – Christopher Pa- olini 2. Snuff – Terry Pratchett 3. The Sense of an Ending – Julian Barnes 4. Last Breath – Rachel Caine 5. Steve Jobs – Walter Isaacson 6. Cabin Fever – Jeff Kinney 7. Destined: A House of Night Novel – P.C. Cast, Kristin Cast 8. You Are Not Alone – Jermaine Jackson 9. Home Cooking Made Easy – Lorraine Pascale 10 Phantom: v. 8 – L.J. Smith Bóksölulisti Lesbókbækur K onan við 1000° er átt- unda skáldsaga Hall- gríms Helgasonar. Bókin kom fyrst út í Þýskalandi, hefur hlotið þar góðar viðtökur og selst í bíl- förmum. Lestrinum fylgdu því nokkrar væntingar, en ekki síst vegna þess að Hallgrími hefur oftar en ekki tekist afbragðsvel til í skrifum sínum. Hér er sögð saga Herbjargar Maríu Björnsson, barnabarns Sveins Björnssonar, fyrsta for- seta lýðveldsins. Öldruð og far- lama hefst hún við í bílskúr í Reykjavík ásamt þýskri hand- sprengju og styttir sér stundir við upprifjun viðburðaríkar ævi sinnar á milli þess sem hún vill- ir á sér heimildir og dregur grunlausa karlmenn á tálar sem alheimsfegurðardrottningin Linda Pé á Facebook og leggur drög að eigin líkbrennslu (en þaðan kemur líklega nafn bók- arinnar). Þrátt fyrir að hafa leg- ið allnokkur ár í kör er hug- urinn sprækur, hún hefur skoðanir á flestu, hefur upplifað meira en samanlagður íbúafjöldi Reykjavíkur og er sérlega krít- ísk á karlaveldið. „Amma kenndi mér snemma að bera ekki of mikla virðingu fyrir karlabauli. (…) Það er ein líf- seigasta bábilja okkar tíma að karlar hafi meira vit en konur, til komin af því einu að þeir kunna sumir fleiri vísur en við og rís hold til ræðustóla.“ (47) Hallgrímur fer ekkert í felur með að fyrirmyndin að Her- björgu er Brynhildur Georgía Björnsson, barnabarn forsetans og dóttir Björns Sv. Björns- sonar, sem gekk í nasistaflokk- inn á stríðsárunum og barðist með nasistum. Sögu Björns voru gerð skil í bókinni „Sagan sem ekki mátti segja“ og saga Bryn- hildar var sömuleiðis skráð í bókinni „Ellefu líf“. En hér fær- ir Hallgrímur hressilega í stílinn og ógerlegt er að vita hvað af því sem hann skrifar um voru raunverulegir atburðir, enda skiptir það kannski ekki mestu máli. Ætternið er líklega söguhetj- unnar mesta böl, að minnsta kosti er henni lítil stoð í því í hremmingum lífsins. Hún ber aldrei sitt barr eftir að hafa þvælst umkomulaus á unglings- aldri um Evrópu í stríðinu, þrátt fyrir að fara síðar í sleik við John Lennon í Hamborg. En hvernig á að skrifa um svona margbrotna bók? Fyrst og fremst er hún gargandi fyndin. Nánast hver einasta setning er þannig að mann langar til að leggja hana á minnið og slengja henni fram við vel valið tæki- færi, sem væri hún manns eigin uppfinning. Það myndi því æra óstöðugan að tína til eitthvað sem upp úr stendur. Bókin er nefnilega svo jafngóð, að það er eiginlega lygilegt. Söguefnið er reyndar ekkert alltaf fyndið. Það er til dæmis fátt fyndið við hrylling heims- styrjaldarinnar síðari eða við þá niðurlægingu sem forsetason- arins bíður, þegar hann kemur frá Evrópu í stríðslok. Þær að- stæður sem Herbjörg býr við á lífsleiðinni eru svo átakanlegar að viðkvæmum lesanda kemur kökkur í háls. Hallgrímur hlífir engum, en alltaf svífur einhvers konar hlýja og virðing yfir vötnum, jafnvel þegar verið er að segja frá skelfilegu athæfi fólks hvers í annars garð. Við upprifjun Herbjargar koma margar sögur upp, hver annarri betri. Til dæmis er sagan af Svita-Gunnu og unnustanum tornæma óborganleg og sömu- leiðis sagan af því þegar Her- björg gerist tölvuþrjótur og hrellir tengdadóttur sína. Þetta er stór bók á marga vegu, hún er 477 síður og þar er fjallað um eitt örlagaríkasta tímabil síðustu aldar; heims- styrjöldina síðari. En ekki síður er ljósi varpað á þær gríðarlegu þjóðfélagsbreytingar sem urðu hér á landi á örskotstíma. Hall- grími tekst vel að halda utan um þetta mikla efni og auk þess rýnir hann óspart í íslenskt samfélag þannig að úr verður hárbeitt samfélagsgagnrýni. Hann tekur fyrir ýmsa þætti í fari íslensku þjóðarinnar og rassskellir hana sundur og sam- an í háði. Erfitt er að velja úr, en kaflinn um íslenska þagnahefð er öldungis óborganlegur. „Sú var einmitt ástæðan fyrir því að íslenskan breyttist ekkert í þús- und ár: Við notuðum hana ekk- ert. Öldum saman var mjög lítið talað á Íslandi. (…) Það er helst að Finnar keppa við okkur í þagnamennsku.“ (82) Vissulega var von á góðri bók frá Hallgrími. En satt best að segja átti gagnrýnandi ekki von á slíku verki og spyr sig: Hvern- ig er hægt að vera svona svaka- lega fyndinn í gegnum tæplega 500 síðna bók, án þess að missa nokkurn tímann dampinn og halda þræði? Hallgrími tekst það. Fyrir það fær hann fimm stjörnur. Gargandi fyndinn Hallgrímur Bækur Konan við 1000°  Skáldsaga Eftir Hallgrím Helgason. JPV-útgáfa 2011. 477 síður. Skáldsaga Hallgríms Helgasonar, Konan við 1000°, er svo jafngóð að það er eiginlega lygilegt og hann missir aldrei dampinn. Anna Lilja Þórisdóttir

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.